Upphafið
Eyddi fyrstu blogginu og ákvað að byrja aftur... þarf alltaf að vera að fikta sjáið til...
Er í smápásu frá prófalestri - ákvað að skella blogginu inn núna.
Við Ingó erum víst búin að búa hérna úti í rúman mánuð, mamma kom með okkur út og var hjá okkur í eina viku, sem betur fer, höfðum örugglega ekki náð jafnmiklu í verk ef að hún hefði ekki komið með okkur. Fengum íbúðina tveimur dögum eftir að við komum út, gistum til að byrja með á krúttlega bed & breakfast-inu sem við höfðum gist á þegar við komum hingað í byrjun ágúst til að finna íbúð. Mæli sterklega með þessu gistiheimili, mjög kósý, öll herbergin eru með en-suite baðherbergi, ekkert herbergi með eins þema og morgunmaturinn góður.. auk þess sem gistiheimilið er mjög stutt frá okkur og miðbænum. Þau gáfu okkur Ingó kampavín þegar við fórum þaðan í seinna skiptið, til að óska okkur góðs gengis í Derby.. unbelievable :)
Um leið og við fengum íbúðina fórum við 3 í Argos og versluðum fyrir ca. 150.000 kall, og það var ekkert lítið sem við versluðum; sjónvarp, dvd-spilara, vídeo, 2 sófa, borðstofuborð, matvinnsluvél (með tugum aukahluta!), pakka með matarstelli, glösum, bollum, hnífapörum, ýmsum nauðsynlegum eldhúsáhöldum, pottum og pönnum fyrir um 30 pund, ketil, brauðrist og samlokurist, sængur, kodda, vindsængur og örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma.. höfum síðan farið reglulega að versla í Argos, fórum þangað að ég held á hverjum degi þegar mamma var hérna hehehe.. erum búin að koma okkur þokkalega vel fyrir, vantar bara bókahillur núna, þær eru aldrei til í Argos.. og nei við ætlum ekki að fara neitt annað, langbest að versla þarna :)
Ég byrjaði óformlega í skólanum 13. september, þegar það var sérstök vika fyrir útlenska nemendur við skólann. Það var ótrúlega gaman og maður kynntist haug af fólki. Vikuna eftir það var Induction week, kynningarvika fyrir námið.. ég missti þó af fyrstu 2 dögunum eftir að hafa fengið rangar upplýsingar upp í skóla, eða öllu heldur engar upplýsingar því enginn vissi neitt.. fór upp í skóla á örðum degi þegar ég vissi að það var eitthvað prógramm í gangi, hitti þar strákinn sem sér um forensic science námið, og annan kennara og þeir voru ótrúlega líbó á þessu, gerðu smá grín að mér fyrir að missa af þessu og að því að ég væri frá Íslandi en það var allt í góðu.. strákurinn sem sér um deildina á meira að segja ættingja á Íslandi, þannig að það er nú ekki slæmt :) Versta við það að missa af fyrstu 2 dögunum með samnemendum er sá að ég þekki engan með mér í tímum, kannast við 2 þarna.. en það verður partý 20. okt þannig að ég hlýt að kynnast einhverjum þá.. vonandi verð ég búin að kynnast einhverjum fyrir það.
Skólinn byrjaði formlega 26. sept og vegna mikillar umferðar tafðist helvítis strætóinn þannig að ég var mætt hálftíma of seint, auk þeirra tveggja fyrrgreindu, og þar sem það var búið að brýna fyrir okkur að vera ekki að trufla aðra með því að mæta of seint í tíma þorðum við ekki inn.. verst að hann setti fyrir próf :/ held að það sé þó bara til að sjá hvar við stöndum, held að þetta próf komi ekki inn í lokaeinkuninna, ef svo er þá getur það ekki gilt mikið, þar sem að við eigum að gera 3 verkefni yfir önnina sem gilda samtals 100%. Þetta kemur í ljós.
Ingó er kominn með vinnu hjá DHL, sem þjónustufulltrúi. Hann er búinn að vera á námskeiði núna síðustu viku og verður næstu viku líka. Hann er að vinna á East Midlands Airport sem er rétt fyrir utan Derby, var svo heppinn að strákur sem er með honum á námskeiðinu býr rétt hjá okkur þannig að hann fær far með honum í vinnuna. Verð samt að fara að komast undir stýri, er að verða geðveik á því að þurfa að stóla á strætóana (já þið lásuð rétt, ég tek strætó!), auk þess að þurfa að standa úti í kulda að bíða eftir þeim. Mig langar í bíl...
