Lífið í Derby

Tuesday, March 28, 2006

Vorið er komið!

Loksins... búin að bíða eftir vorinu í langan tíma, en núna er það að öllum líkindum komið. Hitinn er farinn að slá í 13 gráður á daginn, verst bara að það er búið að vera rok eða rigning (eða blanda af báðu) síðan það fór að hlýna. Páskaliljurnar eru farnar að spretta alls staðar upp og ég sá maríubjöllu í skólanum síðasta mánudag. Klukkan var færð fram um einn tíma um helgina þannig að núna er bjart til svona hálfátta á kvöldin.

Við fljúgum heim eftir viku. Ætlum líklegast að gista hjá Julie (frænka hans Ingó sem býr í Bracknell, sem er ekki svo langt frá London) og fjölskyldu í annað hvort eina eða tvær nætur áður en við fljúgum heim. Ætluðum fyrir löngu síðan að vera búin að heimsækja þau, en tíminn hefur liðið furðulega hratt (er t.d. engan veginn að ná því að mars sé að verða búinn og apríl nálgast óðfluga). Listinn yfir það sem ég ætla að borða þegar ég kem heim lengist stöðugt, og ég efast um að ég hafi tíma (né efni) á að borða þetta allt! :)

Ingó fór til Liverpool á laugardaginn, til að horfa á Liverpool spila á móti Everton á Anfield. Hann er ennþá í skýjunum. Hann spjallaði við íslendinga sem voru þarna á staðnum sem sögðu honum að það væri erfitt að finna stað í bænum sem seldi bjórinn lengur á 500 kall.. vill einhver hughreysta okkur og segja okkur að þetta sé ekki orðið svo slæmt?

Á morgun fer ég í introduction to crime scene scenario. Miðvikudaginn eftir að við komum heim úr páskafríinu förum við á gervi crime scene, þar sem að við þurfum að safna öllum sönnunargögnum og vinna svo úr þeim síðustu tvær vikurnar, og ég hlakka ekkert smá til! Tek kannski CSI kit-ið með mér sem Erla og Elvar gáfu mér í kveðjupartýinu, ég slæ örugglega í gegn! Annars er brjálað að gera hjá okkur núna þessa síðustu viku fyrir páskafrí. Ætlum svo að taka síðasta djammið í Derby í bili á föstudaginn, þegar The Arms, barinn upp í skóla, lokar endanlega þar sem hann er núna, og verður svo opnaður á nýja staðnum vonandi eftir páska. Á föstudaginn verður heljarinnar dæmi þar og er yfirskrifin kvöldsins "Drink the bar dry".. við Ingó munum að sjálfsögðu ekki láta okkur vanta :)

Jæja, er busy! Later...

16 Comments:

  • At 11:09 PM, March 28, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Roger eftir rúmar tvær vikur! :)

     
  • At 11:09 PM, March 28, 2006, Anonymous Anonymous said…

    -öhm

    Kristinn

     
  • At 11:11 PM, March 28, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Þetta var skrautlegt, Roger Waters er náttúrulega í Júní, en ekki Apríl....

    Maður er soldið dofinn í ellinni :P

     
  • At 11:59 PM, March 28, 2006, Blogger kErla said…

    Hahahaha já CSI-kittið á kannski eftir að koma sér vel eftir allt saman ;)

    Skyldi verða einhver tími fyrir heimsókn þegar þið komið á klakann??

     
  • At 1:07 PM, March 29, 2006, Blogger rydeen said…

    Vá Kristinn hvað mér brá fyrst, hélt ég hefði ruglað öllu saman :) Já, ellikelling getur farið illa með mann, er hún ekki heldur snemma á ferðinni samt? ;)

    Erla, ég verð eiginlega að heimsækja ykkur, á eftir að sjá íbúðina og auðvitað kúluna! Ég bý bara til tíma :)

     
  • At 11:30 AM, March 30, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Pant fá að koma í heimsókn einhverntíman og fara með Ingó á liverpool leik :) ohh thað væri æðislegt..:) Hlakka til að sjá ykkur

    Kv. Agnes ..:)

     
  • At 1:57 PM, March 30, 2006, Blogger rydeen said…

    Hehe það ætti að vera lítið mál ;) Hlakka líka til að sjá ykkur öll, er orðin ótrúlega spennt að koma heim, bara 5 dagar núna ;)

     
  • At 9:55 PM, March 30, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Eruði busy þann 12. apríl? Ef ekki takið hann þá frá (kvöldið þ.e.a.s)

    Kv Helga Dröfn

     
  • At 8:51 AM, March 31, 2006, Blogger rydeen said…

    Neibb, held að við séum laus, búin að taka hann frá :)

     
  • At 5:54 PM, March 31, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Flott :) innflutnings, afmælis og heimkomuteiti hjá okkur!

    HD & Lalli

     
  • At 8:20 PM, March 31, 2006, Blogger kErla said…

    vá hvað þið eigið eftir að hafa mikið að gera í heimsóknum hehe!

     
  • At 8:22 PM, March 31, 2006, Anonymous Anonymous said…

    je minn - bara að koma að því að þið komið á klakann aftur - hvað verðið þið lengi?? Það eru nefnilega klikkaðir afmælistónleikar fyrir Möggu 50 ára þann 30. apríl!!
    knús
    Særún

     
  • At 9:38 PM, March 31, 2006, Blogger rydeen said…

    Glæsilegt!! Hlakka til :)

    Já Erla, við verðum busy, ætla samt að koma í heimsókn til ykkar :)

    Æji oooo særún, þetta er alveg týpískt, fer heim aftur 22. apríl :( verða æfingar í gangi í apríl? maður kannski kíkir í heimsókn :) láttu mig vita :)

     
  • At 11:28 PM, April 21, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Bíð bara eftir því að horfa á þig í sjónvarpinu í einhverju CSI viðtali, var búin að týna blogg addressunni ykkar en sem betur fer fann ég hana. Vona að Ingó gangi vel í sagnfræðinni
    Kveðja úr rigningu og hagléli
    Dana

     
  • At 9:10 PM, April 24, 2006, Blogger rydeen said…

    Hehe það væri ekki slæmt, tala nú ekki um ef að það væri með Gil Grissom vini mínum ;)

     
  • At 7:24 PM, March 06, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Enjoyed a lot! »

     

Post a Comment

<< Home