Lífið í Derby

Saturday, May 26, 2007

Blöskr...

Uppeldisaðferðir Englendinga eru oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, ekki skrítið að ástandið sé eins og það er á unglingum og ungu fólki hérna í dag. Sumir foreldrar hika ekki við að öskra á börnin sín úti á götu, að þau séu hálvitar, aumingjar og þar fram eftir götunum ef þau gera eitthvað af sér - þ.e. detta, rekast utan í fólk o.s.frv., eitthvað sem "normal" foreldri myndi ekki gera. Enn verra er þegar foreldrar taka sig til og slá börnin sín fyrir framan alla og finnst nákvæmlega ekkert að því, og með því fylgja skammir og uppnefningar. 3 góð dæmi um þetta;
- Mamma var í lestinni á leiðinni til mín, þegar hún heyrir móður skamma ca. 4 ára gamalt barn sitt fyrir að hella niður úr vatnsflösku, með því að kalla barnið idiot, og vera virkilega að meina það.
- Ég var á McDonalds í fyrra og að labba frá afgreiðsluborðinu. Stelpa, ca. 3ja ára stóð fyrir mér, og ég afsakaði mig pent og brosti til stelpunar sem var að fara að færa sig. Í því grípur mamma hennar í hana, lemur hana í bakið og skipar henni að vera ekki að þvælast fyrir fólki með þvílíkum tón. Ég gat varla borðað matinn minn vitandi það að stelpan var lamin út af mér.
- Í dag fórum við í bæinn. Á leiðinni út úr mallinu kemur fjölskyla labbandi inn, strákur um 10 ára labbar óvart á fólk á leiðinni inn, og mamma hans gefur honum þvílíkt högg aftan á hnakkann - og auðvitað fylgdi því að hann væri náttúrulega bara hálfviti. Mér var skapi næst að gefa henni einn á 'ann.

Blöskrblöskrblöskr... ekki skrítið að ungdómurinn í Englandi er á góðri leið til helvítis...

Að öðru..

Fór í gær í heimsókn til EIAG þar sem ég verð að vinna í sumar. Byrja að vinna 4. júní og hlakka ekkert smá til, en á sama tíma kvíði ég hrikalega mikið fyrir. Verður fínt þegar ég er búin að fara í gegnum þjálfunina, hlakka til þegar fyrsti dagurinn er búinn :)

Er að fara á nýja Wembley á mánudaginn að sjá Derby keppa um að komast í úrvalsdeildina. Að fá miða á leikinn var hægara sagt en gert, gátum loksins orðið okkur úti um miða á þriðjudaginn eftir mikið panik og hálf tárvot augu. Hlakka endalaust mikið til - come on you rams!!! Matt bókaði í leiðinni miða á leikritið Woman in black fyrir okkur tvö í lok júni, ætlum til London og hafa það kósý, hlakka til þess :) Mamma kemur svo líklegast daginn eftir og verður í 3 vikur, hlakka endalaust til að sjá þig mamma mín :)

Mikið að hlakka til á næstunni hehehe :)

Hafið það gott!

Thursday, May 10, 2007

One down, one to go...

Fyrsta prófið var í gær, og það var algjör brandari. Ég held að ég hafi ekki getað verið undirbúin fyrir þetta próf, sama hversu mikið ég hefði lært. Meirihluti bekkjarins er viss um að hann sé fallinn, sem kemur mér ekki á óvart. Gat ekki annað en hlegið í gær þegar ég fór út úr prófinu, gat ekki verið pirruð yfir því að vera óundirbúin.

Við Matt ætlum að fara til Nottingham á eftir, ég þarf að fara á fund til að sækja um kennitölu. Hef unnið þrisvar upp í skóla á opnum degi, og á að fá borgað fyrir það en vantar þá kennitölu. Ætla að sjálfsögðu að nýta tímann í Nottingham til að versla pínu, má ekki sleppa því! :)

Ingó er þrítugur í dag, til hamingju með afmælið gamli! :)

----- Smá update -----

Ferðin til Nottingham fór ekki alveg sem skildi.. komumst til Nottingham á góðum tíma, sem betur fer..

