Lífið í Derby

Saturday, May 20, 2006

Eurovision!!

Jæja, hvaða 10 lönd haldast uppi og þurfa ekki að fara í semi finals á næsta ári? Ég spái þessum:

Svíþjóð
Rúmenía
Finnland
Malta
Bosnía-Hersegóvína
Noregur
Grikkland
Makedónía
Rússland
Írland eða Ísrael - álíka slöpp og væmin lög...

Svo eru Bretland (öööömurlegt lag með öööömurlegum gæja.. fæ alveg hroll, ógeðismaður..), Þýskaland, Frakkland og Spánn alltaf í aðalkeppninni, sama hversu illa þeim gengur.. í fyrra voru þau í 4 neðstu sætunum.. fair ha?

Er búin að leggja undir 2 pund á bæði Svíþjóð og Rúmeníu um að þau vinni... held auðvitað með Finnum en það er hæpið að þeir vinni, þó svo að þeir verði ofarlega, líkt og Wig Wam í fyrra. Hef haldið með Lettlandi í mörg ár og lagið þeirra í ár er mjög spes, allt acapella sem gerir það mjög freystandi að kjósa þá.. en ég verð að kjósa snillingana í Lordi :)

Síðasta prófið er á miðvikudaginn. Ætla í Alton Towers á föstudaginn með krökkunum úr skólanum, og svo verður kíkt út á lífið, vona að sem flestir komist þar sem að ég á ekki eftir að hitta þau aftur fyrr en í lok september eða byrjun október.. Mamma kemur svo líka á föstudaginn og við förum svo samferða heim laugardaginn vikuna eftir.. þannig að ég kem heim eftir 2 vikur sléttar :)

Lærdómur kallar!
Áfram Finnland, góða skemmtun í kvöld!! :)

Thursday, May 18, 2006

Semi Final

Örstutt blogg, próf á morgun..

My predictions for the night in no particular order:
Belgía
Finnland
Bosnía-Hersegóvína
Rússland
Svíþjóð

Restin af lögunum eru frekar slöpp.. Írland fer örugglega áfram með sitt of ógeðslega lag og sömuleiðis Kýpur... fæ alveg kjánahroll yfir þessum lögum..

Bætum við Eistlandi og Tyrklandi..

Og að sjálfsögðu Silvíu Night, hún hlýtur að komast áfram! Vona það allavegana, ég og Tobba (sem er með Tinu vinkonu í bekk) ætlum að mæta á Lonsdale á laugardagskvöldið í Silvíu gervi, og hún og Robbi, kærastinn hennar, eru með risafána líka.. Það væri svo skemmtilegt! Er búin að fá vin minn til að lofa að kjósa Silvíu í kvöld og hann ætlar fá alla sem hann vinnur með til að gera slíkt hið sama.

Go Silvía!! Góða skemmtun í kvöld allir! :D