Lífið í Derby

Saturday, March 18, 2006

St. Patricks Day

(fattaði það að það er mánuður síðan ég bloggaði síðast, rosalega líður tíminn óþolandi hratt!)

St. Patricks Day var í gær, og við fórum á írska pöbbinn í bænum (Ryan's - held að flestir sem komið hafa í heimsókn til okkar hafi farið þangað). Það var ótrúleg stemning á staðnum, og mikið drukkið af Guinness. Alltaf þegar keyptur var drykkur fékk fólk miða í happdrætti og við unnum 2 stóra Guinness hatta, einn uppblásinn pint af Guinness og Guinness fána. Hattinum hans Ingós var reyndar stolið seinna um kvöldið, en það er allt í lagi, við eigum ennþá einn :)

Við erum búin að fá haug af fólki í heimsókn síðustu vikur, Guffa kom í byrjun mánaðarins, sama dag og hún fór heim komu Chris og Julia, systir hans, og nokkrum dögum eftir að þau fóru komu Lára og Dóri. Hillary vinkona frá USA kom daginn eftir Láru og Dóra en gisti upp á Lonsdale. Næsta plan er að við komum heim um páskana - e. 17 daga, mikið hlakka ég til.. verst bara hvað það er brjálað að gera hjá mér þangað til og ég þarf líka að læra haug í páskafríinu.. best að nýta tímann vel :/

Jeminn, ég veit ekki hvað ég á að segja meira.. ég man afspyrnu lítið svona aftur í tímann.. ætla að henda inn nýjum myndum á eftir..

6 Comments:

  • At 10:00 AM, March 20, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Vá þetta styttist bara jafnt og þétt. Jæja gangi ykkur vel þangað til og hafið það gott :)

    Vi ses Helga Dröfn (komin á klakann) :)

     
  • At 11:55 AM, March 20, 2006, Anonymous Anonymous said…

    já gaman að það sé svona stutt í að þið komið heim. ég held að það verði brilljant að hittast á kaffihúsið við úr mk, bara gera það sem fyrst því páskarnir fara allir í hátíðana fyrir vestan(aldrey fór ég suður) hlakka til að sjá ykkur
    kv Erla Sonja

     
  • At 1:46 PM, March 21, 2006, Anonymous Anonymous said…

    flott að heyra loks frá þér, hlakka svo til að fá ykkur heim.

    kv. Heiða

     
  • At 7:38 PM, March 22, 2006, Blogger rydeen said…

    Hæ HD, velkomin aftur á klakann! Bið að heilsa Lalla, hlakka til að hitta ykkur í páskapóker ;)

    Ohh.. mig langar á aldrei fór ég suður.. hvenær ferðu vestur? Við drífum bara í því á meðan þú ert í bænum, díll?? :)

    Það er farið að verða ótrúlega stutt í heimkomu, 13 dagar í dag :) Hlakka líka svo mikið til að koma heim og hitta þig sæta mín :)

     
  • At 1:34 AM, March 24, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Hæ Brynja mín... Ég hef ekki kíkt lengi hingað en ég missti samt bara af tveimur bloggum. Það er brjálað að gera hjá mér eins og öllum öðrum. Hef ekki tíma í neitt. Ég er komin í þennan pakka sem þú varst í þegar þú varst í lögfræðinni, þeas sleppa því að læra og horfa á sjónvarpið. Þetta er alveg rosalegt. Það er of mikið að gera að ég dett bara inn í sjónvarpið til þess að þurfa ekki að hugsa hmm. ekki gott. En það verður gaman að sjá ykkur þegar þið komið.
    Endilega kíktu á heimasíðuna hans Gabríels er búin að breyta henni og setja eitthvað af myndum á eftir að bæta við fleiri myndum
    Vonandi sjáumst við eitthvað þegar þú kemur :)

     
  • At 7:35 PM, March 27, 2006, Blogger rydeen said…

    Hæ Rutla, já það er ömurlegt að vera í þeim pakka, vonandi nærðu þér upp úr því og massar prófin í vor :) Flott nýja síðan hans Gabríels, og gaman að sjá nýjar myndir, hann er svoddan krútt.. flottur bíllinn þinn líka ;)
    Sjáumst í páskafríinu!

     

Post a Comment

<< Home