Lífið í Derby

Wednesday, September 27, 2006

It's alive - the sequel...

Afsakið..

Chain reaction - hitabylgja -> fleiri og stærri hrossaflugur -> köngulóarfaraldur.. heppin ég ha? Fyrsta sem ég geri þegar ég kem inn um dyrnar er að athuga hvort það sé einhver búin að koma sér fyrir í hornunum hjá mér. Er þó aðeins búin að skána með hræðsluna, en er samt ennþá skíthrædd við helvítin. Hef ekki þorað að opna glugga hérna í lengri tíma.. :/ Þær koma sér líka alltaf fyrir á hliðarspeglunum. Reyni að muna eftir að taka vefina þegar ég fer út í bíl (alltaf kominn nýr vefur eftir nóttina) þar sem að ég fæ algjört panik kast ef ég sé þær á hreyfingu á hliðarspeglinum og ég á fullri ferð.. *hrollur*

Miðað við þessa frásögn þá er ég byrjuð að keyra út um allt á fínu toyotunni minni :) Komin með mína eigin íbúð líka í Mickleover, sem er úthverfi Derby. Bý samt eiginlega í hálfgerðu úthverfi af Mickleover, í glænýju hverfi þar sem að ekkert er nema hýbýli og golfvöllur, ekki einu sinni pöb. Sé bóndabæ þegar ég horfi út um svefnherbergisgluggann minn og keyri framhjá beljum til að komast út úr hverfinu. Algjör friður og ró, luvly!

Skólinn byrjaði á mánudaginn, fór í fyrsta tímann kl. 6 um kvöldið í efnafræði - maður þarf að vera léttbilaður að velja sjálfur að fara í efnafræðitíma kl. 6, eða hvað? Fór í örveru- og sjúkdómafræði í dag sem lofar mjög góðu, fáum að rækta okkar eigin E'coli veiru, ekki slæmt ;) Meiri efnafræði á morgun og svo forensic science in action. Research methods svo á föstudaginn, það lofar alls ekki góðu.. ábyggilega með þeim leiðinlegri áföngum sem við þurfum að taka og hann byrjar kl. 2... hver nennir í leiðinlega tíma kl. 2 á föstudegi? Ekki ég... en ég ræð víst litlu um það..

Jæja, ætlaði að blogga haug, man ekki neitt.. Vonandi eruði samt ánægð með endurkomu mína í bloggheiminn - vænti þess að fá feedback! ;)

17 Comments:

  • At 10:24 AM, September 28, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Hæhæ ákvað að kvitta. Rakst á síðuna þína og fattaði að ég þekkti þig einu sinni. Þ.e.a.s. í Búrfelli eitt eða tvo sumur. Gaman að sjá að þér gangi vel og sért að gera góða hluti. Kveðja Þórdís

     
  • At 11:30 PM, September 30, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Velkomin aftur í bloggheima, gott að heyra frá þér aftur...

     
  • At 7:02 PM, October 01, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Velkomin aftur, hlakka til að heyra enn meira frá þér :)

     
  • At 10:01 PM, October 03, 2006, Anonymous Anonymous said…

    hellooo gott að heyra frá þér....ætla að skrá allar pullurnar á vog eftir síðustu helgi múhahahaha hefði svosem verið fínt að hafa forensic scientist þar, til að greina áfengismagn og heita pottinn hihi kv.skinnyrabbit

     
  • At 11:57 AM, October 04, 2006, Anonymous Anonymous said…

    velkomin aftur! :)

    kannski að maður taki þig til fyrirmyndar og fari að blogga eitthvað að nýju líka

     
  • At 6:17 PM, October 04, 2006, Blogger Guðný said…

    Jamm, telst þokkalega sannað, köngulær eru hættulegar (og allt sem hefur fleira en 4 lappir er ógeðslegt *hrollur*)!

     
  • At 7:54 PM, October 04, 2006, Blogger rydeen said…

    Hæ Þórdís! Alltaf gaman að sjá hverjir kíkja við :) Fór nú bara að rifja upp gamla búrfellstíma við að sjá kommentið frá þér.. hehehe ;)

    Haukur (I presume) og Helga, takk fyrir það, ég lofa að vera duglegri ;)

    Sigga sæta pulla.. ooo hvað ég hefði viljað vera með ykkur í bústaðnum, þarf að hringja í Heiðu og fá details hehehe :)

    Sjonni, þú ert nú bara helvíti öflugur bloggari verð ég að segja, bara tvær vikur eða svo milli færslna heheh ;)

    Guðný mín, ég vona bara að ógeðispöddurnar séu farnar frá þér núna, fæ ennþá hroll við tilhugsunina... :/

     
  • At 11:06 AM, October 12, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Hvernig komst upp um mig? Hvernig vissirðu um bloggið mitt???

     
  • At 12:14 PM, October 12, 2006, Blogger rydeen said…

    Hehehe eg hef minar leidir ;)

     
  • At 10:56 PM, October 16, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Ja hérna - sjaldséðir hvítir hrafnar!

    Gott að þú ert ekki dauð úr öllum æðum. Veit hreinlega ekki hvað dró mig enn einu sinni inn á síðuna. En í þetta sinn var það greinlega til góðs :)

    Gangi þér vel að mæta í leiðinlega föstudagstíma kl 2.

    Kveðja Helga Dröfn

     
  • At 1:16 PM, October 19, 2006, Blogger rydeen said…

    Hehe, vonandi heldurdu afram ad kikja vid, verd duglegri nuna ;)

     
  • At 9:19 PM, October 19, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Ég veit að það er mikið að gera í skólanum hjá þér en þú verður að blogga smá...bara fyrir mig ;)

     
  • At 1:04 AM, October 21, 2006, Anonymous Anonymous said…

    halló halló. ég var að flakka á milli bloggara í gegnum tengla hér og þar og ég er alveg viss um að við höfum þekkst mjög vel í gamladaga....

     
  • At 1:25 PM, October 23, 2006, Anonymous Anonymous said…

    meira blogg, takk elskan

     
  • At 9:27 AM, October 30, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Sæl Sæta.
    Varð nú bara að kommenta hérna til að láta þig vita að mig dreymdi þig í nótt. Við vorum að fara á djammið og vorum því að taka okkur til og sötra hvítvín á meðan:)ohhhh good old times:) Enívei gangi þér vel í skólanum sæta og vertí bandi.
    kveðja Anna Jóna

     
  • At 1:34 PM, October 31, 2006, Blogger helga said…

    Jæja sæta mín!
    Meira en mánuður frá síðasta bloggi... Kominn tími á meira blogg??? Það finnst mér að minnsta kosti ;)

     
  • At 10:58 AM, November 01, 2006, Blogger rydeen said…

    Hae Johanna, ju vid tekktumst mjog vel i gamla daga :)

    Anna Jona, vid verdum ad taka hvitvinskvold naest tegar eg kem heim, skemmtum okkur alltaf svo ogedslega vel ;)

    Heida og Helga, eg blogga i kvold, eg lofa! Hafid tid kannski heyrt tetta adur? hehehe :)

     

Post a Comment

<< Home