Lífið í Derby

Thursday, May 10, 2007

One down, one to go...

Fyrsta prófið var í gær, og það var algjör brandari. Ég held að ég hafi ekki getað verið undirbúin fyrir þetta próf, sama hversu mikið ég hefði lært. Meirihluti bekkjarins er viss um að hann sé fallinn, sem kemur mér ekki á óvart. Gat ekki annað en hlegið í gær þegar ég fór út úr prófinu, gat ekki verið pirruð yfir því að vera óundirbúin.

Við Matt ætlum að fara til Nottingham á eftir, ég þarf að fara á fund til að sækja um kennitölu. Hef unnið þrisvar upp í skóla á opnum degi, og á að fá borgað fyrir það en vantar þá kennitölu. Ætla að sjálfsögðu að nýta tímann í Nottingham til að versla pínu, má ekki sleppa því! :)

Ingó er þrítugur í dag, til hamingju með afmælið gamli! :)

----- Smá update -----

Ferðin til Nottingham fór ekki alveg sem skildi.. komumst til Nottingham á góðum tíma, sem betur fer..

Ég átti viðtal hjá þeim þegar ég fór til Íslands. Hringdi til að breyta tímanum og spurði hvort að þeir væru með skrifstofu í Derby. Það var ekki svo, þannig að ég hélt mig við Nottingham. Fékk svo bréf sent heim og var ekkert að spá í staðsetningunni, heldur bara dagsetningunni og tímanum. Við komum svo til Nottingham í dag, og labba framhjá einni Jobcenter plus rétt hjá lestarstöðinni, þannig að ég double checka að það sé ekki sú sama og ég á að fara á. Sé þar charles street og rek svo augun í eitthvað annað... Charles street er ekki í Nottingham, heldur Leicester. ... panik ...

Vorum sem betur fer ekki komin langt frá lestarstöðinni, þannig að við náum að hlaupa til baka og taka lest til Leicester. Lestin er áætluð að koma til Leicester kl. 11.37, sem gefur okkur 23 mínútur til að finna jobcenter plus. Með einhverri ótrúlegri lukku náðum við að vera komin þangað fimm mínútum fyrir 12.. Fundurinn tók ca. 10 mínútur - það var allt. Ætti svo að fá númerið mitt innan 3ja vikna.

Ferðin var samt góð - fann primark og verslaði 2 kjóla, 2 leggings og sokka fyrir 21 pund.. 21 pund!! I love it, er búin að plana aðra ferð þangað í næstu viku og ég ætla að versla haug.. Jibbý! :)

Eurovision kom mér á óvart, ég var einungis með 3 lönd rétt af þeim sem komust áfram. Trúi því ekki að Danmörk hafi ekki komist áfram, elskaði það lag. Ætla að halda með Lettlandi á laugardaginn eins og ég hef oft gert áður - alveg eitt af mínum uppáhaldslöndum :) Mun reyna að setja inn spá fyrir laugardagskvöldið.

Farin að horfa á The Stand - hafið það gott...

6 Comments:

  • At 1:13 PM, May 18, 2007, Anonymous Anonymous said…

    hehe gott að þu ert ekki svekkt yfir prófinu. já eurovision, það eiginlega vantaði þig en vá hvað allir eru orðnir pirraðir á austur evrópu, málið er kannski að þeir horfa mest á þetta,.?spurning. En lagið sem ég bjóst við að myndi vinna vann svo ég er sátt nema mitt lag var í 7. sæti, luv u Greece , hehe. Vertu í bandi sæta, ég er alveg símalaus nuna nema gsm :( miss u beib

     
  • At 9:41 AM, May 20, 2007, Blogger rydeen said…

    Miss u too hun, hringi í þig heim til Láru og Dóra áður en þau koma heim :)

     
  • At 9:15 PM, May 20, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Verður maður ekki að láta vita að maður kíkir öðru hvoru hérna inn til að kanna lífsmark :)
    Gott að allt gengur vel. Vonandi gerir það áfram

    Kv Helga Dröfn

     
  • At 12:26 AM, May 21, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Mitt lag var tyrkneska lagið, Shake it up, sjeik it in...man ekki í hvaða sæti það lenti svo..allaveg í topp 10

     
  • At 1:22 PM, May 21, 2007, Blogger rydeen said…

    Hæ Helga Dröfn, gaman að sjá að þú kíkir ennþá við, hef verið aðeins duglegri upp á síðkastið eins og þú sérð, reyndi meira að segja að blogga um daginn, en blogger var með einhverja stæla.. sko mig :)

    Hehe Sveina, verð að segja að það kemur mér ekki á óvart að þú hafir haldið með Tyrklandi, alveg þú! :)

     
  • At 6:40 PM, May 21, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Too late fyrir júrókomment höhö Kannast við það að heimurinnn hrynur ekki þó svo prófin geti verið svekkjandi ;) Annars dauðöfunda ég þig af primark shopperíinu, það hlýtur að hafa lyft þér eitthvað upp :)) Smúss SM

     

Post a Comment

<< Home