Lífið í Derby

Wednesday, September 27, 2006

It's alive - the sequel...

Afsakið..

Chain reaction - hitabylgja -> fleiri og stærri hrossaflugur -> köngulóarfaraldur.. heppin ég ha? Fyrsta sem ég geri þegar ég kem inn um dyrnar er að athuga hvort það sé einhver búin að koma sér fyrir í hornunum hjá mér. Er þó aðeins búin að skána með hræðsluna, en er samt ennþá skíthrædd við helvítin. Hef ekki þorað að opna glugga hérna í lengri tíma.. :/ Þær koma sér líka alltaf fyrir á hliðarspeglunum. Reyni að muna eftir að taka vefina þegar ég fer út í bíl (alltaf kominn nýr vefur eftir nóttina) þar sem að ég fæ algjört panik kast ef ég sé þær á hreyfingu á hliðarspeglinum og ég á fullri ferð.. *hrollur*

Miðað við þessa frásögn þá er ég byrjuð að keyra út um allt á fínu toyotunni minni :) Komin með mína eigin íbúð líka í Mickleover, sem er úthverfi Derby. Bý samt eiginlega í hálfgerðu úthverfi af Mickleover, í glænýju hverfi þar sem að ekkert er nema hýbýli og golfvöllur, ekki einu sinni pöb. Sé bóndabæ þegar ég horfi út um svefnherbergisgluggann minn og keyri framhjá beljum til að komast út úr hverfinu. Algjör friður og ró, luvly!

Skólinn byrjaði á mánudaginn, fór í fyrsta tímann kl. 6 um kvöldið í efnafræði - maður þarf að vera léttbilaður að velja sjálfur að fara í efnafræðitíma kl. 6, eða hvað? Fór í örveru- og sjúkdómafræði í dag sem lofar mjög góðu, fáum að rækta okkar eigin E'coli veiru, ekki slæmt ;) Meiri efnafræði á morgun og svo forensic science in action. Research methods svo á föstudaginn, það lofar alls ekki góðu.. ábyggilega með þeim leiðinlegri áföngum sem við þurfum að taka og hann byrjar kl. 2... hver nennir í leiðinlega tíma kl. 2 á föstudegi? Ekki ég... en ég ræð víst litlu um það..

Jæja, ætlaði að blogga haug, man ekki neitt.. Vonandi eruði samt ánægð með endurkomu mína í bloggheiminn - vænti þess að fá feedback! ;)