Lífið í Derby

Sunday, October 30, 2005

Daylight saving time...

eftir 5 mínútur færist klukkan einn tíma til baka.. þannig að við verðum á sama tíma og Ísland.. hlakka mikið til :) Verður frekar skrítið þó að þurfa að breyta tímanum, fínt samt að græða einn tíma, get sofið einum tíma lengur á mánudaginn.. svo verður allt náttúrlega komið í sama horfið eftir nokkra daga. Þetta er samt skemmtilegt, fyrsta skiptið sem ég upplifi þetta :)

Wednesday, October 26, 2005

Helvítis köngulær..

Búið að vera óvenju hlýtt hérna hjá okkur í október, sem þýðir að köngulær og flugur hafa lifað mjög góðu lífi..

Í stigaganginum hjá okkur hefur ein könguló komið sér vel fyrir, hún er búin að vera þarna síðan rétt eftir að við fluttum inn - ég er orðin svo vön henni að ég nefndi hana Fionu.. núna eru tvær í viðbót búnar að koma sér fyrir.. frábært :/

Mamma kemur í næstu viku, ég ætla til London á miðvikudaginn að hitta hana, og við erum búnar að panta hótel fyrir eina nótt.. mamma hefur aldrei komið til London þannig að mér fannst það upplagt að við myndum dúlla okkur saman þar í einn dag. Hún kemur svo aftur um jólin og mamma og pabbi hans Ingó koma um áramótin. Heiða og Haukur eru einnig að velta því fyrir sér að koma fyrir jól, jafnvel vera yfir afmælið mitt :)

Annars er lítið að frétta af okkur, dagarnir líða allt of hratt.. komnir 2 mánuðir síðan við fluttum út, búin að vera í skólanum í 5 vikur og mér finnst ég bara vera nýbyrjuð. Þessi þrjú ár eiga eftir að fljúga, það er nokkuð víst.

Saturday, October 22, 2005

Afsakið bloggleysi..

Ég held að ég hafi bara aldrei átt jafn slæman morgun og í gær.. mér fannst bara eins og það væri best að ég yrði bara heima þennan dag. Druslaðist þó af stað, og sé ekki eftir því, um leið og hindanirnar voru yfirstignar þá varð dagurinn ljúfur. Ingó tók óvart með sér báðar lyklakippurnar í vinnuna, og ég fatta það þegar það er u.þ.b. korter þangað til strætó kemur. Ingó var þá rétt ókominn í vinnuna, sem að í um 20 mín fjarlægð frá okkur. Það fer allt í panik, Ingó hringir í leigubíl til að skutla lyklunum til mín. Bíllinn er pantaður um tíu mín. fyrir 10, en eitthvað var hann lengi á leiðinni, þar sem að hann kom ekki til Ingós fyrr en um 40 mín seinna. Ég fer út í búð til að fá pening svo ég geti borgað leigubílnum og bíð fyrir utan að tapa mér í stressinu. Bíllinn kom svo loks um 5 mínútur yfir 11, ég hleyp upp og læsi og tek svo bílinn áfram upp í skóla.. mér tókst að vera komin í tíma 15 mín of seint, og hélt jafnvel að mér yrði ekki hleypt inn, en ég setti bara upp saklausa/humble svipinn og spurði hvort ég mætti koma inn. Kennarinn var ótrúlega rólegur yfir þessu, eins og flestir kennararnir hérna eru, vilja allt fyrir mann gera – en láta mann þó ekki komast upp með neitt kjaftæði. Fékk ritgerðina mína til baka, fengum ekki einkunn en commentið sem ég fékk var ‘generally very good indeed, but tend to become too historical towards the end’. Mjög sátt.

Fór út á lífið kvöldið áður með deildinni minni og afbrotafræðinemendum. Var þó varla að nenna að fara það sem að við höfðum kíkt út á miðvikudagskvöldinu líka. Ég mætti í teitið einum og hálfum tíma of seint, og þakka eiginlega bara fyrir það, þar sem að þetta var frekar slappt teiti til að byrja með. Strákurinn sem sér um deildina okkar (segi strákurinn þar sem að hann er 2 árum eldri en ég) benti mér á hvar allir úr mínum árgangi voru, en þar sem ég þekkti engan þar langaði mig bara til að sitja með bjórinn minn í smástund. Hann vildi ekki hafa það og þegar að þarna kom stelpa á 2. ári kynnti hann okkur og hún bauð mér svo að sitja með þeim. Ég er núna mjög fegin að hafa gert það því að við náðum ágætlega saman og hún bauð mér að vera samferða þeim á ráðstefnu sem verður haldin í desember, og ég ætla bókað mál að fara.

