Lífið í Derby

Monday, September 17, 2007

Letidagar

Hætt í vinnunni og er hálf lost eitthvað í dag. Kann ekki lengur að hanga og gera ekki neitt. Síðasta vikan í vinnunni fór nú ekki alveg jafn hratt hjá og ég bjóst við, náði mér í gubbupest og komst ekki í vinnuna á þriðjudeginum, lá í staðinn heima í móki (sem er ástæðan að ég óskaði Stebba og Guðrúnu Pálínu ekki til hamingju með afmælin, og skammast mín fyrir það.. óska ykkur hér með til hamingju og biðst afsökunar..). Fór í vinnuna á miðvikudeginum en fór á heim á hádegi, þar sem að ég hafði enga orku og var hálf út úr kú með allt eitthvað. Hef ekki fengið svona pest síðan ég var krakki og vona bara að ég fái hana aldrei aftur... ojj...

Fórum öll í heimsókn til ömmu hans Matt í gær. Hún býr í bæ sem heitir Devizes og er í Wiltshire, og það tekur 3 tíma að keyra þangað. Sá fullt af yfirkeyrðum hræum á leiðinni og vonaðist til að ég myndi ekki lenda í því að þurfa að keyra yfir eitthvað grey dýr. Keyrði næstum því yfir fashana, hann rétt náði að fljúga upp og skall aðeins á þakið á bílnum með stélið. Leið ekki vel eftir á en þakkaði fyrir að þurfa ekki að keyra yfir hann. Heimska dýr.

Ég og Matt skelltum okkur í bíó á laugardagskvöldið, eitthvað sem ég nenni aldrei að gera. Fórum á 1408, og urðum eiginlega fyrir vonbrigðum. Hún byrjaði mjög vel og öll vitleysan í byrjun í herberginu var bara mjög góð, en svo fór þetta að vera aðeins of mikið rugl. Besta var nú samt að sjá að Halloween, ein af mínum uppáhaldsmyndum, er að fara að koma í bíó endurgerð og trailerinn var mjög spennandi. Rob Zombie gerir hana samt svo ég er ekki alveg viss hvort ég leggi í hana, er hálf hrædd við myndir eftir hann og hef ekki ennþá lagt í hinar myndirnar hans - held ég haldi mig bara við tónlistina hans.

Fótboltatíðin hefur ekki farið vel með Derby, byrjuðum vel og spiluðum mjög vel en höfum einungis fengið 1 stig og erum á botninum. Er að fara í kvöld á leikinn á móti Newcastle og efast stórlega um að við fáum eitthvað stig þar. Fórum til London á Tottenham leikinn og það var sárt að sitja þar og horfa á Derby tapa 4-0, sérstaklega þar sem að fyrstu 3 mörkin komu á fyrstu 14 mínútunum. Það hefur verið gert svolítið grín af mér í vinnunni útaf lélegu gengi Derby, þannig að það var ljúft að mæta í vinnuna eftir að Ísland vann N-Írland aftur - smá sárabót að allavegana eitt af mínum liðum sé að vinna eitthvað! *dæs*

Ég hef skánað mikið af kóngulóafóbíunni minni, þær eru allstaðar hérna og ég er bara orðin hálf vön þeim. Er þó ekki full læknuð. Hálfdrap sjálfa mig á leiðinni heim úr vinnunni einn daginn þegar þar var lítil, appelsínugul kónguló að skríða á mér. Mér tókst að slá hana af mér en svo var hún bara komin aftur. Ég hélt ég myndi sturlast. Svo í vikunni var ein risa risa RISA stór í baðinu. Bað Matt um að ná í tannburstann fyrir mig, ætlaði sko ekki að vera þarna inni meðan hún væri þar. Skildi Matt eftir með henni svo hann gæti hent henni út. Hann er samt ekki alveg hræðslulaus þegar það kemur að þeim. Það voru víst tvær í baðinu, annarri þeirra náði hann úr án vandamála. Hlussan, aftur á móti, var annað mál. Hann byrjaði á að reyna að setja glas yfir hana og ætlaði að reyna að ná henni þannig. Stórt bjórglas var ekki nægilega stórt fyrir helvítið, þar sem að hún var svona hrikalega lappalöng. Matt ákvað því að reyna að drekkja henni, með því að láta sturtuhausinn ausa á hana vatni. Hann skildi hana eftir í niðurfallinu með vatnið rennandi í lengri tíma, þangað til að hún var dauð - eða svo hélt hann. Hún var auðvitað of stór til að fara í niðurfallið, þannig að hann skellti haug af klósettpappír yfir hana. Byggði svo upp nógu mikið þor í að taka hana upp. Baðið er við hliðina á klósettinu þannig að þessi stutta hreyfing, frá baðinu yfir í klósettið, ætti að vera minnsta mál.

Nema..

Helvítið vaknar, og stekkur upp. Matt, hetjan mín, varð (skiljanlega) skíthræddur og hljóp út af baðherberginu og rakst á leiðinni í ljósakrónuna á ganginum sem er með smá dinglumdangl hangandi niður. Matt var þess vegna full viss um að kvikindið væri á höfðinu á honum. Kóngulóin var eftir allt þetta hálf veikluleg, og Matt náði að grípa hana snökkt og henda henni út um gluggan, þar sem að hún lenti á stól þar sem að hún kom sér vel fyrir í sólinni - hún var það stór að það var mjög greinilegt að sjá. *hrollur*

Skráning í skólann er á föstudaginn þannig að ég þarf ekki að hangsa mikið lengur og láta mér leiðast.