Ég átti viðtal hjá þeim þegar ég fór til Íslands. Hringdi til að breyta tímanum og spurði hvort að þeir væru með skrifstofu í Derby. Það var ekki svo, þannig að ég hélt mig við Nottingham. Fékk svo bréf sent heim og var ekkert að spá í staðsetningunni, heldur bara dagsetningunni og tímanum. Við komum svo til Nottingham í dag, og labba framhjá einni Jobcenter plus rétt hjá lestarstöðinni, þannig að ég double checka að það sé ekki sú sama og ég á að fara á. Sé þar charles street og rek svo augun í eitthvað annað... Charles street er ekki í Nottingham, heldur Leicester. ... panik ...

Vorum sem betur fer ekki komin langt frá lestarstöðinni, þannig að við náum að hlaupa til baka og taka lest til Leicester. Lestin er áætluð að koma til Leicester kl. 11.37, sem gefur okkur 23 mínútur til að finna jobcenter plus. Með einhverri ótrúlegri lukku náðum við að vera komin þangað fimm mínútum fyrir 12.. Fundurinn tók ca. 10 mínútur - það var allt. Ætti svo að fá númerið mitt innan 3ja vikna.

Ferðin var samt góð - fann primark og verslaði 2 kjóla, 2 leggings og sokka fyrir 21 pund.. 21 pund!! I love it, er búin að plana aðra ferð þangað í næstu viku og ég ætla að versla haug.. Jibbý! :)

Eurovision kom mér á óvart, ég var einungis með 3 lönd rétt af þeim sem komust áfram. Trúi því ekki að Danmörk hafi ekki komist áfram, elskaði það lag. Ætla að halda með Lettlandi á laugardaginn eins og ég hef oft gert áður - alveg eitt af mínum uppáhaldslöndum :) Mun reyna að setja inn spá fyrir laugardagskvöldið.

Farin að horfa á The Stand - hafið það gott...

Thursday, May 03, 2007

Court arise...

Komin tími á update - er það ekki?

Síðasti kennsludagur í dag. Prófin byrja í næstu viku. Fer í tvö próf, annað í forensic science og hitt í molecular genetic analysis. Er því á góðri leið með að klára annað árið, og bara eitt ár eftir - ótrúleg hvað tíminn líður viðbjóðslega hratt!! Er komin með vinnu í sumar, fékk placement í gegnum skólann hjá fyrirtæki sem heitir EIAG (heimasíðan er ekki virk eins og er samt..) þar sem ég verð að vinna við efnafræðirannsóknir. Hlakka gífurlega mikið til :)

Titill bloggsins er í samræmi við það sem við gerðum í skólanum í dag - fórum fyrir rétt. Eftir að hafa farið á gervivettvang og tekið öll þau sönnunargögn sem við fundum, þurftum við að rannsaka þau á rannsóknarstofunni, líkt og í fyrra. Það sem bættist við í ár er það að við þurftum að búa til "statement" yfir allt sem við rannsökuðum, hvaða aðferðir voru notaðar, hvaða niðurstöðu við komumst að o.s.frv. Með statementið okkar þurftum við svo að fara fyrir rétt, standa upp eitt og eitt í vitnastúku og svara spurningum lögfræðinganna. Sá sem var lögfræðingur sækjanda er mjög klár og vel lærður, og það skipti ekki miklu máli hversu vel maður var undirbúinn, hann myndi finna allt. Þetta var mjög ógnvekjandi fyrst, en svo gerði maður bara grín að þessu. Mjög lærdómsríkt og maður verður vonandi aðeins betur undirbúin á næsta ári, þar sem að við þurfum að endurtaka leikinn, auk þess sem að 3. árs lögfræðinemar munu cross examine okkur fyrst.

Allt gott að frétta annars, lífið er ljúft, veðrið að verða ansi heitt og skólinn gengur þokkalega. Ég er búin að opna nýtt myndaalbúm og mun setja myndir inn um leið og ég finn snúruna úr myndavélinni í tölvuna.

Hafið það gott.. until next time!