Fólk spyr mig oft hvort ég sakni ekki Íslands. Auðvitað sakna ég þess, sakna fjölskyldunar og vinanna ótrúlega mikið, en ég reyni bara að hugsa um það sem minnst, ég get ekkert gert í því og kemst ekki heim fyrr en um páskana. Er farin að fara á síður með myndum af Íslandi og skoða.. svo horfi ég nú líka á íslenska bachelorinn og popppunkt á netinu og sé því allar auglýsingar líka, sem er bara skemmtilegt. Vill einhver segja mér frá Ástarfleyginu? Er það svipað og Love Cruise þátturinn sem var einhvern tímann sýndur á skjá einum? Ég er alveg lost, vildi að ég gæti séð það líka á netinu, en það er víst ekki hægt. Væri líka til í að fá upplýsingar um Idolið heima, ég horfi í staðinn á X-factor og það verður mjög spennandi þáttur í kvöld.

Aðeins meira um sjónvarp, BBC ætlar ekki að sýna Eurovision afmæliskeppnina, mér finnst það ömurlegt. Langar bara helst að hringja í Terry Wogan vin minn og spyrja hann hvað gangi eiginlega á. Mjög svekkt yfir þessu, finnst þetta hneyksli. Eitt í viðbót, Footballers wives byrjar ekki hjá okkur fyrr en eftir áramót, samt byrjar hann hjá ykkur í næstu viku.. ömurlegt.

Ef ykkur leiðist, kíkið á þessa síðu – www.bitterwaitress.com – fullt af skemmtilegum sögum frá pirruðu þjónustufólki, bæði af almúganum og stjörnunum :)

Í framhaldi af síðustu færslu, þá verður að öllum líkindum fjárfest í bíl í næsta mánuði, mikið hlakka ég til.

Tuesday, October 11, 2005

Strætó..

Ég var ótrúlega sátt við að taka strætóinn hérna fyrst, þurfti þó að kyngja þessu „ég tek ekki strætó“ statementi. Bílstjórarnir hérna eru ótrúlega aggressívir, keyra mjög hratt og þurfa oftar en ekki að negla niður til að koma í veg fyrir árekstur við umferðina á móti eða kyrrstæða bíla í þröngum götum.

Ég tek strætó heiman frá mér niður í bæ og tek Unibus þaðan upp í skóla. Á mánudaginn fyrir viku síðan var ég komin út á stoppistöðina hjá mér vel fyrir kl. 8, strætó á að koma 8.02. Ég beið og beið, aldrei kom strætó. Næsti vagn á að koma kl. 8.17, hann kom nokkur veginn á réttum tíma, en þar sem að hann var smekkfullur keyrði hann framhjá. Ég tók leigubíl í skólann.

Á föstudaginn ákvað ég að taka Unibusinn niður í bæ og fá mér Subway áður en ég færi heim. Það passaði að þegar ég labbaði út af Subway átti strætó að koma innan nokkurra mínútna. Hann kom ekki kl. 16.04, ekki kl. 16.19, heldur kom hann kl. 16.29. Skemmtilegt.

Í gær ákvað ég að taka Unibusinn til Lonsdale Halls – campusinn þar sem að Tina og Marketa eru. Strætóinn átti að leggja af stað rúmlega 17, en lagði ekki af stað fyrr en 20 mín yfir, þar sem að hinn Unibusinn sem fer niður í bæ, ákvað að leggjast upp að bíl sem var lagt efst uppi við strætóútkeyrsluna, og draga hann með sér smá spöl. Umferðinni var svo beint í gegnum strætóplanið. Bílstjórinn var svo pirraður á þessu að hann stoppaði 2 aðra strætóa sem voru á leiðinni upp í skóla á miðri umferðargötu, til að segja þeim að John, nýji gaurinn, hafi lent í árekstri og væri búinn að stoppa alla umferð.

Sá svo í blaðinu í dag grein undir yfirskriftinni „How (not) to drive a bus.“ Stutt og skemmtileg lesendagrein, mæli með því að þið lesið hana, sjá hér.