Hafið það gott - þangað til næst.

19 Comments:

  • At 10:53 AM, September 20, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Vá, ég hló nú bara upphátt yfir þessari færslu :) Takk fyrir kveðjuna :)

     
  • At 3:43 PM, September 21, 2007, Blogger helga said…

    :) kvitti kvitt...

     
  • At 6:23 PM, September 21, 2007, Blogger rydeen said…

    Vonandi hafðirðu það gott á afmælisdaginn skvís :)

    Heyrðu Helga mín, bara útrunnið invitation á bloggið þitt, einhver möguleiki á nýju?? ;)

     
  • At 10:16 PM, September 21, 2007, Blogger Lena said…

    hahaha! Frábær saga :)

     
  • At 12:20 AM, September 22, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Hahaha. Ég sá þetta alveg fyrir mér þarna með bahhh bahhhh íjú stóru hlussuna... öjjj barasta. En hló mig máttlausa engu að síður, en ótrúlegt en satt... langaði mig ekki til að vera þarna.. ég hlít þá að vera komin með vinninginn í köngulóafóbíunni! BARA vibbaógó dýr!!
    Skemmtu þér í skólanum! kossar og knús. Barbara Ósk (sem er ekki kona einsömul.. if u know what I mean.....;O))

     
  • At 11:33 AM, September 23, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Það er nú ekki oft sem maður hlær upphátt við að lesa tölvupóst, en nú fékk ég gott hláturkast !! Sé Matt fyrir mér hlaupa fram og halda að ógeðið sé á hausnum á honum! Ótrúlega fyndið!! Annars er ég mjög fegin að hafa ekki mætt þessari einhvern morguninn á baðinu ;-) Oj Oj....
    Ástarkveðjur til allra á 12 Cedar Road, Mamma

     
  • At 12:55 PM, September 24, 2007, Blogger Unknown said…

    hehehe........ se Matt alveg fyrir mér :)
    en já Derby er ekki alveg búin að vera í toppformi en koma tímar koma ráð :)
    luv u beib

     
  • At 8:57 PM, September 24, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Jesús Brynja mín, þetta er hræðilegasta kóngulóar saga sem ég hef heyrt. En samt sem áður mjög vel sögð hjá þér þannig að ég hló dátt á þessum myglaða mánudegi. Hehe. Hafðu það gott elskan mín kiss kiss

     
  • At 9:43 AM, September 25, 2007, Blogger rydeen said…

    Takk Lena :)

    Til hamingju Barbara mín! Jeminn, þú ert ekkert smá dugleg, dáist að þér :)

    Já mamma, ég hugsaði einmitt til þín þegar ég fann kvikindið, en hún jafnaðist þó ekki við þá grænu, loðnu í Portúgal.. :/

    Heiða - West Ham leikur 9. nóv? Þið verðið að koma, bara snilld og svo Bonfire partý um kvöldið :)

    Rutla - þoli ekki myglaða mánudaga, gott að ég gat skemmt þér aðeins :)

     
  • At 4:09 PM, September 27, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Brynja back on the block, eða blogg!

    Gaman að sjá líf hérna aftur :)

    KT

     
  • At 9:04 AM, September 28, 2007, Blogger rydeen said…

    Hehe takk Kristinn, er að reyna að taka þig mér til fyrirmyndar ;)

     
  • At 11:43 PM, September 30, 2007, Anonymous Anonymous said…

    BWaahahahhahaa snilld - köngulær eru ekkert hrikalegar, en ég held að svona stór fengi hárin á mér til að rísa... svei mér þá.. :)

    Gangi þér vel í skúlen.
    Kv Helga Dröfn og Lalli

     
  • At 7:35 PM, October 04, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Hæ skvís, snilldarsaga um kóngulærnar. Fékk alveg creeps af því að lesa um miss longlegs í baðinu ykkar en tilburðirnir hans matt fengu mig bara til að hlæja hahahahaha..... Vika í pullusumó og ef þú verður ekki á svæðinu þá máttu eiga vona á massa góðum straumum og kanski einhverjum símhringingum á ósiðlegum tímum hehe. Kv. SM

     
  • At 9:03 AM, October 09, 2007, Blogger rydeen said…

    Haha eg byst sko ekki vid odru! :)

    Bidst forlats a bloggleysi, netid er buid ad liggja nidri i viku og eg var ad verda gedveik! Blogga fljott :)

     
  • At 12:25 PM, October 14, 2007, Blogger helga said…

    Við viljum blogg!! :P

     
  • At 10:31 AM, October 28, 2007, Blogger helga said…

    Við heimtum blogg!!!

     
  • At 8:08 PM, October 28, 2007, Blogger rydeen said…

    Haha ae sorry Helga min, lofa bloggi fljotlega :)

     
  • At 3:32 PM, October 31, 2007, Blogger Unknown said…

    rakst á síðuna þína óvart.... ég og kærastinn minn erum líka í Derby.. hann var að byrja í háskólanum nuna í haust...

     
  • At 7:19 PM, November 06, 2007, Blogger rydeen said…

    Hæ Harpa, hvað er kærastinn þinn að læra? Kynntist íslenskri stelpu í skólanum í gegnum vinkonu mína og er búin að frétta af strák sem er að læra leiklist sem er nýbyrjaður, fullt af íslendinum í derby núna :)

    Ef þú vilt spjalla betur geturðu sent mér email á brynjabb@simnet.is :)

     

Post a Comment

<< Home