Strætó..
Ég var ótrúlega sátt við að taka strætóinn hérna fyrst, þurfti þó að kyngja þessu „ég tek ekki strætó“ statementi. Bílstjórarnir hérna eru ótrúlega aggressívir, keyra mjög hratt og þurfa oftar en ekki að negla niður til að koma í veg fyrir árekstur við umferðina á móti eða kyrrstæða bíla í þröngum götum.
Ég tek strætó heiman frá mér niður í bæ og tek Unibus þaðan upp í skóla. Á mánudaginn fyrir viku síðan var ég komin út á stoppistöðina hjá mér vel fyrir kl. 8, strætó á að koma 8.02. Ég beið og beið, aldrei kom strætó. Næsti vagn á að koma kl. 8.17, hann kom nokkur veginn á réttum tíma, en þar sem að hann var smekkfullur keyrði hann framhjá. Ég tók leigubíl í skólann.
Á föstudaginn ákvað ég að taka Unibusinn niður í bæ og fá mér Subway áður en ég færi heim. Það passaði að þegar ég labbaði út af Subway átti strætó að koma innan nokkurra mínútna. Hann kom ekki kl. 16.04, ekki kl. 16.19, heldur kom hann kl. 16.29. Skemmtilegt.
Í gær ákvað ég að taka Unibusinn til Lonsdale Halls – campusinn þar sem að Tina og Marketa eru. Strætóinn átti að leggja af stað rúmlega 17, en lagði ekki af stað fyrr en 20 mín yfir, þar sem að hinn Unibusinn sem fer niður í bæ, ákvað að leggjast upp að bíl sem var lagt efst uppi við strætóútkeyrsluna, og draga hann með sér smá spöl. Umferðinni var svo beint í gegnum strætóplanið. Bílstjórinn var svo pirraður á þessu að hann stoppaði 2 aðra strætóa sem voru á leiðinni upp í skóla á miðri umferðargötu, til að segja þeim að John, nýji gaurinn, hafi lent í árekstri og væri búinn að stoppa alla umferð.
Sá svo í blaðinu í dag grein undir yfirskriftinni „How (not) to drive a bus.“ Stutt og skemmtileg lesendagrein, mæli með því að þið lesið hana, sjá hér.
Spurning um að kaupa sér bíl í næsta mánuði.
Ég tek strætó heiman frá mér niður í bæ og tek Unibus þaðan upp í skóla. Á mánudaginn fyrir viku síðan var ég komin út á stoppistöðina hjá mér vel fyrir kl. 8, strætó á að koma 8.02. Ég beið og beið, aldrei kom strætó. Næsti vagn á að koma kl. 8.17, hann kom nokkur veginn á réttum tíma, en þar sem að hann var smekkfullur keyrði hann framhjá. Ég tók leigubíl í skólann.
Á föstudaginn ákvað ég að taka Unibusinn niður í bæ og fá mér Subway áður en ég færi heim. Það passaði að þegar ég labbaði út af Subway átti strætó að koma innan nokkurra mínútna. Hann kom ekki kl. 16.04, ekki kl. 16.19, heldur kom hann kl. 16.29. Skemmtilegt.
Í gær ákvað ég að taka Unibusinn til Lonsdale Halls – campusinn þar sem að Tina og Marketa eru. Strætóinn átti að leggja af stað rúmlega 17, en lagði ekki af stað fyrr en 20 mín yfir, þar sem að hinn Unibusinn sem fer niður í bæ, ákvað að leggjast upp að bíl sem var lagt efst uppi við strætóútkeyrsluna, og draga hann með sér smá spöl. Umferðinni var svo beint í gegnum strætóplanið. Bílstjórinn var svo pirraður á þessu að hann stoppaði 2 aðra strætóa sem voru á leiðinni upp í skóla á miðri umferðargötu, til að segja þeim að John, nýji gaurinn, hafi lent í árekstri og væri búinn að stoppa alla umferð.
Sá svo í blaðinu í dag grein undir yfirskriftinni „How (not) to drive a bus.“ Stutt og skemmtileg lesendagrein, mæli með því að þið lesið hana, sjá hér.
Spurning um að kaupa sér bíl í næsta mánuði.
7 Comments:
At 4:28 PM, October 11, 2005, Anonymous said…
hellú!
það lítur ekki út fyrir qð ég komist heldur til ykkar í þessari úgglandaferð. Ég verð greinilega bara að tala við vini mína hjá Avis Europe og fá þá til að halda eitthvað námskeið í Derby ;)
At 12:30 PM, October 12, 2005, kErla said…
Guð minn góður...ekki öfundsvert að taka strætó!
Ég hata strætó!
At 9:58 PM, October 12, 2005, rydeen said…
æji ooo sjonni... já þú verður bara að láta þá halda námskeið hérna, það væri ekki slæmt ;)
og ég tek alveg undir með þér erla :)
At 7:47 PM, October 14, 2005, Anonymous said…
mikið svakalega þykir mér vænt um T-banann og lestarkerfið í heild eftir þennan lestur :) alltaf on time.... (eða 99%)
Að vísu á ég bíl núna, svo ég hef ekki reynslu af public-transport í Svíþjóð.
mæli með bílnum :)
At 2:15 PM, October 15, 2005, rydeen said…
hahaha kristinn, það gæti kannski virkað ;)
og já, við fáum okkur að öllum líkindum bíl í næsta mánuði, ingó fær útborgað (ég fæ auk þess náttúrulega gífurlega há námslán!) og við fáum síðustu greiðsluna fyrir íbúðina, ekki slæmt :) þurfum bara að fara í nokkra ökutíma fyrst - til að læra að keyra vitlausu megin á veginum, og að skipta um gír með vinstri.. :/
At 6:12 PM, October 18, 2005, Anonymous said…
Hey hvernig heldurðu að það verði að keyra bíl öfugu megin??? HAHA held ég myndi ekki þora því. En kannski frekar dýrt að þurfa alltaf að taka leigara í skólann til að koma ekki of seint!
At 6:32 PM, October 19, 2005, Anonymous said…
ekki skemmtilegir þessir strætóar, hélt að þetta væri slæmt hér. Fá sér bara bíl.
Post a Comment
<< Home