Lífið í Derby

Thursday, February 02, 2006

Murder, she wrote...

endur-, endurendur- eða endurendurendursýnt hér á daginn. Ég hefði aldrei viljað vera vinkona Jessicu Fletcher í Murder, She Wrote, eða þekkt hana yfir höfuð, þar sem að það dóu alltaf einhverjir í kringum hana, einhverjir sem hún þekkti eða kannaðist við. Skil ekki hversu lélegur Sheriff-inn var ef að Jessica þarf að ráða úr gátunni í öllum málum, af hverju var hún bara ekki ráðin í staðinn fyrir hann? Bara að spá. Samt ágætir þættir enn í dag.

Eins og ég hef áður afsakað; andleysi = bloggleysi.

Skólinn byrjaður aftur á fullu, brjálað að gera. Ætla að reyna að vera „on top of things“ á þessari önn til að lenda ekki í sama veseni og í fyrra. Fæ ekki einkunnirnar fyrr en 21. febrúar. Ingó er líka byrjaður og líkar vel. Hann á eftir að brillera, efast ekki um það.

Skrapp til Portúgal í rétt rúma viku, og ég hafði það ótrúlega gott. Við Tina tókum bíl á leigu (tókum þó ekki fulla tryggingu á bílinn eins og við hefðum átt að gera) og fórum strax á flakk fyrsta daginn, keyrðum bæði til Tavira og til Castro Marim, þar sem maður getur séð yfir til Spánar. Fórum svo morguninn eftir til Lissabon, og vorum þar í 4 daga. Við kíktum aðeins út á lífið á laugardagskvöldinu, sem var kannski ekki mjög sniðugt þar sem að afmælisveisla bæði fyrir ömmu hennar Tinu og systur hennar var haldin á sunnudeginum, með íslenskum saltfiski og miklu meðlæti. Ég hafði þó ekki mikla matarlyst sem var frekar pínlegt fyrir framan fullt borð af fólki sem ég hafði varla séð áður eða ekkert hitt. Fórum til Sintra á meðan við vorum í Lissabon, þar sem að okkur tókst svo listilega að klessa á staur, bara af því að við tókum ekki fulla tryggingu – Murphy’s Law, eh? Eyddum tveimur síðustu dögunum á Algarve (Tina býr í Galé, rétt hjá Albufeira) í sól og góðu veðri, náði mér í nokkrar freknur og smá roða – var eins og ég væri útitekin. Fórum til Sagres sem er vestasti hluti Evrópu, og þar leið manni eins og maður væri kominn á enda veraldar, geggjað. Smakkaði fullt af nýjum mat í ferðinni s.s. smokkfisk, kolkrabba og kanínu sem kom mér örugglega mest á óvart, ótrúlega góður matur. Tók haug af myndum en á auðvitað eftir að fara með þær í framköllun, læt vita þegar þær eru komnar á netið.

Tina á afmæli í dag, þannig að ég þarf að fara að baka köku. Hef ekki sagt frá helmingnum af því sem mig langaði að segja í þessu bloggi, einfaldlega vegna þess að ég man ekki það sem ég ætlaði að segja frá. Stefni á blogg vikulega hér eftir, þó svo að það verði stutt og innihaldslaust. Þetta gengur ekki, er það? Ætli það séu einhverjir sem nenni ennþá að kíkja hérna við?? ;)

Lofa bloggi fljótlega.

13 Comments:

  • At 4:45 PM, February 02, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Ég kíki reglulega á thig :) Gaman að fylgjast með ykkur
    KV. Agnes

     
  • At 9:58 AM, February 03, 2006, Blogger rydeen said…

    Hehe, takk Agnes mín, alltaf gaman að sjá hverjir fyljgast með manni :)

     
  • At 12:51 PM, February 03, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Brynja mín;-) Ástarkveðjur, mamma

     
  • At 12:58 PM, February 03, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Áfram áfram!! ég les alltaf bloggið þitt :)kveðja, Helga

     
  • At 5:42 PM, February 03, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Hlakka til að lesa vikulega sæta!

     
  • At 6:02 PM, February 04, 2006, Blogger rydeen said…

    Takk takk allar, reyni að standa við það að blogga vikulega ;)

     
  • At 8:54 PM, February 04, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Ég fylgist alltaf með - en ekki lofa neinu sem þú getur ekki staðið við HAHAHAHA ... En ég hlakka til að sjá fleiri mis-innihaldsríkar færslur.

    Helga Dröfn í Sverige

     
  • At 12:13 PM, February 07, 2006, Blogger Ásta said…

    Kíki!

     
  • At 12:11 PM, February 15, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Murder, she wrote!!! hahahaha brilliandt. Verst að ég er ekki þarna hjá þér svo við getum tekið "beverlyhillsogMelroseplacefílinginn" á þetta. Scnhilld!!
    Enívei hafðu það gott sæta og vonandi sjáumst við sem fyrst.
    Gangi þér vel í skólanum og knúsaðu Ingó frá mér.
    kv. Anna Jóna

     
  • At 8:41 PM, February 15, 2006, Anonymous Anonymous said…

    hæhæ vertu nú góð stelpa og svaraðu klukkinu hihi BTW takk takk fyrir bókareddinguna,
    kv. Sigga Magga

     
  • At 10:24 PM, February 17, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Hæ Brynja mín - kíki alltaf reglulega á þig hér - klúður að þú kemur ekki á landið fyrr en eftir klikkuðu Ave Mariu tónleikana okkar í Kristkirkju með DIDDÚ þann 19. mars!!! Hefði sko viljað hafa þig í salnum en bara next time þá. Hafðu það sem best
    knús
    Særún

     
  • At 7:46 AM, February 18, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Greinilega busy líf í Derby!

    Helga Dröfn

     
  • At 1:49 PM, February 22, 2006, Blogger rydeen said…

    Ohh Særún, týpískt, var einmitt að vona að það yrðu tónleikar með ykkur á meðan ég væri á landinu :/ Verð að segja að þetta hljómar ótrúlega vel, get ekki ímyndað mér annað en gæsahúð niður og upp allt bak.. Verðið þið eitthvað að syngja í sumar? Bið að heilsa öllum skvísunum :)

     

Post a Comment

<< Home