Ég hata strætó..
vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að setjast niður og deila með ykkur því sem hefur á daga mína drifið síðasta.. nei, síðustu mánuði.
Bíllinn minn ákvað að vera með einhverja stæla eftir að við komum frá Róm (sjá síðar). Ég átti að mæta í tíma á miðvikudeginum og hlakkaði mikið til tímans, sem var fyrsti tíminn í Human Identification (þar sem að við fáum t.d. að sjá krufningu síðar á önninni). Ég keyri út á A50, þar sem ég er vön að keyra á 90 mph, en einhverra hluta vegna vildi elsku bíllinn minn ekki fara hraðar en 60 mph, og byrjaði að titra undarlega. Ég ákvað því að snúa heim. Hann hafði vikuna áður en við fórum út einnig verið með stæla.
Vegna þessa hef ég nú þurft að ferðast með strætó í að verða 3 vikur. Man að mér fannst strætó bara svolítið skemmtilegur fyrst eftir að ég flutti, en þetta er alveg að gera út af við mig. Strætó er alltaf of seinn vegna einhverra bévítans vegaviðgerða. Hann á að koma á hálftíma fresti, en er alltaf 20-30 mín of seinn. Tek samt ekki sénsinn á að mæta ekki á réttum tíma út á stoppistöð. Virðist einnig vera þannig að þegar ég er að taka strætó í sátt að það gerist eitthvað sem fær mig til að hata hann meira.
Fyrstu vikuna var svo ógeðslega kalt að ég var með krónískan skjálfta þegar ég kom heim eftir að hafa beðið eftir strætó í ógeðiskulda niðrí bæ. Öllum strætógötunum var lokað á tímabili í síðustu viku vegna sprengjuhótanna, en auðvitað var það strætóstoppistöðin mín sem var lokuð lengst, þurfti því að taka unibusinn út á lestarstöð og taka strætóinn minn þaðan. Vegna þess hve seinn strætó er alltaf þá er hann alltaf troðinn, sem þýðir að ég hef þurft að sitja við hliðina á of skrítnu fólki og verið ítrekað lamin í hausinn (óvart og ómeðvitað af viðkomandi) af bakpoka standandi farþega.
Búin að kaupa Vauxhall (Opel) Vectru, fæ bílinn vonandi á morgun (krossaputta).
Við Matt ákváðum að skella okkur til Rómar 18. jan, okkur hafði lengi langað að fara eitthvað bara tvö ein og fengum flug og gistingu á skid og ingenting eftir prófin. Þessi helgi var geggjuð. Lentum snemma í Róm og fórum eiginlega beint á röltið. Byrjuðum á að fara og fá okkur smá snarl í einni af fjölmörgu pizzabúllum sem eru út um allt. Fundum Colosseum og fórum auðvitað inn. Við röltum svo í kringum Colosseum, sem er ábyggilega stærsta hringtorg sem fyrir finnst. Fundum veitingastað hinum megin við götuna, sátum úti og drukkum bjór. Horfðum á umferðina fara framhjá og furðuðum okkur á því af hverju við hefðum ekki orðið vitni af neinum árekstri, skemmtum okkur stórvel að horfa á óskipulag Ítala þegar það kemur að akstri. Urðum hálftipsy eftir bjórinn, fengum okkur að borða og drukkum aðeins meira. Og svo meira að borða, maður sleppir því ekki að taka með sér pizzu heim þegar maður er í Róm ;)
Fórum á laugardeginum í Vatíkanið. Stoppuðum að sjálfsögðu við á pizzabúllu þar sem að ég fékk bestu pizzusneið í heimi, með káli, majonesi og rækju/humri. Dauðlangar að fara þangað aftur, bara fyrir þessa pizzu... mmm... Kíktum á torgið og löbbuðum svo að safninu, sem var meiriháttar. Sixtínska kapellan var auðvitað aðalmálið, er alveg jafnflott í 2. skiptið. Borðaði auðvitað meiri pizzu um kvöldið...
Vöknuðum snemma á sunnudeginum og fórum á markaðinn í Trastevere, sem var geggjaður! Fullt af flottum hlutum sem ég hefði viljað taka með heim. Röltum þar allan morguninn og keyptum ýmislegt smádót. Fórum svo á heimaleik Roma gegn Catania, sem var afar spes upplifun. Allir hálf fullir, mátti reykja alls staðar í sætunum, ef sæti má kalla, enginn sat í réttum sætum (nema ég og Matt - ekki einu sinni hlið við hlið). Ákváðum að fara í hálfleik, af því að við þurftum að taka strætó til baka og okkur langaði ekki að missa af strætó eða lenda í veseni með að komast til baka, af því að við þurftum að vakna snemma morguninn eftir. Fékk mér að sjálfsögðu pizzu um kvöldið. Þessi ferð var geggjuð og okkur langar að fara aftur þangað sem fyrst.
