Lífið í Derby

Wednesday, February 22, 2006

Æi..

..hætt að nenna að afsaka mig.. ;)

Pabbi kom í síðustu viku í heimsókn og fór aftur í gær, og við höfðum það öll rosalega gott. Ég fór í fyrsta skiptið síðan ég flutti hingað út á safn.. maður er nú ekki alveg í lagi. Við pabbi skelltum okkur á Silk Mill safnið niður í bæ, sem er staðsett í gamalli verksmiðju, einni af þeim fyrstu. Þar er farið yfir allan iðnað sem verið hefur í Derby, fer bókað mál þangað aftur. Fórum svo með pabba upp í Ashbourne, lítinn bæ rétt hjá Derby, og hefðum rölt meira um þar ef að það hefði ekki verið skííítakuldi úti.. það er algjör vetrarkuldi hérna núna og hefur verið síðustu daga.. brr.. Fórum svo á Thai Dusit síðasta kvöldið. Milli þess var bara slakað á og tekið því rólega, held að pabbi hafi farið vel afslappaður heim :)

Einkunnirnar eru komnar í hús, fékk tvær A- og svo B-, C- og D+. Er frekar pirruð út af D+ en samt alveg sátt yfir að hafa náð (kemst þá fyrr heim í páskafrí). Kann það fag vel, en þetta helv.. tölvupróf var ekki að gera sig, þar sem að það var ekki hægt að flaka fram og til baka milli spurninga, maður varð bara að klára og submita svarið.. ömurlegt.. ég fór í panik-mode þar sem að prósenturnar er sýndar, hversu miklum tíma og hluta af prófinu er lokið. Eftir 1 spurninguna var ég búin með 10% af tímanum sem orsakaði eitt stórt panik.. sleppti haug til að ná að fara í gegnum allt.. en oh well.. náði þó :)

Það er búið að vera ótrúlega gaman í skólanum, sérstaklega í réttarrannsóknartímunum, þar sem að við erum bara í rannsóknarstofutímum á þessari önn. Erum búin að gera forpróf á blóð- og sæðisblettum, og munum í næstu viku fá fatnað annað hvort með blóði eða sæði til að finna og gera prófanir á. Erum líka búin að fara í það hvernig maður getur kyngreint beinagrindur, er núna búin að kyngreina beinagrindina mína (þ.e.a.s. Tiny Tim sem ég keypti fyrir jól - ekki sjálfa mig, það ætti að vera nokkuð augljóst hvers kyns hún er) og ég er nokkuð viss um að hann sé í raun hún.. ættum einnig að geta kynþáttagreint og aldursgreint ýmis bein og fleira í þeim dúr, ótrúlega skemmtilegt.

Guffa frænka kemur í næstu viku, hún er að fara í viðtal upp í skóla þar sem að hún er búin að sækja um í Creative Expressive Therapy, og ætlar að gista hjá okkur á meðan. Chris vinur okkar frá Þýskalandi kemur sama dag og hún fer og hann ætlar líka að gista hjá okkur og svo koma Lára og Dóri 9. mars, þannig að það er nóg að gera. Svo bara komum við heim nokkrum vikum seinna :) Við erum farin að hlakka þvílíkt mikið til að koma heim og hitta alla, og éééta, ég er búin að búa til lista yfir þann mat sem ég verð að fá mér, er alveg komin með cravings fyrir öllum góða matnum heima.

Jæja, ætla að enda þetta á klukkeríinu, er búin að vera klukkuð af Siggu, Laufey, Erlu og Lenu, og ég efast um að ég eigi nokkurn eftir til að klukka ;) Well here goes!

4 störf sem ég hef unnið við um ævina

-Ritari, móttöku og ýmislegt annað hjá Landsvirkjun
-Sumarvinna í Búrfelli
-Símsvörun á Pizzahúsinu
-Nýja Kökuhúsið í gömlu Borgarkringlunni

4 kvikmyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur

-Stella í Orlofi (og hef horft á aftur og aftur og aftur..)
-Fifth Element (og í raun allt annað með Gary Oldman)
-Breakfast Club
-Rocky Horror Picture Show

Staðir sem ég hef búið á
-Laufvangi, Hafnarfirði
-Stóragerði, Rvk
-Grensásvegi, Rvk
-Álftamýri, Rvk

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar (bara fjóra??)

