Lífið í Derby

Tuesday, March 28, 2006

Vorið er komið!

Loksins... búin að bíða eftir vorinu í langan tíma, en núna er það að öllum líkindum komið. Hitinn er farinn að slá í 13 gráður á daginn, verst bara að það er búið að vera rok eða rigning (eða blanda af báðu) síðan það fór að hlýna. Páskaliljurnar eru farnar að spretta alls staðar upp og ég sá maríubjöllu í skólanum síðasta mánudag. Klukkan var færð fram um einn tíma um helgina þannig að núna er bjart til svona hálfátta á kvöldin.

Við fljúgum heim eftir viku. Ætlum líklegast að gista hjá Julie (frænka hans Ingó sem býr í Bracknell, sem er ekki svo langt frá London) og fjölskyldu í annað hvort eina eða tvær nætur áður en við fljúgum heim. Ætluðum fyrir löngu síðan að vera búin að heimsækja þau, en tíminn hefur liðið furðulega hratt (er t.d. engan veginn að ná því að mars sé að verða búinn og apríl nálgast óðfluga). Listinn yfir það sem ég ætla að borða þegar ég kem heim lengist stöðugt, og ég efast um að ég hafi tíma (né efni) á að borða þetta allt! :)

Ingó fór til Liverpool á laugardaginn, til að horfa á Liverpool spila á móti Everton á Anfield. Hann er ennþá í skýjunum. Hann spjallaði við íslendinga sem voru þarna á staðnum sem sögðu honum að það væri erfitt að finna stað í bænum sem seldi bjórinn lengur á 500 kall.. vill einhver hughreysta okkur og segja okkur að þetta sé ekki orðið svo slæmt?

Á morgun fer ég í introduction to crime scene scenario. Miðvikudaginn eftir að við komum heim úr páskafríinu förum við á gervi crime scene, þar sem að við þurfum að safna öllum sönnunargögnum og vinna svo úr þeim síðustu tvær vikurnar, og ég hlakka ekkert smá til! Tek kannski CSI kit-ið með mér sem Erla og Elvar gáfu mér í kveðjupartýinu, ég slæ örugglega í gegn! Annars er brjálað að gera hjá okkur núna þessa síðustu viku fyrir páskafrí. Ætlum svo að taka síðasta djammið í Derby í bili á föstudaginn, þegar The Arms, barinn upp í skóla, lokar endanlega þar sem hann er núna, og verður svo opnaður á nýja staðnum vonandi eftir páska. Á föstudaginn verður heljarinnar dæmi þar og er yfirskrifin kvöldsins "Drink the bar dry".. við Ingó munum að sjálfsögðu ekki láta okkur vanta :)

Jæja, er busy! Later...

Saturday, March 18, 2006

St. Patricks Day

(fattaði það að það er mánuður síðan ég bloggaði síðast, rosalega líður tíminn óþolandi hratt!)

St. Patricks Day var í gær, og við fórum á írska pöbbinn í bænum (Ryan's - held að flestir sem komið hafa í heimsókn til okkar hafi farið þangað). Það var ótrúleg stemning á staðnum, og mikið drukkið af Guinness. Alltaf þegar keyptur var drykkur fékk fólk miða í happdrætti og við unnum 2 stóra Guinness hatta, einn uppblásinn pint af Guinness og Guinness fána. Hattinum hans Ingós var reyndar stolið seinna um kvöldið, en það er allt í lagi, við eigum ennþá einn :)

Við erum búin að fá haug af fólki í heimsókn síðustu vikur, Guffa kom í byrjun mánaðarins, sama dag og hún fór heim komu Chris og Julia, systir hans, og nokkrum dögum eftir að þau fóru komu Lára og Dóri. Hillary vinkona frá USA kom daginn eftir Láru og Dóra en gisti upp á Lonsdale. Næsta plan er að við komum heim um páskana - e. 17 daga, mikið hlakka ég til.. verst bara hvað það er brjálað að gera hjá mér þangað til og ég þarf líka að læra haug í páskafríinu.. best að nýta tímann vel :/

Jeminn, ég veit ekki hvað ég á að segja meira.. ég man afspyrnu lítið svona aftur í tímann.. ætla að henda inn nýjum myndum á eftir..