Spurning um að kaupa sér bíl í næsta mánuði.

Thursday, October 06, 2005

Gaman í skólanum í gær..

Fengum sönnunargögn til að skoða, teikna upp og skrá :) kunnum það náttúrulega ekki, en við lærum á mistökum.. ótrúlega gaman að fá svona hands-on prufu.. fékk hamar með "blóði" og þremur hárum föstum við :) og vá hvað þetta var gaman, ég get ekki beðið eftir næsta tíma!

Rakst á ansi merkilega grein í The Times í gær, um skóla sem ætlar að kenna nemendum í félagsfræði samsæriskenningar - t.d. vegna dauða Díönu prinsessu og hryðjuverkaárásanna á tvíburaturnana, og efla gagnrýna hugsun nemenda.. kúrsinn heitir Apocalyptic and paranoid cultures.. merkilegast við þetta er að þetta er skólinn minn sem um ræðir.. sjá betur hér, getur verið forvitnilegt :)

Fór í gær í surprise afmælisveislu til Elinu, stelpu frá Finnlandi, og ég skemmti mér mjög vel.. hún ætlar þó að halda stórt partý á föstudaginn, hún var búin að plana það fyrir löngu, þetta í gær var bara svona auka..

Annars er lífið bara ljúft í Derby, ennþá frekar hlýtt hjá okkur, getur þó orðið svolítið kalt á morgnana.. trén eru ennþá ótrúlega græn, nokkur byrjuð að gulna, og mér finnst í rauninni ekki vera kominn vetur.. er samt ekkert að kvarta ;)

Hvað segið þið annars?

Sunday, October 02, 2005

Upphafið

Eyddi fyrstu blogginu og ákvað að byrja aftur... þarf alltaf að vera að fikta sjáið til...

Er í smápásu frá prófalestri - ákvað að skella blogginu inn núna.

Við Ingó erum víst búin að búa hérna úti í rúman mánuð, mamma kom með okkur út og var hjá okkur í eina viku, sem betur fer, höfðum örugglega ekki náð jafnmiklu í verk ef að hún hefði ekki komið með okkur. Fengum íbúðina tveimur dögum eftir að við komum út, gistum til að byrja með á krúttlega bed & breakfast-inu sem við höfðum gist á þegar við komum hingað í byrjun ágúst til að finna íbúð. Mæli sterklega með þessu gistiheimili, mjög kósý, öll herbergin eru með en-suite baðherbergi, ekkert herbergi með eins þema og morgunmaturinn góður.. auk þess sem gistiheimilið er mjög stutt frá okkur og miðbænum. Þau gáfu okkur Ingó kampavín þegar við fórum þaðan í seinna skiptið, til að óska okkur góðs gengis í Derby.. unbelievable :)

Um leið og við fengum íbúðina fórum við 3 í Argos og versluðum fyrir ca. 150.000 kall, og það var ekkert lítið sem við versluðum; sjónvarp, dvd-spilara, vídeo, 2 sófa, borðstofuborð, matvinnsluvél (með tugum aukahluta!), pakka með matarstelli, glösum, bollum, hnífapörum, ýmsum nauðsynlegum eldhúsáhöldum, pottum og pönnum fyrir um 30 pund, ketil, brauðrist og samlokurist, sængur, kodda, vindsængur og örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma.. höfum síðan farið reglulega að versla í Argos, fórum þangað að ég held á hverjum degi þegar mamma var hérna hehehe.. erum búin að koma okkur þokkalega vel fyrir, vantar bara bókahillur núna, þær eru aldrei til í Argos.. og nei við ætlum ekki að fara neitt annað, langbest að versla þarna :)

Ég byrjaði óformlega í skólanum 13. september, þegar það var sérstök vika fyrir útlenska nemendur við skólann. Það var ótrúlega gaman og maður kynntist haug af fólki. Vikuna eftir það var Induction week, kynningarvika fyrir námið.. ég missti þó af fyrstu 2 dögunum eftir að hafa fengið rangar upplýsingar upp í skóla, eða öllu heldur engar upplýsingar því enginn vissi neitt.. fór upp í skóla á örðum degi þegar ég vissi að það var eitthvað prógramm í gangi, hitti þar strákinn sem sér um forensic science námið, og annan kennara og þeir voru ótrúlega líbó á þessu, gerðu smá grín að mér fyrir að missa af þessu og að því að ég væri frá Íslandi en það var allt í góðu.. strákurinn sem sér um deildina á meira að segja ættingja á Íslandi, þannig að það er nú ekki slæmt :) Versta við það að missa af fyrstu 2 dögunum með samnemendum er sá að ég þekki engan með mér í tímum, kannast við 2 þarna.. en það verður partý 20. okt þannig að ég hlýt að kynnast einhverjum þá.. vonandi verð ég búin að kynnast einhverjum fyrir það.