-CSI: Las Vegas (of course)
-Queer as Folk
-Footballers Wives
-Mile High


4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi

-Portúgal
-Mallorca
-Þýskaland
-Danmörk

4 síður á netinu sem ég heimsæki daglega

-andmenning.com
-mbl.is
-derby.ac.uk
-barnaland.is

4 matarkyns sem ég held uppá

-Spínatlasagnað hennar mömmu
-Slátur
-Íslenskur grillmatur
-Steiktar pylsur í pylsuvagninum í Laugardal

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna

-Undurfagra, ástkæra, ylhýra Íslandi
-Portúgal
-Einhverns staðar þar sem að það er heitt....
-Pass....

4 aðilar sem ég klukka
-Alla sem hingað til hafa ekki verið klukkaðir, nenni ekki að elta uppi þá sem ekki hafa verið klukkaðir ;)

Eitt að lokum, komnar inn myndir frá Portúgal!

Until next week...

10 Comments:

  • At 10:12 PM, February 22, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með árangurinn snilli. Vel gert !

    Annars var ég að spekúlera hvort skólinn sé þá með reikning bæði í blóðbankanum og sæðisbankanum, eða hvort kennararnir fara bara fram á framlög hjá nemendum og safna þessu sjálfir eins og þegar þeir voru að sníkja sýnishorn af íslenskum peningum ?

    Kv.

     
  • At 10:22 PM, February 22, 2006, Anonymous Anonymous said…

    hei gaman að heyra frá þér, bara nóg að gera, ég sko veit ekkert um klukk !!!!!!!!!! en til lukku með einkunnirnar

     
  • At 12:57 AM, February 23, 2006, Blogger rydeen said…

    Hehe Haukur, hef einmitt verið að spá í það sama; lítið mál að gefa blóð - en sæði? Held að enginn af kennurunum okkar vilji gefa upp hvaðan þau sýni komu! ;)

    En annars, takk bæði tvö, er bara nokkuð ánægð með einkunnirnar :)

     
  • At 11:47 PM, February 23, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með frábærar einkunnir. ég hitti mömmu þína áðan og okkur fanst sniðug hugmynd að þið haldið partý þegar þið komið þá hittið þið alla sem þið þekkið og getið notað restina af tímanum hér á landi í afslöppun, en svo stakk ég upp á að mamma þín mundi halda partýið heima hjá sér en henni fanst það ekki svo sniðugt :) bara hugmynd, en það væri samt gaman að fara með þér á kaffihús eða eitthvað. Knúsaðu Ingó frá mér og Dísu (systu). Anywho krúsínús, keep up the study síja when we síja
    kveðja Erla Sonja

     
  • At 3:06 PM, February 24, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Frábærar einkunnir - til hamingju :)

    Og gaman að sjá blogg! Sjáumst vonandi í apríl.

    Helga Dröfn

     
  • At 9:09 PM, February 24, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með einkunnirnar sæta :) hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið á klakann :)
    kv. Agnes

     
  • At 5:24 PM, February 27, 2006, Blogger rydeen said…

    Takk Erla, heyrðu ég hitti Söndru á msn um daginn og við vorum að tala um það að við allar úr MK ættum að reyna að hittast þegar ég kem heim, það væri geggjað :)

    Takk Helga Dröfn, við reynum að taka páskapóker er það ekki? :)

    Takk Agnes, hlökkum sömuleiðis til að hitta ykkur aftur :)

     
  • At 10:55 AM, March 01, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Blessuð Brynja - til lukku með þessar flottu einkunniri!!!

    Mamma þín gaf mér slóðina á bloggið þitt og ég kíki hingað inn annað slagið..... Þið hafið það greinilega gott í Derby :D

    LV kveðja - Þórey

     
  • At 10:59 AM, March 05, 2006, Blogger rydeen said…

    Hæ Þórey, alltaf gaman að sjá hverjir fylgjast með :) Já, við höfum það mjög gott í Derby ;)

    Sjáumst í sumar!

     
  • At 10:34 AM, March 13, 2006, Anonymous Anonymous said…

    YOU VE BEEN HIT BY THE

    |^^^^^^^^^^^^|
    |BEAUTIFUL truck | |\"\"\";.., ___.
    |_..._...______===|= _|__|..., ] |
    \"(@ ) (@ )\"\"\"\"*|(@ )(@ )*****(@

    ONCE YOU VE BEEN HIT, YOU HAVE TO HIT 8 Beautiful People IF YOU GET HIT AGAIN YOU LL KNOW YOU RE REALLY BEAUTIFUL! IF YOU BRAKE THE CHAIN, YOU LL BE CURSED WITH UGLYNESS FOR 10 YEARS SO PASS IT HIT WHO EVER YOU THINK IS BEAUTIFUL!

    Kv. Anna Jóna

     

Post a Comment

<< Home