Brrr....
Veturinn kom í gær. Fram að því hafði verið mjög milt og frekar hlýtt. Fór út í bíl í gærmorgun og hélt ég myndi frjósa, og þurfti meira að segja að skafa af rúðunni. Var örugglega kaldara í dag en var í gær, og samkvæmt veðurspánni á BBC á það ekki eftir að breytast. Finnst þessi árstíðarskipti samt frekar skemmtileg, það fer ekkert á milli mála þegar það eru árstíðarskipti.
Hitinn ætlar þó að skríða upp í 11°C á laugardaginn og sólin ætlar að skína, sem betur fer. Er að fara á minn fjórða leik með Derby County og var eiginlega ekkert á því að fara í þessum kulda, en ég verð að fara, þetta er svo ógeðslega skemmtilegt :) Bara muna að fara í 2 flíspeysur og 2 ullarpeysur.. það ætti að duga...
Er að fara á Muse í Nottingham 17. nóvember með Ingó, og hlakka endalaust mikið til. Ætla svo að sjá Morrissey aftur í desember, fór á tónleikana í Höllinni í ágúst og það var bara snilld. Er búin að vera mjög slöpp í djammi upp á síðkastið, en fór síðustu helgi út á lífið í Long Eaton, næsta bæ við Derby. Skemmti mér bara vel, gott að komast aðeins út á lífið. Er svo að fara í brjálað Bonfire partý um helgina (vegna Guy Fawkes day - fjallaði aðeins um hann í fyrra) með haug af flugeldum og brennu í garðinum. Fæ þó allavegana smá sárabót fyrir að missa af gamlárskvöldi heima í fyrra, var mjög súrt að þurfa að horfa á flugeldana í sjónvarpinu beint frá London..
Hef ekki enn ákveðið hvort ég komi heim um jólin, prófin eru í byrjun janúar, og ef ég kæmi þá yrði ég bara yfir jólin. Pabbi og Birna eru að fara til London eftir viku og ég er að spá í að kíkja á þau einn dag, Heiða og Ella eru að fara til Glasgow í lok mánaðarins og ég er líka að spá í að kíkja á þær ef ég hef tíma, mamma og amma Brynja koma 1. des og verða til 5., og svo koma pullurnar mínar til mín 1. febrúar - vonum að árstíðarskiptin haldist og það byrji að vora frá og með þeim deginum.. efast nú samt stóóórlega um það :)
Annars gengur skólinn bara vel, er að drukkna í verkefnum og verð það út önnina. Næsta önn verður vonandi ljúf, verð bara í 3 fögum þá þar sem að ég er í 5 núna. Er að spá í að bæta einu fagi við á næstu önn en ég veit ekki hvort það muni gagnast mér mikið, sé til eftir áramót.
Verð að halda áfram að læra - verð að hofra á einn þátt sem byrjar kl. 9 ;)
Hitinn ætlar þó að skríða upp í 11°C á laugardaginn og sólin ætlar að skína, sem betur fer. Er að fara á minn fjórða leik með Derby County og var eiginlega ekkert á því að fara í þessum kulda, en ég verð að fara, þetta er svo ógeðslega skemmtilegt :) Bara muna að fara í 2 flíspeysur og 2 ullarpeysur.. það ætti að duga...
Er að fara á Muse í Nottingham 17. nóvember með Ingó, og hlakka endalaust mikið til. Ætla svo að sjá Morrissey aftur í desember, fór á tónleikana í Höllinni í ágúst og það var bara snilld. Er búin að vera mjög slöpp í djammi upp á síðkastið, en fór síðustu helgi út á lífið í Long Eaton, næsta bæ við Derby. Skemmti mér bara vel, gott að komast aðeins út á lífið. Er svo að fara í brjálað Bonfire partý um helgina (vegna Guy Fawkes day - fjallaði aðeins um hann í fyrra) með haug af flugeldum og brennu í garðinum. Fæ þó allavegana smá sárabót fyrir að missa af gamlárskvöldi heima í fyrra, var mjög súrt að þurfa að horfa á flugeldana í sjónvarpinu beint frá London..