Ég er búin að kynnast fullt af fólki úr skólanum, aðallega útlendingum þó (og ekki fólki með mér í tímum).. á tvær mjög góðar vinkonur hérna, Tinu frá Portúgal og Marketu frá Tékklandi, þær eiga líklegast eftir að vera mikið í blogginu hérna hjá mér.. við Tina og Ingó erum búin að vera svolítið dugleg við að kíkja út á lífið (Marketa stingur alltaf af til kærastans í London um helgar og missir alltaf af fjörinu), heill haugur af stórum klúbbum hérna.. fórum t.d. á stað sem heitir Zanzibar á síðasta föstudag, hann er á 3 hæðum; á 1. hæð eru nostalgíulögin, á 2. hæð er rokkið og á 3. hæðinni er alvöru Ibiza klúbbastemning.. vissi ekki hvert ég ætlaði - við erum að tala um laser, skuggamynd af konu dansa sýnd á skjávarpa, gógódansarar í litlum fötum og labbandi á höndum, og maður með slípara að sverfa stein og því fylgdi náttúrulega ljósaglæringar.. við vorum fljót að stinga af niður. Svo er ekki verra að það sé pöbb í skólanum mínum.. náðuð þið þessu.. og já hann er opinn á daginn.. hef þó ekki enn farið þangað að degi til, finnst þetta samt alveg stórmerkilegt :)
Hef svo tekið eftir því hvað maður er orðin breskur í hugsun, fór á rokktónleika á stað sem heitir First Floor á föstudagskvöldið (loksins, felt like home) áður en við fórum á Zanzibar, og bjórinn þar kostaði 2.20 pund.. fannst það hræðilega dýrt.. kvíði bara fyrir að koma heim og þurfa að kaupa bjórinn á 600 kall :)
Jæja, þarf að fara að snúa mér að lærdóminum aftur, EastEnders omnibusinn byrjar eftir klukkutíma og ég verð að ná að læra eitthvað áður en þeir byrja. Búin að opna myndaalbúm á netinu, tvö albúm komin þar inn, annars vegar af íbúðinni og hins vegar af kvöldverðinum í Pride Park í útlendingavikunni. Fyrst ég er loksins búin að blogga þá verður bloggað ört.. bara svo erfitt að byrja og ég er örugglega að gleyma helling af hlutum sem mig langaði að segja.. það kemur þá bara seinna :)
Er í smápásu frá prófalestri - ákvað að skella blogginu inn núna.
Við Ingó erum víst búin að búa hérna úti í rúman mánuð, mamma kom með okkur út og var hjá okkur í eina viku, sem betur fer, höfðum örugglega ekki náð jafnmiklu í verk ef að hún hefði ekki komið með okkur. Fengum íbúðina tveimur dögum eftir að við komum út, gistum til að byrja með á krúttlega bed & breakfast-inu sem við höfðum gist á þegar við komum hingað í byrjun ágúst til að finna íbúð. Mæli sterklega með þessu gistiheimili, mjög kósý, öll herbergin eru með en-suite baðherbergi, ekkert herbergi með eins þema og morgunmaturinn góður.. auk þess sem gistiheimilið er mjög stutt frá okkur og miðbænum. Þau gáfu okkur Ingó kampavín þegar við fórum þaðan í seinna skiptið, til að óska okkur góðs gengis í Derby.. unbelievable :)
Um leið og við fengum íbúðina fórum við 3 í Argos og versluðum fyrir ca. 150.000 kall, og það var ekkert lítið sem við versluðum; sjónvarp, dvd-spilara, vídeo, 2 sófa, borðstofuborð, matvinnsluvél (með tugum aukahluta!), pakka með matarstelli, glösum, bollum, hnífapörum, ýmsum nauðsynlegum eldhúsáhöldum, pottum og pönnum fyrir um 30 pund, ketil, brauðrist og samlokurist, sængur, kodda, vindsængur og örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma.. höfum síðan farið reglulega að versla í Argos, fórum þangað að ég held á hverjum degi þegar mamma var hérna hehehe.. erum búin að koma okkur þokkalega vel fyrir, vantar bara bókahillur núna, þær eru aldrei til í Argos.. og nei við ætlum ekki að fara neitt annað, langbest að versla þarna :)
Ég byrjaði óformlega í skólanum 13. september, þegar það var sérstök vika fyrir útlenska nemendur við skólann. Það var ótrúlega gaman og maður kynntist haug af fólki. Vikuna eftir það var Induction week, kynningarvika fyrir námið.. ég missti þó af fyrstu 2 dögunum eftir að hafa fengið rangar upplýsingar upp í skóla, eða öllu heldur engar upplýsingar því enginn vissi neitt.. fór upp í skóla á örðum degi þegar ég vissi að það var eitthvað prógramm í gangi, hitti þar strákinn sem sér um forensic science námið, og annan kennara og þeir voru ótrúlega líbó á þessu, gerðu smá grín að mér fyrir að missa af þessu og að því að ég væri frá Íslandi en það var allt í góðu.. strákurinn sem sér um deildina á meira að segja ættingja á Íslandi, þannig að það er nú ekki slæmt :) Versta við það að missa af fyrstu 2 dögunum með samnemendum er sá að ég þekki engan með mér í tímum, kannast við 2 þarna.. en það verður partý 20. okt þannig að ég hlýt að kynnast einhverjum þá.. vonandi verð ég búin að kynnast einhverjum fyrir það.
