Lífið í Derby

Wednesday, October 26, 2005

Helvítis köngulær..

Búið að vera óvenju hlýtt hérna hjá okkur í október, sem þýðir að köngulær og flugur hafa lifað mjög góðu lífi..

Í stigaganginum hjá okkur hefur ein könguló komið sér vel fyrir, hún er búin að vera þarna síðan rétt eftir að við fluttum inn - ég er orðin svo vön henni að ég nefndi hana Fionu.. núna eru tvær í viðbót búnar að koma sér fyrir.. frábært :/

Mamma kemur í næstu viku, ég ætla til London á miðvikudaginn að hitta hana, og við erum búnar að panta hótel fyrir eina nótt.. mamma hefur aldrei komið til London þannig að mér fannst það upplagt að við myndum dúlla okkur saman þar í einn dag. Hún kemur svo aftur um jólin og mamma og pabbi hans Ingó koma um áramótin. Heiða og Haukur eru einnig að velta því fyrir sér að koma fyrir jól, jafnvel vera yfir afmælið mitt :)

Annars er lítið að frétta af okkur, dagarnir líða allt of hratt.. komnir 2 mánuðir síðan við fluttum út, búin að vera í skólanum í 5 vikur og mér finnst ég bara vera nýbyrjuð. Þessi þrjú ár eiga eftir að fljúga, það er nokkuð víst.

3 Comments:

  • At 10:15 AM, October 28, 2005, Anonymous Anonymous said…

    HA!!! Eru 2 mánuðir síðan þið fluttuð út. Dísess. Mér finnst eins og það séu MAX 2 mánuðir síðan við fluttum út! Þrátt fyrir allt hangsið og leiðindin :)
    Herregud segi ég nú bara.

    En góða skemmtun í London. Ég hef heldur aldrei komið þangað. HEHe tökum okkur sígaunaferð við tækifæri til ykkar í landi Engla.
    Mvh. Helga Dröfn og Lallinn hennar

     
  • At 8:07 PM, October 28, 2005, Anonymous Anonymous said…

    veistu að það er allt í hvítum skít hér í dag, eitthvað sem þú elskar veit ég. en n.b þá er geðveikt veður, alveg ömurlegt, heppinn þið :)

     
  • At 8:40 PM, October 28, 2005, Blogger rydeen said…

    jebb, tveir mánuðir strax liðnir - herregud segi ég nú bara með þér ;)

    ooooo hvað mig langar í snjó!! það er bara hlýtt og rakt hjá okkur - get ennþá farið út að reykja án þess að fara í yfirhöfn (7-9-13) :)

     

Post a Comment

<< Home