Lífið í Derby

Wednesday, November 22, 2006

The Sun...

Mikid talad um kaup Eggerts Magnussonar a West Ham i edalsludurbladinu The Sun, og hann kalladur Eggy eda Egghead. Sa tessa mynd i bladinu i morgun og bara vard ad skella henni inn.. Sja her.

Horfdi a tatt i gaer, tar sem ad enginn annar er sjalfur Itrottaalfurinn kom fram. Latibaer er mjog vinsaell herna og DVD disknum er spad metsolu, ekki slaemt.

For a Muse a fostudaginn i Nottingham og tad var algjor snilld! Satum a godum stad og nutum okkar i botn. Fer svo aftur tangad i desember til ad sja Morrissey, hlakka endalaust til :) A leidinni heim fra Nottingham var frekar mikid vesen med rutuferdirnar, vid Ingo rett nadum sidustu tveimur saetunum til Derby og fullt af folki turfti ad vera eftir. Eg sat fremst vid hlidina a stelpu sem ad ollum likindum var kaerasta bilstjorans. Ad hlusta a samtolin milli teirra var brandari. Bilstjorinn turfti ad hringja i adra bilstjora til ad redda staerri rutu fyrir allt folkid sem beid, og hun gjammadi inn a milli hvad hann aetti ad segja, sem hann apadi upp eftir henni. Ef einhver hefur sed Phoenix Nights, ta minnti bilstjorinn mikid a Brian Potter - frekar slaemt, ha? Ef tid hafid ekki sed Phoenix Nights, ta maeli eg med tvi ad tid naid ykkur i ta taetti.

Aetla ad halda afram med efnafraedina, svo tekur the sun, OK!, Kerrang og New Scientist vid :)

Thursday, November 02, 2006

Brrr....

Veturinn kom í gær. Fram að því hafði verið mjög milt og frekar hlýtt. Fór út í bíl í gærmorgun og hélt ég myndi frjósa, og þurfti meira að segja að skafa af rúðunni. Var örugglega kaldara í dag en var í gær, og samkvæmt veðurspánni á BBC á það ekki eftir að breytast. Finnst þessi árstíðarskipti samt frekar skemmtileg, það fer ekkert á milli mála þegar það eru árstíðarskipti.

Hitinn ætlar þó að skríða upp í 11°C á laugardaginn og sólin ætlar að skína, sem betur fer. Er að fara á minn fjórða leik með Derby County og var eiginlega ekkert á því að fara í þessum kulda, en ég verð að fara, þetta er svo ógeðslega skemmtilegt :) Bara muna að fara í 2 flíspeysur og 2 ullarpeysur.. það ætti að duga...

Er að fara á Muse í Nottingham 17. nóvember með Ingó, og hlakka endalaust mikið til. Ætla svo að sjá Morrissey aftur í desember, fór á tónleikana í Höllinni í ágúst og það var bara snilld. Er búin að vera mjög slöpp í djammi upp á síðkastið, en fór síðustu helgi út á lífið í Long Eaton, næsta bæ við Derby. Skemmti mér bara vel, gott að komast aðeins út á lífið. Er svo að fara í brjálað Bonfire partý um helgina (vegna Guy Fawkes day - fjallaði aðeins um hann í fyrra) með haug af flugeldum og brennu í garðinum. Fæ þó allavegana smá sárabót fyrir að missa af gamlárskvöldi heima í fyrra, var mjög súrt að þurfa að horfa á flugeldana í sjónvarpinu beint frá London..

Hef ekki enn ákveðið hvort ég komi heim um jólin, prófin eru í byrjun janúar, og ef ég kæmi þá yrði ég bara yfir jólin. Pabbi og Birna eru að fara til London eftir viku og ég er að spá í að kíkja á þau einn dag, Heiða og Ella eru að fara til Glasgow í lok mánaðarins og ég er líka að spá í að kíkja á þær ef ég hef tíma, mamma og amma Brynja koma 1. des og verða til 5., og svo koma pullurnar mínar til mín 1. febrúar - vonum að árstíðarskiptin haldist og það byrji að vora frá og með þeim deginum.. efast nú samt stóóórlega um það :)

Annars gengur skólinn bara vel, er að drukkna í verkefnum og verð það út önnina. Næsta önn verður vonandi ljúf, verð bara í 3 fögum þá þar sem að ég er í 5 núna. Er að spá í að bæta einu fagi við á næstu önn en ég veit ekki hvort það muni gagnast mér mikið, sé til eftir áramót.

Verð að halda áfram að læra - verð að hofra á einn þátt sem byrjar kl. 9 ;)