Lífið í Derby

Thursday, October 06, 2005

Gaman í skólanum í gær..

Fengum sönnunargögn til að skoða, teikna upp og skrá :) kunnum það náttúrulega ekki, en við lærum á mistökum.. ótrúlega gaman að fá svona hands-on prufu.. fékk hamar með "blóði" og þremur hárum föstum við :) og vá hvað þetta var gaman, ég get ekki beðið eftir næsta tíma!

Rakst á ansi merkilega grein í The Times í gær, um skóla sem ætlar að kenna nemendum í félagsfræði samsæriskenningar - t.d. vegna dauða Díönu prinsessu og hryðjuverkaárásanna á tvíburaturnana, og efla gagnrýna hugsun nemenda.. kúrsinn heitir Apocalyptic and paranoid cultures.. merkilegast við þetta er að þetta er skólinn minn sem um ræðir.. sjá betur hér, getur verið forvitnilegt :)

Fór í gær í surprise afmælisveislu til Elinu, stelpu frá Finnlandi, og ég skemmti mér mjög vel.. hún ætlar þó að halda stórt partý á föstudaginn, hún var búin að plana það fyrir löngu, þetta í gær var bara svona auka..

Annars er lífið bara ljúft í Derby, ennþá frekar hlýtt hjá okkur, getur þó orðið svolítið kalt á morgnana.. trén eru ennþá ótrúlega græn, nokkur byrjuð að gulna, og mér finnst í rauninni ekki vera kominn vetur.. er samt ekkert að kvarta ;)

Hvað segið þið annars?

2 Comments:

  • At 10:44 PM, October 06, 2005, Anonymous Anonymous said…

    Sæl Brynja mín, var að lesa heimasíðuna þína. Þið eruð aldeilis heppin að fá svona fína íbúð í Bretlandi, þar sem flestar íbúðir eru gamlar og lúnar. Við mamma þín fórum að skoða í búðir áðan og síðan gaf hún mér upp síðuna þína. Kær kveðja og gangi þér vel.
    Kveðja
    Þórhildur

     
  • At 9:14 AM, October 08, 2005, Anonymous Anonymous said…

    Hæ hæ þið hinir útlendingarnir :)

    Við könnumst vel við þessa útlendingsstemningu. En gaman að fá að lesa svolítið frá ykkur. Gangi ykkur áfram vel og gaman að sjá að Ingó sé kominn með vinnu og að þú fáir strax verkefni í skólanum. Jákvætt!

    Fylgjumst vel með. Lalli og HD í Sverige

     

Post a Comment

<< Home