Lífið í Derby

Saturday, October 22, 2005

Afsakið bloggleysi..

Ég held að ég hafi bara aldrei átt jafn slæman morgun og í gær.. mér fannst bara eins og það væri best að ég yrði bara heima þennan dag. Druslaðist þó af stað, og sé ekki eftir því, um leið og hindanirnar voru yfirstignar þá varð dagurinn ljúfur. Ingó tók óvart með sér báðar lyklakippurnar í vinnuna, og ég fatta það þegar það er u.þ.b. korter þangað til strætó kemur. Ingó var þá rétt ókominn í vinnuna, sem að í um 20 mín fjarlægð frá okkur. Það fer allt í panik, Ingó hringir í leigubíl til að skutla lyklunum til mín. Bíllinn er pantaður um tíu mín. fyrir 10, en eitthvað var hann lengi á leiðinni, þar sem að hann kom ekki til Ingós fyrr en um 40 mín seinna. Ég fer út í búð til að fá pening svo ég geti borgað leigubílnum og bíð fyrir utan að tapa mér í stressinu. Bíllinn kom svo loks um 5 mínútur yfir 11, ég hleyp upp og læsi og tek svo bílinn áfram upp í skóla.. mér tókst að vera komin í tíma 15 mín of seint, og hélt jafnvel að mér yrði ekki hleypt inn, en ég setti bara upp saklausa/humble svipinn og spurði hvort ég mætti koma inn. Kennarinn var ótrúlega rólegur yfir þessu, eins og flestir kennararnir hérna eru, vilja allt fyrir mann gera – en láta mann þó ekki komast upp með neitt kjaftæði. Fékk ritgerðina mína til baka, fengum ekki einkunn en commentið sem ég fékk var ‘generally very good indeed, but tend to become too historical towards the end’. Mjög sátt.

Fór út á lífið kvöldið áður með deildinni minni og afbrotafræðinemendum. Var þó varla að nenna að fara það sem að við höfðum kíkt út á miðvikudagskvöldinu líka. Ég mætti í teitið einum og hálfum tíma of seint, og þakka eiginlega bara fyrir það, þar sem að þetta var frekar slappt teiti til að byrja með. Strákurinn sem sér um deildina okkar (segi strákurinn þar sem að hann er 2 árum eldri en ég) benti mér á hvar allir úr mínum árgangi voru, en þar sem ég þekkti engan þar langaði mig bara til að sitja með bjórinn minn í smástund. Hann vildi ekki hafa það og þegar að þarna kom stelpa á 2. ári kynnti hann okkur og hún bauð mér svo að sitja með þeim. Ég er núna mjög fegin að hafa gert það því að við náðum ágætlega saman og hún bauð mér að vera samferða þeim á ráðstefnu sem verður haldin í desember, og ég ætla bókað mál að fara.

Fólk spyr mig oft hvort ég sakni ekki Íslands. Auðvitað sakna ég þess, sakna fjölskyldunar og vinanna ótrúlega mikið, en ég reyni bara að hugsa um það sem minnst, ég get ekkert gert í því og kemst ekki heim fyrr en um páskana. Er farin að fara á síður með myndum af Íslandi og skoða.. svo horfi ég nú líka á íslenska bachelorinn og popppunkt á netinu og sé því allar auglýsingar líka, sem er bara skemmtilegt. Vill einhver segja mér frá Ástarfleyginu? Er það svipað og Love Cruise þátturinn sem var einhvern tímann sýndur á skjá einum? Ég er alveg lost, vildi að ég gæti séð það líka á netinu, en það er víst ekki hægt. Væri líka til í að fá upplýsingar um Idolið heima, ég horfi í staðinn á X-factor og það verður mjög spennandi þáttur í kvöld.

Aðeins meira um sjónvarp, BBC ætlar ekki að sýna Eurovision afmæliskeppnina, mér finnst það ömurlegt. Langar bara helst að hringja í Terry Wogan vin minn og spyrja hann hvað gangi eiginlega á. Mjög svekkt yfir þessu, finnst þetta hneyksli. Eitt í viðbót, Footballers wives byrjar ekki hjá okkur fyrr en eftir áramót, samt byrjar hann hjá ykkur í næstu viku.. ömurlegt.

Ef ykkur leiðist, kíkið á þessa síðu – www.bitterwaitress.com – fullt af skemmtilegum sögum frá pirruðu þjónustufólki, bæði af almúganum og stjörnunum :)

Í framhaldi af síðustu færslu, þá verður að öllum líkindum fjárfest í bíl í næsta mánuði, mikið hlakka ég til.

6 Comments:

Post a Comment

<< Home