Lífið í Derby

Sunday, November 18, 2007

Og það snjóar!

Búið að snjóa núna í nokkra klukkutíma. Allt hvítt úti, og yndislega jólalegt. Held í vonina um að snjórinn komi aftur fyrir jól og verði yfir jólin. Elska snjóinn :)

Þurfti að standa úti í rigninu og roki í morgun að horfa á þann yngri spila fótbolta, alveg ekta skemmtilegt íslenskt veður. Mjög hressandi, en varð kannski aðeins of hressandi undir lokin þegar rokið fór að ágerast með meiri rigningu. Komum heim og elduðum enskan morgunverð - algjört uppáhald hjá mér (að aðskildum pulsunum og beikoninu).

Fór út á lífið í Derby á föstudaginn, sem gerist mjög sjaldan nú orðið þar sem að það er svo djöfulli dýrt að taka leigubíl frá Derby þangað sem ég á heima. Fór að hitta Tobbu og íslenskt par, Hörpu og Gunna, sem eru nýflutt til Derby. Entist ekki eins lengi og ég hefði viljað (note to self - ekki drekka hvítvín þegar þú ferð út á lífið). Lofa að endast lengur næst guys! :)

Við Matt skelltum okkur á Foo Fighters tónleika á miðvikudaginn. Ég var búin að ná mér í sudda kvef og var ekki viss um að komast á tónleikana um kvöldið svo ég ákvað að fara ekki í skólann um daginn og slaka frekar á. Var bara orðin frekar hress þegar líða fór að tónleiknunum. Þetta voru án efa næstbestu tónleikar sem ég hef farið á - ekkert toppar Take That í fyrra.

Talandi um Take That, er að fara á tónleika með þeim á þriðjudaginn, djöfulli hlakka ég til! Trúi því ekki að ég sé loksins að sjá þá aftur. Vildi bara óska að Lena og Katrín gætu komið aftur með mér, við skemmtum okkur svo ógeðslega vel í Cardiff í fyrrasumar. Er að fara með systur hans Matt og nokkrum vinkonum hennar, hún átti sko Take That gluggatjöld, rúmföt, klukku, allar 5 dúkkurnar (lucky girl) etc etc. Bara ef allt þetta hefði verið til á Íslandi í "gamla daga" *dæs*.

Jæja, ætla núna að halda áfram að horfa á "frægt" fólk í frumskógum Ástralíu, sem telur t.d. Janice Dickinson úr ANTM, og önnur "celebrity". Raunveruleikasjónvarp í essinu sínu. Fæ ekki leið á því. Aldrei.

Until next time :)

11 Comments:

Post a Comment

<< Home