Ég borðaði samt ekki bara pizzur í ferðinni. Þurfti að fá mér foccacia einu sinni þegar það voru engar pizzur til. Og fékk mér 2x mcdonalds, en það var bara meira svona til að fá smá nart þegar það voru engar pizzubúllur nálægt. Sjúkt, ha? Matt var aðeins fjölbreyttari en ég, hann fékk sér allavegana lasagna, spaghetti bolognese og afar djúsí steik. Ég get ekkert gert að því að elska pizzur og þá sérstaklega ekta ítalskar. Væri alveg til í eina quattro formaggi núna...
Fórum á Chinese New Year dinner á þriðjudaginn síðasta, sem var meiriháttar. Keyptum okkur eina flösku af hvítvíni sem með fylgdu 2 happadrættismiðar. Okkur langaði í fleiri miða þannig að við enduðum á að kaupa 3 flöskur, auk þess að hafa fengið okkur nokkra bjóra þegar við komum inn. Þegar ljónadansinn var vorum við orðin ansi skrautleg, svona svipað og flestir aðrir á staðnum. Maturinn var geggjaður, en ég var eiginlega orðin södd þegar það kom að aðalréttunum (nb fleirtala). Fengum marga forrétti og ég reyndi mitt besta að fara rólega í þetta svo að ég hefði lyst á aðalréttunum. Gekk ekki alveg. Fékk mér svo Irish Coffee í eftirrétt sem toppaði kvöldið alveg.
Take That tónleikarnir í nóv voru geggjaðir, náði að snerta Mark og Gary. Draumur sem varð að veruleika. Án djóks. Á fullt af myndum og þar á meðal tvær close up af þeim tveimur. Hver segir svo að draumar geta aldrei orðið að veruleika? :)
Er örugglega að gleyma haug, man ekki meira í augnablikinu. Vonandi er þetta ekki of langt hjá mér... :) Nennti ekki að lesa þetta yfir, þannig að málfræði og málfarsvillur eru fyrirfram afsakaðar.
Until next time!
Bíllinn minn ákvað að vera með einhverja stæla eftir að við komum frá Róm (sjá síðar). Ég átti að mæta í tíma á miðvikudeginum og hlakkaði mikið til tímans, sem var fyrsti tíminn í Human Identification (þar sem að við fáum t.d. að sjá krufningu síðar á önninni). Ég keyri út á A50, þar sem ég er vön að keyra á 90 mph, en einhverra hluta vegna vildi elsku bíllinn minn ekki fara hraðar en 60 mph, og byrjaði að titra undarlega. Ég ákvað því að snúa heim. Hann hafði vikuna áður en við fórum út einnig verið með stæla.
Vegna þessa hef ég nú þurft að ferðast með strætó í að verða 3 vikur. Man að mér fannst strætó bara svolítið skemmtilegur fyrst eftir að ég flutti, en þetta er alveg að gera út af við mig. Strætó er alltaf of seinn vegna einhverra bévítans vegaviðgerða. Hann á að koma á hálftíma fresti, en er alltaf 20-30 mín of seinn. Tek samt ekki sénsinn á að mæta ekki á réttum tíma út á stoppistöð. Virðist einnig vera þannig að þegar ég er að taka strætó í sátt að það gerist eitthvað sem fær mig til að hata hann meira.
Fyrstu vikuna var svo ógeðslega kalt að ég var með krónískan skjálfta þegar ég kom heim eftir að hafa beðið eftir strætó í ógeðiskulda niðrí bæ. Öllum strætógötunum var lokað á tímabili í síðustu viku vegna sprengjuhótanna, en auðvitað var það strætóstoppistöðin mín sem var lokuð lengst, þurfti því að taka unibusinn út á lestarstöð og taka strætóinn minn þaðan. Vegna þess hve seinn strætó er alltaf þá er hann alltaf troðinn, sem þýðir að ég hef þurft að sitja við hliðina á of skrítnu fólki og verið ítrekað lamin í hausinn (óvart og ómeðvitað af viðkomandi) af bakpoka standandi farþega.
Búin að kaupa Vauxhall (Opel) Vectru, fæ bílinn vonandi á morgun (krossaputta).
Við Matt ákváðum að skella okkur til Rómar 18. jan, okkur hafði lengi langað að fara eitthvað bara tvö ein og fengum flug og gistingu á skid og ingenting eftir prófin. Þessi helgi var geggjuð. Lentum snemma í Róm og fórum eiginlega beint á röltið. Byrjuðum á að fara og fá okkur smá snarl í einni af fjölmörgu pizzabúllum sem eru út um allt. Fundum Colosseum og fórum auðvitað inn. Við röltum svo í kringum Colosseum, sem er ábyggilega stærsta hringtorg sem fyrir finnst. Fundum veitingastað hinum megin við götuna, sátum úti og drukkum bjór. Horfðum á umferðina fara framhjá og furðuðum okkur á því af hverju við hefðum ekki orðið vitni af neinum árekstri, skemmtum okkur stórvel að horfa á óskipulag Ítala þegar það kemur að akstri. Urðum hálftipsy eftir bjórinn, fengum okkur að borða og drukkum aðeins meira. Og svo meira að borða, maður sleppir því ekki að taka með sér pizzu heim þegar maður er í Róm ;)
Fórum á laugardeginum í Vatíkanið. Stoppuðum að sjálfsögðu við á pizzabúllu þar sem að ég fékk bestu pizzusneið í heimi, með káli, majonesi og rækju/humri. Dauðlangar að fara þangað aftur, bara fyrir þessa pizzu... mmm... Kíktum á torgið og löbbuðum svo að safninu, sem var meiriháttar. Sixtínska kapellan var auðvitað aðalmálið, er alveg jafnflott í 2. skiptið. Borðaði auðvitað meiri pizzu um kvöldið...
