Lífið í Derby

Tuesday, April 22, 2008

Hlýtt og gott...

Loksins smá hiti, man bara ekki eftir því hvenær ég fór síðast út úr húsi og mig langaði að fara úr jakkanum. Labbaði niður á pósthús og veðrið er geggjað. Vona svo innilega að þetta eigi eftir að vera hlýtt og gott sumar, er búin að fá mig fullsadda af rigningu og kulda.

Langaði eiginlega ekkert inn aftur eftir að hafa labbað niður á pósthús, en ákvað að gera það nú samt, þar sem að ég þarf að undirbúa morgundaginn. Þarf að verja ritgerðina mína og er í senn bæði spennt og kvíðin. Allra síðasti Forensic tíminn var í gær og við vorum öll eiginlega hálfskrítin eftir það, ótrúlega skrítið að hugsa til þess að skólinn er að verða búin og ég er að klára gráðuna mína. Ég hélt einhvern veginn alltaf að skólinn myndi bara vara endalaust! :) Frá og með 16. júní verð ég officially ekki lengur nemandi. Einkunnirnar koma inn í lok júní og þá getum við farið að titla okkur með BSc í Forensic Science. Útskriftin verður þó ekki fyrr en í janúar, hef ekki hugmynd um af hverju, en það hefur alltaf verið svoleiðis.

Ég er sem sagt að verða fullorðin.. ;)

Búin að vera að fylgjast með vinnum, fann eina sem er í svona 40 mín akstri frá mér en síðasti dagur til að skila inn umsókn er ekki fyrr en 30. júní. Ég held samt áfram að leita og vonast til að fá vinnu við eitthvað tengt náminu sem fyrst, skíthrædd um að þurfa að fara að vinna við eitthvað sem mig langar ekki til að vinna við og festast í því til frambúðar. Held að það hræði mig mest af öllu. Er í rauninni skíthrædd við framhaldið, það er allt svo óljóst og finnst maður hanga í lausu lofti. Finn vonandi eitthvað bitastætt bráðlega :)

Until next time people!

14 Comments:

  • At 11:41 PM, April 22, 2008, Anonymous Anonymous said…

    Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Brynja mín Björk ;-) Já vonandi verður gott sumar í Castle Donington, svo mamma geti skottast í stuttbuxunum í garðinum hjá þér í fríinu sínu ;-)Gangi þér vel í BSc vörn á morgun ástin mín, veit að þú átt eftir að standa þig vel,(as always) Eftir ca 10 ár verður það kannski doktorsvörn? Hmmm.. Dr. Brynja B Baldursdóttir, hljómar vel. Luv ya

     
  • At 5:57 PM, April 23, 2008, Blogger rydeen said…

    Haha já sjáum til :) Eitthvað vesen með Bon Jovi, segir núna að það séu engin sæti til, en ég á eftir að kíkja á ebay, hef þetta ennþá bakvið eyrað ;)

     
  • At 1:27 AM, May 01, 2008, Blogger helga said…

    Áfram Brynja! þú massar þetta, ég veit það :)

     
  • At 8:21 AM, May 04, 2008, Anonymous Anonymous said…

    jaherna her...er thetta i alvoru buid? til hamingju snulla:)....sa a fyrra bloggi ad thu hefur fjarfest i somu bilategund og eg er buin ad vera ad droslast a sidustu arin:)...vona ad thinn reynist betur en minn hahha :) kiss og knuus snulla min xxx

     
  • At 11:45 AM, May 06, 2008, Anonymous Anonymous said…

    Hæ hæ - gaman að hafa fundið bloggið þitt aftur - hvaða netfang ertu með??? Langar að frétta af þér.
    Knús knús dr. Bíbí
    Særún saerunh@simnet.is

     
  • At 1:46 AM, May 11, 2008, Anonymous Anonymous said…

    Hæ sæta mín
    Hvernig gekk svo vörnin?? Sakna þín smúsan mín
    Knús og kram frá Lubbu sín

     
  • At 6:35 PM, June 11, 2008, Anonymous Anonymous said…

    Á ekkert að blogga meira??
    Ástarkveðjur, mamma ;-)

     
  • At 2:09 AM, June 16, 2008, Blogger helga said…

    Blogg blogg?? Ekki hætta að blogga skvísa :)

     
  • At 8:41 AM, June 16, 2008, Blogger rydeen said…

    Þetta er aaaalveg að koma ;)

     
  • At 12:09 AM, June 27, 2008, Anonymous Anonymous said…

    Hæ verðandi Dr.Brynja, aftur.
    Kíki alltaf reglulega á þig en kvitta svo sjaldan.
    Það er alveg magnað að lesa um námið þitt og ég dáist nú bara að því hvað þetta er merkilega frábært hjá þér. Mættir kannski blogga oftar en þú stendur þig samt vel í því ;)
    Bestu kveðjur, Ingunn og co, Hvammst.

     
  • At 4:49 PM, October 19, 2008, Anonymous Anonymous said…

    Blooooohohoooooggggg!!! ;-)
    Mamma

     
  • At 6:54 PM, October 19, 2008, Anonymous Anonymous said…

    Vá hvað ég er sammála mömmu þinni! Blogg blogg takk takk ;)

     
  • At 6:39 PM, October 22, 2008, Blogger rydeen said…

    Ha? Er virkilega einhver ennþá þarna úti sem kíkir á bloggið mitt? Ok, skal blogga fyrir ykkur tvær - verður vonandi komið um helgina :)

     
  • At 6:42 PM, November 11, 2008, Blogger helga said…

    Þegar þú segir "helgina" hvaða helgi áttu þá við? hehehe... Knús, H x

     

Post a Comment

<< Home