Skólinn byrjaði formlega 26. sept og vegna mikillar umferðar tafðist helvítis strætóinn þannig að ég var mætt hálftíma of seint, auk þeirra tveggja fyrrgreindu, og þar sem það var búið að brýna fyrir okkur að vera ekki að trufla aðra með því að mæta of seint í tíma þorðum við ekki inn.. verst að hann setti fyrir próf :/ held að það sé þó bara til að sjá hvar við stöndum, held að þetta próf komi ekki inn í lokaeinkuninna, ef svo er þá getur það ekki gilt mikið, þar sem að við eigum að gera 3 verkefni yfir önnina sem gilda samtals 100%. Þetta kemur í ljós.
Ingó er kominn með vinnu hjá DHL, sem þjónustufulltrúi. Hann er búinn að vera á námskeiði núna síðustu viku og verður næstu viku líka. Hann er að vinna á East Midlands Airport sem er rétt fyrir utan Derby, var svo heppinn að strákur sem er með honum á námskeiðinu býr rétt hjá okkur þannig að hann fær far með honum í vinnuna. Verð samt að fara að komast undir stýri, er að verða geðveik á því að þurfa að stóla á strætóana (já þið lásuð rétt, ég tek strætó!), auk þess að þurfa að standa úti í kulda að bíða eftir þeim. Mig langar í bíl...
Ég er búin að kynnast fullt af fólki úr skólanum, aðallega útlendingum þó (og ekki fólki með mér í tímum).. á tvær mjög góðar vinkonur hérna, Tinu frá Portúgal og Marketu frá Tékklandi, þær eiga líklegast eftir að vera mikið í blogginu hérna hjá mér.. við Tina og Ingó erum búin að vera svolítið dugleg við að kíkja út á lífið (Marketa stingur alltaf af til kærastans í London um helgar og missir alltaf af fjörinu), heill haugur af stórum klúbbum hérna.. fórum t.d. á stað sem heitir Zanzibar á síðasta föstudag, hann er á 3 hæðum; á 1. hæð eru nostalgíulögin, á 2. hæð er rokkið og á 3. hæðinni er alvöru Ibiza klúbbastemning.. vissi ekki hvert ég ætlaði - við erum að tala um laser, skuggamynd af konu dansa sýnd á skjávarpa, gógódansarar í litlum fötum og labbandi á höndum, og maður með slípara að sverfa stein og því fylgdi náttúrulega ljósaglæringar.. við vorum fljót að stinga af niður. Svo er ekki verra að það sé pöbb í skólanum mínum.. náðuð þið þessu.. og já hann er opinn á daginn.. hef þó ekki enn farið þangað að degi til, finnst þetta samt alveg stórmerkilegt :)
Hef svo tekið eftir því hvað maður er orðin breskur í hugsun, fór á rokktónleika á stað sem heitir First Floor á föstudagskvöldið (loksins, felt like home) áður en við fórum á Zanzibar, og bjórinn þar kostaði 2.20 pund.. fannst það hræðilega dýrt.. kvíði bara fyrir að koma heim og þurfa að kaupa bjórinn á 600 kall :)
Jæja, þarf að fara að snúa mér að lærdóminum aftur, EastEnders omnibusinn byrjar eftir klukkutíma og ég verð að ná að læra eitthvað áður en þeir byrja. Búin að opna myndaalbúm á netinu, tvö albúm komin þar inn, annars vegar af íbúðinni og hins vegar af kvöldverðinum í Pride Park í útlendingavikunni. Fyrst ég er loksins búin að blogga þá verður bloggað ört.. bara svo erfitt að byrja og ég er örugglega að gleyma helling af hlutum sem mig langaði að segja.. það kemur þá bara seinna :)
5 Comments:
At 2:46 PM, October 02, 2005, Anonymous said…
kúhúúúúl!!
At 6:21 PM, October 02, 2005, kErla said…
sammála seinasta ræðumanni-> kúúúúúúl!
At 8:46 PM, October 02, 2005, Anonymous said…
Gaman að "heyra" í þér og flott íbúðin ykkar. Á eftir að vera tíður gestur hérna. Hafið það rosa gott.
K.k. Kolla bolla;-)
At 9:32 PM, October 02, 2005, Anonymous said…
Fancy a cup of tea and a biscuit, daarling ?
At 1:11 PM, October 05, 2005, Anonymous said…
Til hamingju með fínu íbúðina og fína bloggið. Vonandi fara bókahillurnar að koma í Argos ;)
Post a Comment
<< Home