Krufning!
Jæja, þetta var nú aldeilis skemmtilegur morgun. Í dag var ég viðstödd mína fyrstu krufningu.
Þurfti að vera mætt á spítalann í Derby kl. 8 í morgun. Við vorum komin inn í líkhús kl. 8.15 þar sem við fengum að bíða í stofu, sem er greinilega ætluð fyrir ættingja sem þurfa að bera kennsl á lík. Við þurftum að bíða þar í ca. 20 mínútur sem gerði okkur öll frekar stressuð og það eina sem við öll hugsuðum var að reyna að gubba ekki eða falla í yfirlið.
Svo kom að því að við vorum sótt, og þurftum að bíða á ganginum þar sem að allir líkkælarnir eru. Konan sem sá um okkar krufningu kom og sagði að við þyrftum að flýta þessu smá þar sem að hún væri að fara á fund. Sagði svo að það væru 3 aðrar krufningar í gangi en bað okkur að reyna að einbeita okkur að hennar. Sem sagt 4 lík. Bjóst bara við einu. Ekki fjórum. *panik*
Við fórum svo inn um aðra hurð en hún, upp á smá pall sem lá jafnhliða krufningarbekkjunum. Fór næstsíðust inn af því að ég var skíthrædd. Sá glitta í eitt líkið, fékk smá svona "ómæ" tilfinningu en sekúndu seinna var þetta bara allt í lagi. Þetta voru eins og brúður, ekkert líkt okkur í raun, sem gerði þetta bara mjög auðvelt. Eitt líkið hafði þegar verið krufið, eitt ennþá óskorið og það þriðja í vinnslu. Að sjá það þriðja í vinnslu lét mig og flesta slaka á.
Krufningin var fljótgerð og mjög svo áhugaverð (ætla ekki að fara út í details, nema þess sé óskað). Meira að segja það áhugaverð að ég væri alveg til í að vinna við krufningar. Við fengum að vísu einungis að sjá klínískar krufningar, þar sem að réttarkrufningar eru framkvæmdar af réttarlæknum með aðstoð þeirra sem sjá um klínísku krufningarnar, þannig að ég gæti - ef að staða losnar - unnið í 4 ár sem nemi, tekið 2 próf á þessu tímabili og eftir það orðið fullhæfur uuu.. krufninatæknir? krufninga.. nei, kryfjari (fínt orð). Hefði aldrei dottið til hugar að ég myndi fíla þetta. Annar hópur fer í fyrramálið og 2 í næstu viku. Langar þvílíkt að fara í 2., 3. og 4. skiptið.
Æ ég er svo morbid eitthvað :/
Until next time :)
Þurfti að vera mætt á spítalann í Derby kl. 8 í morgun. Við vorum komin inn í líkhús kl. 8.15 þar sem við fengum að bíða í stofu, sem er greinilega ætluð fyrir ættingja sem þurfa að bera kennsl á lík. Við þurftum að bíða þar í ca. 20 mínútur sem gerði okkur öll frekar stressuð og það eina sem við öll hugsuðum var að reyna að gubba ekki eða falla í yfirlið.
Svo kom að því að við vorum sótt, og þurftum að bíða á ganginum þar sem að allir líkkælarnir eru. Konan sem sá um okkar krufningu kom og sagði að við þyrftum að flýta þessu smá þar sem að hún væri að fara á fund. Sagði svo að það væru 3 aðrar krufningar í gangi en bað okkur að reyna að einbeita okkur að hennar. Sem sagt 4 lík. Bjóst bara við einu. Ekki fjórum. *panik*
Við fórum svo inn um aðra hurð en hún, upp á smá pall sem lá jafnhliða krufningarbekkjunum. Fór næstsíðust inn af því að ég var skíthrædd. Sá glitta í eitt líkið, fékk smá svona "ómæ" tilfinningu en sekúndu seinna var þetta bara allt í lagi. Þetta voru eins og brúður, ekkert líkt okkur í raun, sem gerði þetta bara mjög auðvelt. Eitt líkið hafði þegar verið krufið, eitt ennþá óskorið og það þriðja í vinnslu. Að sjá það þriðja í vinnslu lét mig og flesta slaka á.
Krufningin var fljótgerð og mjög svo áhugaverð (ætla ekki að fara út í details, nema þess sé óskað). Meira að segja það áhugaverð að ég væri alveg til í að vinna við krufningar. Við fengum að vísu einungis að sjá klínískar krufningar, þar sem að réttarkrufningar eru framkvæmdar af réttarlæknum með aðstoð þeirra sem sjá um klínísku krufningarnar, þannig að ég gæti - ef að staða losnar - unnið í 4 ár sem nemi, tekið 2 próf á þessu tímabili og eftir það orðið fullhæfur uuu.. krufninatæknir? krufninga.. nei, kryfjari (fínt orð). Hefði aldrei dottið til hugar að ég myndi fíla þetta. Annar hópur fer í fyrramálið og 2 í næstu viku. Langar þvílíkt að fara í 2., 3. og 4. skiptið.
Æ ég er svo morbid eitthvað :/
Until next time :)
5 Comments:
At 4:12 PM, February 22, 2008, helga said…
OMG! ég hefði bara dáið ef ég hefði átt að fylgjast með krufningu... En það er einmitt ástæðan fyrir að þú ert þarna og ég er hér...;)Ég er samt stanslaust að reyna að færa mig aðeins nær þér en það gengur hægt...
At 4:41 PM, February 22, 2008, rydeen said…
Ég hlakka mikið til þegar (ekkert ef, heldur bara þegar) þú flytur til UK, veit að þú átt eftir að fíla það ;)
Krufningin var nefninlega ekki svo skelfileg, ég var að tapa mér áður en ég fór inn en allur kvíði hvarf strax :)
At 10:51 PM, March 03, 2008, Anonymous said…
shit... hvernig gastu þetta úfff bara, myndi aldrei meika þetta en vá hvað þu ert að standa þig. En hei sæta bjalla fljótlega , stattu þig
elska þig
heiða
At 11:10 PM, March 10, 2008, Anonymous said…
*hrollur af spenningi* dem hvað ég hefði viljað vera fluga á vegg þarna eða páfagaukur á öxlinni þinni... get ekki sagt að forvitni mín eigi sér heilbrigð takmörk þegar kemur að þessum hlutum...en ooo hvað ég sakna þín múslan mín og ég hlakka til að sjá þig í næstu viku,... note to self(þ.e. fyrir þig...)SKYLDA AÐ KOMA OG HITTA MIG =)annars elti ég þig uppi :P
Knúsur og kremjur frá Lubbu sín
At 11:54 PM, March 13, 2008, Anonymous said…
OMG maður sér þetta í sjónvarpinu og að maður þekki einhvern sem hefur actually séð krufningu finnst mér bara fyrir ofan allar hellur, en samt frábært að þú meikaðir þetta, maður miklar alltaf alla svona hluti svo geðveikt fyrir sér og oft er þetta ekkert mál. En ég vil fá details. Sástu lik sem var verið að kryfja? sem var búið að skera upp? Ji ég hefði samt alveg verið til í að sjá þetta.
Ég og Heiða erum búnar að vera að gæla við hugmyndina um að kíkja í heimsókn til þín vonandi í sumar, það mundi vera geðveikt gaman :)
chao, keep up the good work honey
Rut
Post a Comment
<< Home