Lífið í Derby

Saturday, May 20, 2006

Eurovision!!

Jæja, hvaða 10 lönd haldast uppi og þurfa ekki að fara í semi finals á næsta ári? Ég spái þessum:

Svíþjóð
Rúmenía
Finnland
Malta
Bosnía-Hersegóvína
Noregur
Grikkland
Makedónía
Rússland
Írland eða Ísrael - álíka slöpp og væmin lög...

Svo eru Bretland (öööömurlegt lag með öööömurlegum gæja.. fæ alveg hroll, ógeðismaður..), Þýskaland, Frakkland og Spánn alltaf í aðalkeppninni, sama hversu illa þeim gengur.. í fyrra voru þau í 4 neðstu sætunum.. fair ha?

Er búin að leggja undir 2 pund á bæði Svíþjóð og Rúmeníu um að þau vinni... held auðvitað með Finnum en það er hæpið að þeir vinni, þó svo að þeir verði ofarlega, líkt og Wig Wam í fyrra. Hef haldið með Lettlandi í mörg ár og lagið þeirra í ár er mjög spes, allt acapella sem gerir það mjög freystandi að kjósa þá.. en ég verð að kjósa snillingana í Lordi :)

Síðasta prófið er á miðvikudaginn. Ætla í Alton Towers á föstudaginn með krökkunum úr skólanum, og svo verður kíkt út á lífið, vona að sem flestir komist þar sem að ég á ekki eftir að hitta þau aftur fyrr en í lok september eða byrjun október.. Mamma kemur svo líka á föstudaginn og við förum svo samferða heim laugardaginn vikuna eftir.. þannig að ég kem heim eftir 2 vikur sléttar :)

Lærdómur kallar!
Áfram Finnland, góða skemmtun í kvöld!! :)

7 Comments:

  • At 11:21 PM, May 20, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Mér varð hugsað til þín þegar ég sá hvernig keppnin mundi enda. Ég eiginlega trúi ekki að Finnland hafi unnið.. Loksins fer þetta að breytast. Þú hefur örugglega misst þig þegar þeir unnu er það ekki???
    :)
    Ég fílaði líka Bosníu Herzegoviniu... Mér fannst það svo fallegt. Frekar hefði það átt að vera í öðru sæti heldur en Rússland

    En ég var alveg viss um að Rúmenía mundi vinna þetta... Lagið er ennþá gólandi í hausnum á mér.

     
  • At 12:51 AM, May 21, 2006, Blogger kErla said…

    Lordi rokkar feitt!!

     
  • At 12:51 AM, May 21, 2006, Blogger kErla said…

    ...og já gleymdi :S


    ...KOMU-SÁU-OG SIGRUÐU!!!

     
  • At 11:15 PM, May 21, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Halelúja - flottasta lagið kom sá og sigraði!!! Tær snilld og ekkert minna.
    Heyrumst
    Særún

     
  • At 12:16 PM, May 22, 2006, Anonymous Anonymous said…

    jesss... go finnland, geðveikt ánægð en skemmtu þér vel í alton towers, væri til í að koma

     
  • At 1:34 PM, May 23, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Ég hélt með Rúmeníu, snilldar lag, verður á öllum sólarströndum í sumar :) en gangi thér vel í prófinu a morgun, veit að thér mun ganga vel, thetta er svo skemmtilegur dagur :D

    Kv. Agnes :P

     
  • At 12:27 AM, May 30, 2006, Anonymous Anonymous said…

    hei kiktu á http://italylovebirds.blogspot.com/

     

Post a Comment

<< Home