Lífið í Derby

Monday, March 31, 2008

Kæru lesendur..

Mér þykir afskaplega leitt hversu latur og lélegur bloggari ég er. Ég looooofa að reyna að vera virkari bloggari.

Derby er nú endanlega fallið úr úrvalsdeildinni. Þurfum samt ekki að örvænta, þar sem að þeir hafa spilað snilldarlega vel í síðustu tveimur heimaleikjum gegn Man Utd annars vegar og Fulham hins vegar. Man Utd leikurinn var klikkaður, hef aldrei fundið jafn rafmagnað andrúmsloft á leik áður. Að tapa 1-0 var mjög gott, og okkur var eiginlega nokk sama, sáum Derby spila frábærlega vel. Hefði samt verið gaman fá eitt stig úr leiknum en Ronaldo ætlaði sér að skora og honum tókst það. Spiluðum líka vel gegn Fulham um síðustu helgi og hefðum átt að vinna, en leikurinn endaði 2-2.

Búin að skila lokaritgerðinni. Hún er ekkert glæsileg, fullt af hlutum sem ég hefði viljað bæta við en hafði ekki tíma til þess. Þarf svo að verja hana í apríl einhvern tímann, bjóst ekki við því í BSc námi :/ Klikkað að gera í skólanum, endalaust mikið af verkefnum sem ég þarf að gera og þarf að fara fyrir rétt aftur á föstudaginn, líkt og í fyrra. Hlakka engan veginn til þess.

Við erum búin að bóka bústaðinn í Mablethorpe á miðvikudaginn en af því að ég þarf að fara fyrir réttinn upp í skóla á föstudaginn fara þeir allir á mið og ég kem svo þegar ég er búin upp í skóla á föstudeginum. Ógeðslega fúlt, var búin að hlakka þvílíkt til að fá langa helgi þarna, hrikalega krúttlega hallærislegt þorp, og alltaf svo gaman þarna. Þarf líka að keyra ein sem ég kvíði svolítið fyrir, þarf að keyra í gegnum Nottingham sem ég rata ekkert í, en rata nokkurn vegin þegar ég verð komin þaðan. Þannig að vona bara að ferðin í gegnum Nottingham verði snögg, restin af ferðinni verður lítið mál.

Vikan mín á Íslandi var ljúf, var dekruð af móður minni og fékk flestan minn uppáhaldsmat. Æðislegt að hitta fjölskylduna mína og vini, en þykir mjög leitt að hafa ekki náð að hitta alla, þarf eiginlega að plana tíma minn aðeins betur.

Lofa að blogga fljótlega, ekki hætta að kíkja við! :)

Until next time darlings!

7 Comments:

  • At 1:02 AM, April 02, 2008, Blogger helga said…

    Ég gefst ALDREI upp sæta mín ;)

     
  • At 11:06 AM, April 02, 2008, Blogger rydeen said…

    Ahh gott að vita að ég sé ekki að blogga til einskis :)

     
  • At 1:45 PM, April 02, 2008, Anonymous Anonymous said…

    hehe nákvænmlega, maður gefst ekki upp :) en hrikalega var gott að sjá þig og þu átt eftir að standa þig eins og hetja í skólanum og öllu þvi sem þu tekur fyrir þig. Hringdi í Guffu og átti að hitta hana í gær en hún var lasin , bíð spennt eftir að hitta hana
    luv u babe

     
  • At 7:48 PM, April 04, 2008, Anonymous Anonymous said…

    Æðislegt a hitta þig :)
    Gangi þér vel með skólann og njóttu helgarinnar
    kv.Ása

     
  • At 10:11 PM, April 14, 2008, Anonymous Anonymous said…

    ógó gaman að sjá þig meðan þú varst hérna á Fróni dúllan mín =) Fékkstu myndirnar sem ég sendi á þig?
    KV.
    Laufey

     
  • At 7:53 PM, April 18, 2008, Anonymous Anonymous said…

    Sælar.
    Fann þessa síðu á blogginu hennar Katrínar. Gaman að því.
    "Amma" Brynja er nú reyndar alltaf voða dugleg að koma með fréttir af þér.
    Vona að þér gangi vel þarna úti, Kv, Ingunn, Hvammst.

     
  • At 3:42 PM, April 22, 2008, Blogger rydeen said…

    Heiða, ertu búin að fara til Guffu? Væri gaman að heyra hvernig var, búin að hugsa svo mikið til þín síðustu daga að ég verð eiginlega bara að hringja í þig bráðlega!

    Æðislegt að sjá þig líka Ása mín, hittumst vonandi allar fljótlega aftur :)

    Já, fékk myndirnar, takk sæta mín! Ekkert smá flott á súlunni hahaha!

    Hæ Ingunn, gaman að sjá hverjir fylgjast með. Vona að það sé allt gott að frétta af þér og þínum, langt síðan við höfum sést :)

     

Post a Comment

<< Home