Lífið í Derby

Thursday, May 03, 2007

Court arise...

Komin tími á update - er það ekki?

Síðasti kennsludagur í dag. Prófin byrja í næstu viku. Fer í tvö próf, annað í forensic science og hitt í molecular genetic analysis. Er því á góðri leið með að klára annað árið, og bara eitt ár eftir - ótrúleg hvað tíminn líður viðbjóðslega hratt!! Er komin með vinnu í sumar, fékk placement í gegnum skólann hjá fyrirtæki sem heitir EIAG (heimasíðan er ekki virk eins og er samt..) þar sem ég verð að vinna við efnafræðirannsóknir. Hlakka gífurlega mikið til :)

Titill bloggsins er í samræmi við það sem við gerðum í skólanum í dag - fórum fyrir rétt. Eftir að hafa farið á gervivettvang og tekið öll þau sönnunargögn sem við fundum, þurftum við að rannsaka þau á rannsóknarstofunni, líkt og í fyrra. Það sem bættist við í ár er það að við þurftum að búa til "statement" yfir allt sem við rannsökuðum, hvaða aðferðir voru notaðar, hvaða niðurstöðu við komumst að o.s.frv. Með statementið okkar þurftum við svo að fara fyrir rétt, standa upp eitt og eitt í vitnastúku og svara spurningum lögfræðinganna. Sá sem var lögfræðingur sækjanda er mjög klár og vel lærður, og það skipti ekki miklu máli hversu vel maður var undirbúinn, hann myndi finna allt. Þetta var mjög ógnvekjandi fyrst, en svo gerði maður bara grín að þessu. Mjög lærdómsríkt og maður verður vonandi aðeins betur undirbúin á næsta ári, þar sem að við þurfum að endurtaka leikinn, auk þess sem að 3. árs lögfræðinemar munu cross examine okkur fyrst.

Allt gott að frétta annars, lífið er ljúft, veðrið að verða ansi heitt og skólinn gengur þokkalega. Ég er búin að opna nýtt myndaalbúm og mun setja myndir inn um leið og ég finn snúruna úr myndavélinni í tölvuna.

Hafið það gott.. until next time!

4 Comments:

  • At 11:20 AM, May 07, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Frábært að þú skulir vera byrjuð að blogga aftur elskan mín, vonandi verður þetta reglulegt hér eftir. Alltaf gaman að lesa hvað þú ert að gera og upplifa, þó ég viti nú flest held ég ;-) Og nú bíð ég spennt eftir myndunum! Ég held að þú ættir bara að koma við í Dixons eða Currys og kaupa nýja snúru, þú átt þá bara 2 ef hin finnst. Ég get ekki beðið mikið lengur eftir að sjá myndir ;-) Ástarkveðjur, mamma gamla

     
  • At 5:01 PM, May 07, 2007, Anonymous Anonymous said…

    hei sæta - ekki láta þig hverfa aftur svona lengi, me miss you beib, er ekki með heimasíma þessa dagana :( en hlakka til að sjá myndir og þú færð að sjá myndir af árshátíðinni fljótlega, we missed you babe , smúss Heiða

     
  • At 6:38 PM, May 07, 2007, Blogger rydeen said…

    Hehe ég held að þú vitir nú flest mamma mín :) En ég lofa að henda inn myndum fljótlega!

    Heiða sæta, láttu mig vita þegar þú ert aftur komin með heimasíma, eða ef ég get náð í þig einhverns staðar, er farin að sakna hrikalega að heyra ekki í þér! Miss u too sætasta :)

     
  • At 11:41 PM, May 10, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Mikið djöfull er ég stolt af þér að hafa drifið þig í þetta nám.. Hljómar ekkert smá skemmtilega! húrra húrra fyrir þér, ég öfunda þig slatta mikið af þessu. ég gæti ekki flutt út í nokkur ár í skóla...Ohhh njóttu þess í botn!
    Svo er þetta einmitt eitthvað svo mikið starf fyrir okkur Bogmennina... væri svoo til í þetta.
    bestu kveðjur og knús. Barbara sveitastelpa á kafi í sauðburði..

     

Post a Comment

<< Home