Lífið í Derby

Thursday, February 01, 2007

Hmm.. nýr blogger..

Vona að hann verði góður við mig..

Bara láta vita að ég er á lífi, er að bíða eftir því að sækja Heiðu, Siggu, Ásu og Tanyu upp á East Midlands flugvöll, hlakka til að fá þær í heimsókn.

Mikið búið að gerast á meðan bloggleysi hefur staðið....

Hélt upp á 26 ára afmælið mitt á afmælisdeginum, mamma og amma Brynja komu í heimsókn um helgina og það var æðislegt að fá þær yfir. Fór með þeim og Matt út að borða á La Tasca, og ég reyndi að draga þær með mér á djammið eftir á, tókst að draga þær aðeins inn á Coyote Wild en svo stungu þær af.. Set inn myndir þegar ég hef tíma og nennu, tekur allt of langan tíma að hlaða niður myndum á myphotoalbum.. einhverjar uppástungur af öðrum myndaalbúmum á netinu??

Fór á tvenna tónleika, fyrst á Muse í Nottingham sem var að sjálfsögðu snilld. Spiluðu alla nýju plötuna í gegn fyrir hlé og tóku svo bestu lögin eftir hlé.. geggjað! Fór svo á Morrissey í desember, og það sem meira er þá keyrði ég til Nottingham þar sem tónleikarnir voru, hefði aldrei gert það ef ég hefði ekki verið með aðstoðarbílstjóra ;) Finnst ég samt algjör hetja.. :) Sá Morrissey aðeins betur þarna heldur en á tónleikunum á Íslandi, tók þá eftir því að hann er aðeins farinn að eldast, en er ennþá jafn ótrúlega flottur! Maðurinn er snillingur...

Skólinn er byrjaður aftur. Nóg að gera strax, enda ekki við öðru að búast. Er búin að sækja um placement hérna í sumar á rannsóknarstofu við sérstakt umhverfisverkefni, vona að ég fái vinnuna... væri alveg til í að vera hérna í sumar, búið að spá því að sumarið verði hlýrra núna en í fyrra, þar sem að janúar var óvenjuhlýr.. ef ég þarf að vera á Íslandi aftur í sumar í rigningu og leiðinlegu veðri meðan veðrið hérna væri eins og það var í fyrra, þá yrði ég ekkert lítið endalaust fúl og pirruð... Djöfull fór það í taugarnar á mér að nærri því upp á hvern einasta dag í júni byrjaði að rigna upp úr 10 eða 11 á morgnanna, maður hélt í vonina á leiðinni í vinnuna að það myndi haldast þurrt og ekki skyggja fyrir sólu, en það klikkaði yfirleitt.. pirpirrpirpririrpr....

Jæja, þarf að fara að gera eitthvað hérna áður en þær koma, vona að ég bloggi aftur bráðlega..!