Vöknuðum snemma á sunnudeginum og fórum á markaðinn í Trastevere, sem var geggjaður! Fullt af flottum hlutum sem ég hefði viljað taka með heim. Röltum þar allan morguninn og keyptum ýmislegt smádót. Fórum svo á heimaleik Roma gegn Catania, sem var afar spes upplifun. Allir hálf fullir, mátti reykja alls staðar í sætunum, ef sæti má kalla, enginn sat í réttum sætum (nema ég og Matt - ekki einu sinni hlið við hlið). Ákváðum að fara í hálfleik, af því að við þurftum að taka strætó til baka og okkur langaði ekki að missa af strætó eða lenda í veseni með að komast til baka, af því að við þurftum að vakna snemma morguninn eftir. Fékk mér að sjálfsögðu pizzu um kvöldið. Þessi ferð var geggjuð og okkur langar að fara aftur þangað sem fyrst.
Ég borðaði samt ekki bara pizzur í ferðinni. Þurfti að fá mér foccacia einu sinni þegar það voru engar pizzur til. Og fékk mér 2x mcdonalds, en það var bara meira svona til að fá smá nart þegar það voru engar pizzubúllur nálægt. Sjúkt, ha? Matt var aðeins fjölbreyttari en ég, hann fékk sér allavegana lasagna, spaghetti bolognese og afar djúsí steik. Ég get ekkert gert að því að elska pizzur og þá sérstaklega ekta ítalskar. Væri alveg til í eina quattro formaggi núna...
Fórum á Chinese New Year dinner á þriðjudaginn síðasta, sem var meiriháttar. Keyptum okkur eina flösku af hvítvíni sem með fylgdu 2 happadrættismiðar. Okkur langaði í fleiri miða þannig að við enduðum á að kaupa 3 flöskur, auk þess að hafa fengið okkur nokkra bjóra þegar við komum inn. Þegar ljónadansinn var vorum við orðin ansi skrautleg, svona svipað og flestir aðrir á staðnum. Maturinn var geggjaður, en ég var eiginlega orðin södd þegar það kom að aðalréttunum (nb fleirtala). Fengum marga forrétti og ég reyndi mitt besta að fara rólega í þetta svo að ég hefði lyst á aðalréttunum. Gekk ekki alveg. Fékk mér svo Irish Coffee í eftirrétt sem toppaði kvöldið alveg.
Take That tónleikarnir í nóv voru geggjaðir, náði að snerta Mark og Gary. Draumur sem varð að veruleika. Án djóks. Á fullt af myndum og þar á meðal tvær close up af þeim tveimur. Hver segir svo að draumar geta aldrei orðið að veruleika? :)
Er örugglega að gleyma haug, man ekki meira í augnablikinu. Vonandi er þetta ekki of langt hjá mér... :) Nennti ekki að lesa þetta yfir, þannig að málfræði og málfarsvillur eru fyrirfram afsakaðar.
Until next time!
7 Comments:
At 11:42 AM, February 12, 2008, helga said…
Takk takk takk takk takk :* Æðisleg færsla!!
At 12:13 PM, February 12, 2008, rydeen said…
Haha no problem sæta, held að þú sért sú eina sem enn lesi þetta blogg ;)
At 10:20 PM, February 12, 2008, Anonymous said…
Loksins, loksins Brynja mín!! Ég er örugglega búin að kíkja á síðuna þína 100 sinnum síðan ég las síðasta blogg frá þér. ;-)
Luv ya, mamma
At 9:25 AM, February 13, 2008, rydeen said…
Æ já sorrý, þetta verður bara eitthvað svo mikið þegar það er búið að líða svona langt að maður veit ekki hvar maður á að byrja og hvað maður á að segja... :)
At 1:32 PM, February 14, 2008, Anonymous said…
Hæhæ, ég kíki nú á þig af og til, gleymi bara alltaf að kvitta. En það var gaman að lesa færsluna þína, ohhh hvað ég væri til í að fara til Rómar, en ég er nú að fara til Hollands á laugardaginn þannig það verður frábært.
Bið að heilsa skvísa
Kv. Rósa
At 7:14 PM, February 14, 2008, rydeen said…
Ohh æðislegt, hafðu það gott og skemmtu þér vel sæta :)
At 10:56 PM, March 03, 2008, Anonymous said…
ohhh.... Rom miss it... kem með þér næst elskan , langar geðveikt í góða pizzu og rölta um
luv Heiða
Post a Comment
<< Home