Lífið í Derby

Wednesday, February 22, 2006

Æi..

..hætt að nenna að afsaka mig.. ;)

Pabbi kom í síðustu viku í heimsókn og fór aftur í gær, og við höfðum það öll rosalega gott. Ég fór í fyrsta skiptið síðan ég flutti hingað út á safn.. maður er nú ekki alveg í lagi. Við pabbi skelltum okkur á Silk Mill safnið niður í bæ, sem er staðsett í gamalli verksmiðju, einni af þeim fyrstu. Þar er farið yfir allan iðnað sem verið hefur í Derby, fer bókað mál þangað aftur. Fórum svo með pabba upp í Ashbourne, lítinn bæ rétt hjá Derby, og hefðum rölt meira um þar ef að það hefði ekki verið skííítakuldi úti.. það er algjör vetrarkuldi hérna núna og hefur verið síðustu daga.. brr.. Fórum svo á Thai Dusit síðasta kvöldið. Milli þess var bara slakað á og tekið því rólega, held að pabbi hafi farið vel afslappaður heim :)

Einkunnirnar eru komnar í hús, fékk tvær A- og svo B-, C- og D+. Er frekar pirruð út af D+ en samt alveg sátt yfir að hafa náð (kemst þá fyrr heim í páskafrí). Kann það fag vel, en þetta helv.. tölvupróf var ekki að gera sig, þar sem að það var ekki hægt að flaka fram og til baka milli spurninga, maður varð bara að klára og submita svarið.. ömurlegt.. ég fór í panik-mode þar sem að prósenturnar er sýndar, hversu miklum tíma og hluta af prófinu er lokið. Eftir 1 spurninguna var ég búin með 10% af tímanum sem orsakaði eitt stórt panik.. sleppti haug til að ná að fara í gegnum allt.. en oh well.. náði þó :)

Það er búið að vera ótrúlega gaman í skólanum, sérstaklega í réttarrannsóknartímunum, þar sem að við erum bara í rannsóknarstofutímum á þessari önn. Erum búin að gera forpróf á blóð- og sæðisblettum, og munum í næstu viku fá fatnað annað hvort með blóði eða sæði til að finna og gera prófanir á. Erum líka búin að fara í það hvernig maður getur kyngreint beinagrindur, er núna búin að kyngreina beinagrindina mína (þ.e.a.s. Tiny Tim sem ég keypti fyrir jól - ekki sjálfa mig, það ætti að vera nokkuð augljóst hvers kyns hún er) og ég er nokkuð viss um að hann sé í raun hún.. ættum einnig að geta kynþáttagreint og aldursgreint ýmis bein og fleira í þeim dúr, ótrúlega skemmtilegt.

Guffa frænka kemur í næstu viku, hún er að fara í viðtal upp í skóla þar sem að hún er búin að sækja um í Creative Expressive Therapy, og ætlar að gista hjá okkur á meðan. Chris vinur okkar frá Þýskalandi kemur sama dag og hún fer og hann ætlar líka að gista hjá okkur og svo koma Lára og Dóri 9. mars, þannig að það er nóg að gera. Svo bara komum við heim nokkrum vikum seinna :) Við erum farin að hlakka þvílíkt mikið til að koma heim og hitta alla, og éééta, ég er búin að búa til lista yfir þann mat sem ég verð að fá mér, er alveg komin með cravings fyrir öllum góða matnum heima.

Jæja, ætla að enda þetta á klukkeríinu, er búin að vera klukkuð af Siggu, Laufey, Erlu og Lenu, og ég efast um að ég eigi nokkurn eftir til að klukka ;) Well here goes!

4 störf sem ég hef unnið við um ævina

-Ritari, móttöku og ýmislegt annað hjá Landsvirkjun
-Sumarvinna í Búrfelli
-Símsvörun á Pizzahúsinu
-Nýja Kökuhúsið í gömlu Borgarkringlunni

4 kvikmyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur

-Stella í Orlofi (og hef horft á aftur og aftur og aftur..)
-Fifth Element (og í raun allt annað með Gary Oldman)
-Breakfast Club
-Rocky Horror Picture Show

Staðir sem ég hef búið á
-Laufvangi, Hafnarfirði
-Stóragerði, Rvk
-Grensásvegi, Rvk
-Álftamýri, Rvk

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar (bara fjóra??)

