Lífið í Derby

Monday, June 18, 2007

Góða sumarveðrið..

eða hitt þó..

Búið að vera rigning hérna síðan á föstudaginn, með smá hléi í gær. Byrjaði um leið og ég labbaði út úr vinnunni kl. 4, var búin að hlakka til frá hádegi að fara heim í góða veðrinu og slaka á úti í garði með hvítvínsglas. Matt sendi mér skilaboð um að það væri þrumuveður heima og svo stuttu seinna fór rafmagnið af hálfu þorpinu. Ég keyrði í því sem byrjaði smá rigning og grá ský, inn í beljandi vatnsfall og grágrænbrún ský - með eldingum. Ég var skíthrædd á leiðinni, sá varla út um framrúðuna fyrir rigningunni, og göturnar voru á floti, þannig að ég sá varla hvert ég átti að fara. Var guðslifandi fegin að komast heil heim.

Rafmagnið kom svo aftur á um 6 leytið, sem hentaði mjög vel fyrir sjónvarpsplanið, þá sérstaklega fyrir Big Brother. Eftir Big Brother setti ég Canada's Next Top Model á. Náði að horfa á 10 mínútur áður en rafmagnið fór aftur, og það kom ekki á fyrr en um 10leytið morguninn eftir. Fannst það reyndar æði, finnst rafmagnsleysi svo skemmtilegt og slakandi. Daginn eftir rigndi aðeins meira og fengum smá fleiri þrumur. Heyrði svo í morgun í útvarpinu að það hafi þarna rignt jafn mikið á 24 tímum og rignir vanalega á einum mánuði. Skemmtilegt það. Not.

Hélt svo að þessu væri mest öllu lokið, en - að sjálfsögðu - um leið og ég labba úr vinnunni kl. 5 í dag fór að rigna aftur, og í þetta skiptið tvöfalt meira en rignt hafði á föstudaginn. Sá ekki baun út um rúðuna í þetta skiptið, vantar súperstillingu á rúðuþurrkurnar mínar... :/

En að vinnunni..

Ég er alveg að fíla mig í botn, búin að læra að gera fullt af prófum og búin að sulla haug með sýru, verður varla skemmtilegra en það. Sullaði smá sýru á sjálfa mig líka en það verður að fylgja, er það ekki? Vænti þess að ég verði með nokkra bruna á handleggjunum eftir þetta sumar. Get alveg séð mig vinna við efnafræði í framtíðinni. Hef beint náminu mínu meira að efnafræði en ég hélt að ég myndi gera, bjóst við að ég færi líffræðileiðina. Hef því spáð í að fara í master í réttarefnafræði í framtíðinni.

Farin að horfa á Britain's Next Top Model, hafið það gott! :)

Saturday, June 09, 2007

Download festival á morgun...

Byrjaði í gærkvöldi en við komumst ekki fyrr en á morgun, get ekki beðið! Aðalatriðið er náttúrulega að sjá Iron Maiden, var í Portúgal þegar þeir spiluðu heima, hlakka til að heyra Run To The Hills! :) Getið horft á festivalið live hérna og séð line-upið hérna. Er að horfa á Slayer spila núna, væri endalaust til í að vera þarna núna!

Byrja ekki í vinnunni fyrr en á mánudaginn og er farin að kvíða ótrúlega mikið fyrir, en hlakka sam þvílíkt mikið til líka.. erfið svona blanda.. ef mér hefði verið sagt fyrir einhverjum árum síðan að ég myndi vera að vinna á efnafræðirannsóknarstofu á þessum tíma, hefði ég ekki trúað því..

Kominn tími á grillkjötið, dagurinn búinn að vera geggjaður og ég er komin með brúnku - bölvað að þurfa að vinna í næstu viku, væri alveg til í að liggja úti í sólinni aaaaðeins lengur ;)

Heiða á afmæli í dag og Guðrún Jóna "litla" systir á morgun, til hamingju með afmælið báðar tvær! :)

Hafið það gott...