Ekkert síðan í apríl?
Erum við ekki að grínast? Hvar á ég að byrja....?
Ég er loksins orðin fullorðin, búin með námið og komin í fulla vinnu. Fékk vinnu hjá fyrirtæki sem heitir Scientifics, þar sem ég undirbý ýmis konar jarðvegssýni, olíur/fitur og annað skemmtilega furðulegt eins og sokka og linsur fyrir ólífræna efnagreiningu auk þess að framkvæma sumar efnagreiningar sjálf. Þokkalegt geek í labcoat með hlífðargleraugu að leika sér með sýrur. Ég elska vinnuna mína.
Elsku amma mín dó í sumar, þannig að ég kom í stutta ferð til Íslands. Matt kom nokkrum dögum eftir mér og við áttum æðislegan tíma á Íslandi, þrátt fyrir að ástæðan fyrir Íslandsförinni hafi verið sorgleg. Afskaplega gott að hitta alla fjölskylduna mína aftur og allar fallegu vinkonur mínar. Held að ég hafi bara þurft á þessari heimför að halda.
Útskriftin mín verður 23. janúar þar sem að ég fær að klæðast svona smart skykkju með hettu og svo hatt. Vá hvað ég hlakka til :)
Andleysið að fara með mig, er að reyna að horfa á Derby spila í sjónvarpinu, gerist ekki oft að Derby leikir séu sýndir í sjónvarpinu núna, skiljanlega. Allt of langt síðan ég bloggaði síðast svo að ég get ómögulega munað hvað ég hef gert af mér.
Jólin næstum því tilbúin, jólatréð komið upp og flestar jólagjafir komnar í hús en á eftir að pakka þeim inn. Geri það á Þorlák.
Ahh já, er orðin 28. Oj. Var nú samt beðin um skilríki daginn fyrir afmælið mitt. Þakkaði afgreiðsludrengnum fyrir og tilkynnti honum að ég væri að verða 28. Skemmtilegt að hann var ekki nema svona 18 ára.
...
Er ógeðslega fúl út í sjálfa mig að hafa ekki bloggað í 8 mán og að ég geti ekki munað allt það skemmtilega sem ég er búin að gera af mér. Blogga vonandi fyrir nýja árið, tek kannski annál ef ég man eitthvað frekar þá hvað ég er búin að vera að gera haha :)
Ég er loksins orðin fullorðin, búin með námið og komin í fulla vinnu. Fékk vinnu hjá fyrirtæki sem heitir Scientifics, þar sem ég undirbý ýmis konar jarðvegssýni, olíur/fitur og annað skemmtilega furðulegt eins og sokka og linsur fyrir ólífræna efnagreiningu auk þess að framkvæma sumar efnagreiningar sjálf. Þokkalegt geek í labcoat með hlífðargleraugu að leika sér með sýrur. Ég elska vinnuna mína.
Elsku amma mín dó í sumar, þannig að ég kom í stutta ferð til Íslands. Matt kom nokkrum dögum eftir mér og við áttum æðislegan tíma á Íslandi, þrátt fyrir að ástæðan fyrir Íslandsförinni hafi verið sorgleg. Afskaplega gott að hitta alla fjölskylduna mína aftur og allar fallegu vinkonur mínar. Held að ég hafi bara þurft á þessari heimför að halda.
Útskriftin mín verður 23. janúar þar sem að ég fær að klæðast svona smart skykkju með hettu og svo hatt. Vá hvað ég hlakka til :)
Andleysið að fara með mig, er að reyna að horfa á Derby spila í sjónvarpinu, gerist ekki oft að Derby leikir séu sýndir í sjónvarpinu núna, skiljanlega. Allt of langt síðan ég bloggaði síðast svo að ég get ómögulega munað hvað ég hef gert af mér.
Jólin næstum því tilbúin, jólatréð komið upp og flestar jólagjafir komnar í hús en á eftir að pakka þeim inn. Geri það á Þorlák.
Ahh já, er orðin 28. Oj. Var nú samt beðin um skilríki daginn fyrir afmælið mitt. Þakkaði afgreiðsludrengnum fyrir og tilkynnti honum að ég væri að verða 28. Skemmtilegt að hann var ekki nema svona 18 ára.
...
Er ógeðslega fúl út í sjálfa mig að hafa ekki bloggað í 8 mán og að ég geti ekki munað allt það skemmtilega sem ég er búin að gera af mér. Blogga vonandi fyrir nýja árið, tek kannski annál ef ég man eitthvað frekar þá hvað ég er búin að vera að gera haha :)
5 Comments:
At 9:34 AM, December 16, 2008, Anonymous said…
yndislega Brynja - frábært að fá smá blogg :) en vá hvað maður væri til í að vera til staðar á útskriftadeginum þinum, það verður æðislegt að fá að sjá myndir af þér
sakna þin sæta og elska þig
smúss
Heiða
At 4:43 PM, December 16, 2008, Anonymous said…
ótrúlega gaman að lesa blogg hjá þér væna. Þú þyrftir að vera tölvuvæddari svo að maður geti fylgst betur með þér :)
Gaman væri nú að fara saman á tónleika aftur!! ég er sko alveg til í það ;) en ekki samt svona langt lestarferðalag hahaha...
Kveðja Katrín
At 11:25 PM, December 22, 2008, Anonymous said…
Schnilld!
Gaman að heyra loksins af þér elssshkan mín.
Djö. ertu alltaf svöl Brynja :)
Kærar sólstöðuhátíðar og áramótakveðjur,
Kristinn
At 6:33 PM, December 30, 2008, Anonymous said…
Takk og takk :) æðislegt að heyra aðeins af þér! Vona að þið hafið notið jólanna í botn eins og við hérna á Fróni. Gleðilegt ár elsku Brynjan mín, hlakka til að heimsækja ykkur á nýja árinu :)
At 8:54 PM, February 03, 2009, Anonymous said…
meira! meira! meira! koma svooooo.... ;)
Post a Comment
<< Home