Lífið í Derby

Saturday, May 26, 2007

Blöskr...

Uppeldisaðferðir Englendinga eru oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, ekki skrítið að ástandið sé eins og það er á unglingum og ungu fólki hérna í dag. Sumir foreldrar hika ekki við að öskra á börnin sín úti á götu, að þau séu hálvitar, aumingjar og þar fram eftir götunum ef þau gera eitthvað af sér - þ.e. detta, rekast utan í fólk o.s.frv., eitthvað sem "normal" foreldri myndi ekki gera. Enn verra er þegar foreldrar taka sig til og slá börnin sín fyrir framan alla og finnst nákvæmlega ekkert að því, og með því fylgja skammir og uppnefningar. 3 góð dæmi um þetta;
- Mamma var í lestinni á leiðinni til mín, þegar hún heyrir móður skamma ca. 4 ára gamalt barn sitt fyrir að hella niður úr vatnsflösku, með því að kalla barnið idiot, og vera virkilega að meina það.
- Ég var á McDonalds í fyrra og að labba frá afgreiðsluborðinu. Stelpa, ca. 3ja ára stóð fyrir mér, og ég afsakaði mig pent og brosti til stelpunar sem var að fara að færa sig. Í því grípur mamma hennar í hana, lemur hana í bakið og skipar henni að vera ekki að þvælast fyrir fólki með þvílíkum tón. Ég gat varla borðað matinn minn vitandi það að stelpan var lamin út af mér.
- Í dag fórum við í bæinn. Á leiðinni út úr mallinu kemur fjölskyla labbandi inn, strákur um 10 ára labbar óvart á fólk á leiðinni inn, og mamma hans gefur honum þvílíkt högg aftan á hnakkann - og auðvitað fylgdi því að hann væri náttúrulega bara hálfviti. Mér var skapi næst að gefa henni einn á 'ann.

Blöskrblöskrblöskr... ekki skrítið að ungdómurinn í Englandi er á góðri leið til helvítis...

Að öðru..

Fór í gær í heimsókn til EIAG þar sem ég verð að vinna í sumar. Byrja að vinna 4. júní og hlakka ekkert smá til, en á sama tíma kvíði ég hrikalega mikið fyrir. Verður fínt þegar ég er búin að fara í gegnum þjálfunina, hlakka til þegar fyrsti dagurinn er búinn :)

Er að fara á nýja Wembley á mánudaginn að sjá Derby keppa um að komast í úrvalsdeildina. Að fá miða á leikinn var hægara sagt en gert, gátum loksins orðið okkur úti um miða á þriðjudaginn eftir mikið panik og hálf tárvot augu. Hlakka endalaust mikið til - come on you rams!!! Matt bókaði í leiðinni miða á leikritið Woman in black fyrir okkur tvö í lok júni, ætlum til London og hafa það kósý, hlakka til þess :) Mamma kemur svo líklegast daginn eftir og verður í 3 vikur, hlakka endalaust til að sjá þig mamma mín :)

Mikið að hlakka til á næstunni hehehe :)

Hafið það gott!

9 Comments:

  • At 6:53 PM, May 27, 2007, Blogger Unknown said…

    oh, ert þú að fara sjá "Woman in black". Þetta er uppáhalds draugamyndin okkar Önnu Maríu. Brrrrrrrrrr, oh - hún er svo Crepy :-)
    Gaman að lesa bloggið þitt elsku frænka. Mamma þín var hér aðeins hjá mér í dag í góða veðrinu.
    Hafið það gott.
    Guffa frænka og Siggi Sverrir frændi (Jack Sparrow)

     
  • At 12:36 PM, May 29, 2007, Blogger rydeen said…

    Já mig minnti að þið hefðuð talað um það áður :) Hlakka ekkert smá til, lásum á vefsíðunni að fólk fer hrætt út af sýningunn!

    Bið að heilsa Sigga Sverri, gefðu honum knús frá mér :)

     
  • At 2:13 AM, May 30, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Hehe gat ekki annað en rekið augun í einhverja smástningu um að Derby hafði unnið eitthvað fótboltalið hahaha... ööööö bíddu var það ekki örugglega fótbolti??? Tíhí til lukku með ....liðið ;) Kv. frá SM

     
  • At 8:32 PM, May 30, 2007, Blogger rydeen said…

    Hehe jú fótbolti ;) Erum sumsé komin í úrvalsdeildina og munum því njóta þess að fá Man Utd, Chelsea, Liverpool og Arsenal í heimsókn á Pride Park :)

     
  • At 1:20 PM, May 31, 2007, Anonymous Anonymous said…

    omg... hvað er að þessu fólki í UK, hef sko oft orðið var við þetta þarna úti, langar oft að taka í foreldrana.
    En vonandi verður gaman á leiknum, ég veit að það verður gaman. Verðum að fara að heyrast sæta
    knús Heiða

     
  • At 3:37 PM, June 03, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Heyrðu elskan mín; á ekkert að blogga um leikinn á Wembley? Þáð hlýtur að hafa verið mikil upplifun að vera þar, og Derby vann! Jibbý! Það verður nú aldeilis gaman hjá ykkur þegar stóru liðin koma til Derby að spila á næstu leiktíð. Ég verð nú að komast á einn leik, t.d. Derby/Man.United og sjá Ronaldo! Sjáumst 4. júli, ég hlakka óendanlega mikið til að knúsa ykkur öll. Ástarkveðjur :-)M

     
  • At 3:44 PM, June 03, 2007, Anonymous Anonymous said…

    ... mig er farið að langa til að sjá myndir, á ekki að opna myndasvæðið?? Gangi þér vel á morgun elskan mín. Er ekki annars fyrsti vinnudagurinn 4. júní?? Þetta verður vonandi góð reynsla fyrir þig og ég veit að þú átt eftir að standa þig með sóma á rannsóknarstofunni, eins og í öllu sem þú hefur tekið þér fyrir hendur! Love you. Mamma

     
  • At 11:34 PM, June 04, 2007, Anonymous Anonymous said…

    ertu orðin algjör fótboltabulla.... með tárvot augu haha. Gangi þér vel í nýju vinnunni.
    kveðja
    Ása

     
  • At 6:21 PM, June 05, 2007, Blogger rydeen said…

    Takk Mamma mín, hlakka líka til að sjá þig :) Er að reyna að hlaða sem flestum myndum inn núna, tilkynni það um leið og nýja albúmið er komið í gagnið :)

    Hehe já Ása, er orðin brjáluð bulla, love it! ;)

     

Post a Comment

<< Home