Lífið í Derby

Tuesday, November 06, 2007

Halló heimur!

Loksins komin með netið aftur á tölvuna mína! Þessi netfarsi er að verða ansi leiðinlegur og ég nenni ekki fyrir hið minnsta að rekja söguna upp hérna. Vona bara að við höldum þessari tengingu til lengri tíma.

Þvílíkur léttir að vera aftur online....

Afsakið, finnst þetta svo skrítið eitthvað.

Er að drukkna í skólanum, verkefnaskil á föstudag og mánudag, auk þess sem ég er (eða á hehe) að vera að vinna í lokaverkefninu mínu alla daga - sem sagt ég á (eða ætti að eiga) ekkert líf..

Var á föstudaginn við formlega opnun nýja campusins upp í skóla, sem hýsir lista og tæknideildir skólans. Ekki ómerkari maður en Sir Richard Branson opnaði campusinn formlega og fékk ég, ásamt svona 150 öðrum að sitja Q and A session með honum. Ekki slæmt það. Myndir og upplýsingar frá opnuninni má sjá hér.

Við Matt, strákarnir og vinur hans Matt fórum til Mablethorpe þar síðustu helgi og það var ljúft eins og vanalega. Bærinn er svona skemmtilega hallærislegur sjávarbær, sem hefur alveg séð betri daga. Franskarnar eru langbestar þarna, er alveg viss um að það sé sjávarloftinu að þakka. Kíktum aðeins út á lífið á laugardagskvöldinu og það var auðvitað stemning. Mikill munur á fólkinu hérna og svo þar, einhvern veginn allt öðruvísi, get eiginlega ekki lýst því.

Héldum brjálað flugelda og brennu partý um helgina, ætluðum að halda það næstu helgi af því að Heiða og Ása ætluðu að koma í heimsókn, en þær þurftu því miður að fresta því um óákveðinn tíma. Við ákvaðum því að halda parýið um síðustu helgi. Fullt af fólki sem kom og fullt af flugeldum skotið á loft.. sumum var reyndar ekki skotið á loft, heldur borað í jörðina og kveikt í, svo að þeir sprungu á jörðinni. Sumum fannst líka sniðugt að halda á rakettunum alveg þangað til að þær voru að fara að springa og sleppa þeim svo. Mér fannst það ekki svo sniðugt. Ég veit, ég veit, ég er svooo leiðinleg.... *dæs* En annars skemmtum við okkur hrikalega vel og allir sem komu höfðu sömu sögu að segja.

Verð nú kannski aðeins öflugri að blogga fyrst að ég er komin með netið aftur á minn ástkæra lappa.

Þangað til næst..

6 Comments:

  • At 3:27 PM, November 10, 2007, Blogger helga said…

    Velkomin aftur :)Gott að heyra að þú sért á lífi :P gangi þér vel með allt sem þú átt að vera að gera, hehehe....

     
  • At 3:29 PM, November 10, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Gaman að sjá að þú sért aftur komin í tölvuheiminn. ´
    Ég er búin að vera hugsa mikið um að fara að kíkja til þín, mig langar svo að fara út og það er alveg tilvalið að kíkja á þá sem maður þekkir úti. En peningaleysið er að hrjá mig. Ég vona samt að það lagist fljótlega og ég geti reynt að kíkja á þig, því ég hef bara ekkert séð hvernig lífi þú lifir þarna og ég held að það sé alveg kominn tími á það

     
  • At 6:16 PM, November 13, 2007, Blogger rydeen said…

    Takk Helga mín, er alveg að fara að drukkna núna.. :/ Þú ættir að þekkja það að gera lokaverkefni/ritgerðir í skólanum...

    Skil þig vel með peningana, merkilegt hvað maður á aldrei pening til að gera neitt :/ En það er nægur tími, flyt ekkert heim nærri því strax - verð hér meðan ég hef eitthvað að gera skóla og vinnulega séð, og eins lengi og Matt vill hafa mig hahaha :)

     
  • At 9:30 AM, November 15, 2007, Blogger Unknown said…

    gott að sjá þig aftur elskan
    þú átt eftir að massa skolann en vá hvað mig langar að koma til þina, en það þarf að bíða betri tíma :( láttu í þér heyra
    smúss
    Heiða

     
  • At 8:52 AM, November 16, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Sæl fræga Brynja. Bara heil síða um þig í séð og heyrt. Glæsilegt. Reyndar er ég ekki búin að lesa það sjálf en frétti af því. Það fyrsta sem ég geri er að kaupa eintak og lesa viðtalið. hehe

     
  • At 9:41 PM, November 18, 2007, Blogger rydeen said…

    Ég sé þig vonandi í síðasta lagi um páskana elsku Heiða mín, kemst vonandi til Íslands þá. Held samt í vonina að ég hitti þig áður, sakna þín svo mikið sæta mín :)

    Ehemm.. er ekki alveg týpan til að draga að mér athygli og finnst þetta allt saman hálf kjánalegt. Vinkona mín vildi endilega taka viðtal við mig, og núna bíð ég bara eftir því að þetta gangi yfir :)

     

Post a Comment

<< Home