-CSI: Las Vegas (of course)
-Queer as Folk
-Footballers Wives
-Mile High


4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi

-Portúgal
-Mallorca
-Þýskaland
-Danmörk

4 síður á netinu sem ég heimsæki daglega

-andmenning.com
-mbl.is
-derby.ac.uk
-barnaland.is

4 matarkyns sem ég held uppá

-Spínatlasagnað hennar mömmu
-Slátur
-Íslenskur grillmatur
-Steiktar pylsur í pylsuvagninum í Laugardal

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna

-Undurfagra, ástkæra, ylhýra Íslandi
-Portúgal
-Einhverns staðar þar sem að það er heitt....
-Pass....

4 aðilar sem ég klukka
-Alla sem hingað til hafa ekki verið klukkaðir, nenni ekki að elta uppi þá sem ekki hafa verið klukkaðir ;)

Eitt að lokum, komnar inn myndir frá Portúgal!

Until next week...

Thursday, February 02, 2006

Murder, she wrote...

endur-, endurendur- eða endurendurendursýnt hér á daginn. Ég hefði aldrei viljað vera vinkona Jessicu Fletcher í Murder, She Wrote, eða þekkt hana yfir höfuð, þar sem að það dóu alltaf einhverjir í kringum hana, einhverjir sem hún þekkti eða kannaðist við. Skil ekki hversu lélegur Sheriff-inn var ef að Jessica þarf að ráða úr gátunni í öllum málum, af hverju var hún bara ekki ráðin í staðinn fyrir hann? Bara að spá. Samt ágætir þættir enn í dag.

Eins og ég hef áður afsakað; andleysi = bloggleysi.

Skólinn byrjaður aftur á fullu, brjálað að gera. Ætla að reyna að vera „on top of things“ á þessari önn til að lenda ekki í sama veseni og í fyrra. Fæ ekki einkunnirnar fyrr en 21. febrúar. Ingó er líka byrjaður og líkar vel. Hann á eftir að brillera, efast ekki um það.

Skrapp til Portúgal í rétt rúma viku, og ég hafði það ótrúlega gott. Við Tina tókum bíl á leigu (tókum þó ekki fulla tryggingu á bílinn eins og við hefðum átt að gera) og fórum strax á flakk fyrsta daginn, keyrðum bæði til Tavira og til Castro Marim, þar sem maður getur séð yfir til Spánar. Fórum svo morguninn eftir til Lissabon, og vorum þar í 4 daga. Við kíktum aðeins út á lífið á laugardagskvöldinu, sem var kannski ekki mjög sniðugt þar sem að afmælisveisla bæði fyrir ömmu hennar Tinu og systur hennar var haldin á sunnudeginum, með íslenskum saltfiski og miklu meðlæti. Ég hafði þó ekki mikla matarlyst sem var frekar pínlegt fyrir framan fullt borð af fólki sem ég hafði varla séð áður eða ekkert hitt. Fórum til Sintra á meðan við vorum í Lissabon, þar sem að okkur tókst svo listilega að klessa á staur, bara af því að við tókum ekki fulla tryggingu – Murphy’s Law, eh? Eyddum tveimur síðustu dögunum á Algarve (Tina býr í Galé, rétt hjá Albufeira) í sól og góðu veðri, náði mér í nokkrar freknur og smá roða – var eins og ég væri útitekin. Fórum til Sagres sem er vestasti hluti Evrópu, og þar leið manni eins og maður væri kominn á enda veraldar, geggjað. Smakkaði fullt af nýjum mat í ferðinni s.s. smokkfisk, kolkrabba og kanínu sem kom mér örugglega mest á óvart, ótrúlega góður matur. Tók haug af myndum en á auðvitað eftir að fara með þær í framköllun, læt vita þegar þær eru komnar á netið.

Tina á afmæli í dag, þannig að ég þarf að fara að baka köku. Hef ekki sagt frá helmingnum af því sem mig langaði að segja í þessu bloggi, einfaldlega vegna þess að ég man ekki það sem ég ætlaði að segja frá. Stefni á blogg vikulega hér eftir, þó svo að það verði stutt og innihaldslaust. Þetta gengur ekki, er það? Ætli það séu einhverjir sem nenni ennþá að kíkja hérna við?? ;)

Lofa bloggi fljótlega.