Skólinn byrjaði formlega 26. sept og vegna mikillar umferðar tafðist helvítis strætóinn þannig að ég var mætt hálftíma of seint, auk þeirra tveggja fyrrgreindu, og þar sem það var búið að brýna fyrir okkur að vera ekki að trufla aðra með því að mæta of seint í tíma þorðum við ekki inn.. verst að hann setti fyrir próf :/ held að það sé þó bara til að sjá hvar við stöndum, held að þetta próf komi ekki inn í lokaeinkuninna, ef svo er þá getur það ekki gilt mikið, þar sem að við eigum að gera 3 verkefni yfir önnina sem gilda samtals 100%. Þetta kemur í ljós.

Ingó er kominn með vinnu hjá DHL, sem þjónustufulltrúi. Hann er búinn að vera á námskeiði núna síðustu viku og verður næstu viku líka. Hann er að vinna á East Midlands Airport sem er rétt fyrir utan Derby, var svo heppinn að strákur sem er með honum á námskeiðinu býr rétt hjá okkur þannig að hann fær far með honum í vinnuna. Verð samt að fara að komast undir stýri, er að verða geðveik á því að þurfa að stóla á strætóana (já þið lásuð rétt, ég tek strætó!), auk þess að þurfa að standa úti í kulda að bíða eftir þeim. Mig langar í bíl...

Ég er búin að kynnast fullt af fólki úr skólanum, aðallega útlendingum þó (og ekki fólki með mér í tímum).. á tvær mjög góðar vinkonur hérna, Tinu frá Portúgal og Marketu frá Tékklandi, þær eiga líklegast eftir að vera mikið í blogginu hérna hjá mér.. við Tina og Ingó erum búin að vera svolítið dugleg við að kíkja út á lífið (Marketa stingur alltaf af til kærastans í London um helgar og missir alltaf af fjörinu), heill haugur af stórum klúbbum hérna.. fórum t.d. á stað sem heitir Zanzibar á síðasta föstudag, hann er á 3 hæðum; á 1. hæð eru nostalgíulögin, á 2. hæð er rokkið og á 3. hæðinni er alvöru Ibiza klúbbastemning.. vissi ekki hvert ég ætlaði - við erum að tala um laser, skuggamynd af konu dansa sýnd á skjávarpa, gógódansarar í litlum fötum og labbandi á höndum, og maður með slípara að sverfa stein og því fylgdi náttúrulega ljósaglæringar.. við vorum fljót að stinga af niður. Svo er ekki verra að það sé pöbb í skólanum mínum.. náðuð þið þessu.. og já hann er opinn á daginn.. hef þó ekki enn farið þangað að degi til, finnst þetta samt alveg stórmerkilegt :)

Hef svo tekið eftir því hvað maður er orðin breskur í hugsun, fór á rokktónleika á stað sem heitir First Floor á föstudagskvöldið (loksins, felt like home) áður en við fórum á Zanzibar, og bjórinn þar kostaði 2.20 pund.. fannst það hræðilega dýrt.. kvíði bara fyrir að koma heim og þurfa að kaupa bjórinn á 600 kall :)

Jæja, þarf að fara að snúa mér að lærdóminum aftur, EastEnders omnibusinn byrjar eftir klukkutíma og ég verð að ná að læra eitthvað áður en þeir byrja. Búin að opna myndaalbúm á netinu, tvö albúm komin þar inn, annars vegar af íbúðinni og hins vegar af kvöldverðinum í Pride Park í útlendingavikunni. Fyrst ég er loksins búin að blogga þá verður bloggað ört.. bara svo erfitt að byrja og ég er örugglega að gleyma helling af hlutum sem mig langaði að segja.. það kemur þá bara seinna :)