Hef ekki enn ákveðið hvort ég komi heim um jólin, prófin eru í byrjun janúar, og ef ég kæmi þá yrði ég bara yfir jólin. Pabbi og Birna eru að fara til London eftir viku og ég er að spá í að kíkja á þau einn dag, Heiða og Ella eru að fara til Glasgow í lok mánaðarins og ég er líka að spá í að kíkja á þær ef ég hef tíma, mamma og amma Brynja koma 1. des og verða til 5., og svo koma pullurnar mínar til mín 1. febrúar - vonum að árstíðarskiptin haldist og það byrji að vora frá og með þeim deginum.. efast nú samt stóóórlega um það :)
Annars gengur skólinn bara vel, er að drukkna í verkefnum og verð það út önnina. Næsta önn verður vonandi ljúf, verð bara í 3 fögum þá þar sem að ég er í 5 núna. Er að spá í að bæta einu fagi við á næstu önn en ég veit ekki hvort það muni gagnast mér mikið, sé til eftir áramót.
Verð að halda áfram að læra - verð að hofra á einn þátt sem byrjar kl. 9 ;)
11 Comments:
At 10:35 PM, November 02, 2006, helga said…
Takk fyrir að blogga, nú líður mér töluvert betur ;) Gangi þér vel í skólanum.
At 8:27 AM, November 03, 2006, rydeen said…
Hehe takk :)
At 11:47 AM, November 05, 2006, Anonymous said…
Frábært að sjá blogg frá þér elskan mín :-) Ég
og amma Brynja hlökkum mikið til sjá þig um mánaðarmótin og fá að knúsa þig! Og vera í afmælisveislunni þinni. Gangi þér vel í skólanum sem og öllu öðru sem þú tekur þér fyrir hendur. Ég er svo stolt af þér ! Ástarkveðjur frá mömmu..
At 4:08 PM, November 05, 2006, rydeen said…
Takk elsku mamma min, hlakka lika til ad fa ykkur i heimsokn :)
At 6:46 PM, November 05, 2006, Anonymous said…
omg! Muse!!!!! þú ert nú meiri pullan, öfunda þig ógó mikið að vera svona nálægt meginlandinu þar sem framboðið af góðum tónleikum er svona mikið..... smússísmúss SMpulla
At 12:48 PM, November 06, 2006, Anonymous said…
ohh.. hvað er gott að heyra frá þér elskan, þarf að fara að bjalla aftur í þig. en mundu að skólinn kemur fyrst ;) en auðvitað vil ég fá þig heim um jólin , helst áramótin verð ég að segja :) vonandi sjáumst við svo í Glasgow
luv u villimey
At 11:36 AM, November 12, 2006, Anonymous said…
sakna þess að heyra ekki í þér! Varð svo svakalega hugsað til þín þegar ég frétti að Britney er að skilja við Kevin... :) Er ekki spurning um að kíkja saman á Robbie við stelpurnar??? Jey....
At 7:50 PM, November 16, 2006, rydeen said…
Muse á morgun, Sigga! Bara varð ;)
Elsku Heiða mín, er ekki ennþá búin að ákveða hvað ég geri um jólin, kem allavegana heim um páskana og kem jafnvel með einvhern með mér ;)
Katrín, ég varð náttúrulega að kaupa öll slúðurblöðin með öllu slúðrinu um britney og kevin ;) væri geggjað að við færum saman á robbie tónleika, yrðum þá helst að fara til cardiff og endurtaka leikinn frá því í sumar hahah :D
At 12:27 AM, November 17, 2006, Anonymous said…
Múhú Búhú ég ætla að reyna að hugsa ekki um sæluna sem þú færð að upplifa á morgun á meðan ég og heather hlustum á frónverska Jeff Buckley wannabees ... arrrrg Nei annars : GÓÐA SKEMMTUN!!!! (og næst kaupir þú miða handa mér og lætur mig svo bara vita hahhahaha) Pusspuss SM
At 6:07 PM, November 17, 2006, rydeen said…
Haha, bókað mál Sigga mín, tek þig með næst :)
At 7:54 PM, November 18, 2006, Anonymous said…
Hæ Brynja, sé að þúrt að standa þig þarna úti. Flott og frábært! Ég hélt satt að segja að þú værir hætt að blogga eða komin með nýja síðu... En gaman að það er komin ný færsla. Góða skemmtun á tónleikunum (eða voru þeir í gær??) annýhús þú skilur. Bestu kveðjur. Barbara. p.s kíktu á börnin mín... http://www.barnanet.is/gudbjarturogunnur. kv. aftur Barbara.
Post a Comment
<< Home