Blöskr...
Uppeldisaðferðir Englendinga eru oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, ekki skrítið að ástandið sé eins og það er á unglingum og ungu fólki hérna í dag. Sumir foreldrar hika ekki við að öskra á börnin sín úti á götu, að þau séu hálvitar, aumingjar og þar fram eftir götunum ef þau gera eitthvað af sér - þ.e. detta, rekast utan í fólk o.s.frv., eitthvað sem "normal" foreldri myndi ekki gera. Enn verra er þegar foreldrar taka sig til og slá börnin sín fyrir framan alla og finnst nákvæmlega ekkert að því, og með því fylgja skammir og uppnefningar. 3 góð dæmi um þetta;
- Mamma var í lestinni á leiðinni til mín, þegar hún heyrir móður skamma ca. 4 ára gamalt barn sitt fyrir að hella niður úr vatnsflösku, með því að kalla barnið idiot, og vera virkilega að meina það.
- Ég var á McDonalds í fyrra og að labba frá afgreiðsluborðinu. Stelpa, ca. 3ja ára stóð fyrir mér, og ég afsakaði mig pent og brosti til stelpunar sem var að fara að færa sig. Í því grípur mamma hennar í hana, lemur hana í bakið og skipar henni að vera ekki að þvælast fyrir fólki með þvílíkum tón. Ég gat varla borðað matinn minn vitandi það að stelpan var lamin út af mér.
- Í dag fórum við í bæinn. Á leiðinni út úr mallinu kemur fjölskyla labbandi inn, strákur um 10 ára labbar óvart á fólk á leiðinni inn, og mamma hans gefur honum þvílíkt högg aftan á hnakkann - og auðvitað fylgdi því að hann væri náttúrulega bara hálfviti. Mér var skapi næst að gefa henni einn á 'ann.
Blöskrblöskrblöskr... ekki skrítið að ungdómurinn í Englandi er á góðri leið til helvítis...
Að öðru..
Fór í gær í heimsókn til EIAG þar sem ég verð að vinna í sumar. Byrja að vinna 4. júní og hlakka ekkert smá til, en á sama tíma kvíði ég hrikalega mikið fyrir. Verður fínt þegar ég er búin að fara í gegnum þjálfunina, hlakka til þegar fyrsti dagurinn er búinn :)
Er að fara á nýja Wembley á mánudaginn að sjá Derby keppa um að komast í úrvalsdeildina. Að fá miða á leikinn var hægara sagt en gert, gátum loksins orðið okkur úti um miða á þriðjudaginn eftir mikið panik og hálf tárvot augu. Hlakka endalaust mikið til - come on you rams!!! Matt bókaði í leiðinni miða á leikritið Woman in black fyrir okkur tvö í lok júni, ætlum til London og hafa það kósý, hlakka til þess :) Mamma kemur svo líklegast daginn eftir og verður í 3 vikur, hlakka endalaust til að sjá þig mamma mín :)
Mikið að hlakka til á næstunni hehehe :)
Hafið það gott!
- Mamma var í lestinni á leiðinni til mín, þegar hún heyrir móður skamma ca. 4 ára gamalt barn sitt fyrir að hella niður úr vatnsflösku, með því að kalla barnið idiot, og vera virkilega að meina það.
- Ég var á McDonalds í fyrra og að labba frá afgreiðsluborðinu. Stelpa, ca. 3ja ára stóð fyrir mér, og ég afsakaði mig pent og brosti til stelpunar sem var að fara að færa sig. Í því grípur mamma hennar í hana, lemur hana í bakið og skipar henni að vera ekki að þvælast fyrir fólki með þvílíkum tón. Ég gat varla borðað matinn minn vitandi það að stelpan var lamin út af mér.
- Í dag fórum við í bæinn. Á leiðinni út úr mallinu kemur fjölskyla labbandi inn, strákur um 10 ára labbar óvart á fólk á leiðinni inn, og mamma hans gefur honum þvílíkt högg aftan á hnakkann - og auðvitað fylgdi því að hann væri náttúrulega bara hálfviti. Mér var skapi næst að gefa henni einn á 'ann.
Blöskrblöskrblöskr... ekki skrítið að ungdómurinn í Englandi er á góðri leið til helvítis...
Að öðru..
Fór í gær í heimsókn til EIAG þar sem ég verð að vinna í sumar. Byrja að vinna 4. júní og hlakka ekkert smá til, en á sama tíma kvíði ég hrikalega mikið fyrir. Verður fínt þegar ég er búin að fara í gegnum þjálfunina, hlakka til þegar fyrsti dagurinn er búinn :)
Er að fara á nýja Wembley á mánudaginn að sjá Derby keppa um að komast í úrvalsdeildina. Að fá miða á leikinn var hægara sagt en gert, gátum loksins orðið okkur úti um miða á þriðjudaginn eftir mikið panik og hálf tárvot augu. Hlakka endalaust mikið til - come on you rams!!! Matt bókaði í leiðinni miða á leikritið Woman in black fyrir okkur tvö í lok júni, ætlum til London og hafa það kósý, hlakka til þess :) Mamma kemur svo líklegast daginn eftir og verður í 3 vikur, hlakka endalaust til að sjá þig mamma mín :)
Mikið að hlakka til á næstunni hehehe :)
Hafið það gott!