Lífið í Derby

Friday, April 28, 2006

Af glæpum, bingó og Jeremy Kyle..

Fór á miðvikudaginn á gervivettvanginn og vá, hvað það var geggjað gaman! Allir hóparnir fengu sér herbergi til að vinna úr; taka myndir, teikna upp herbergið, skrifa skýrslu um hvað við sáum þegar við komum inn, og svo að skrá og pakka sönnunargögnum í evidence-poka. Vorum í fínu hvítu búningunum, tók mig mjög vel út í honum ;) Var alveg að fíla mig í botn. Á næsta ári þurfum við líka að taka skýrslur af vitnum og fara svo fyrir dóm :) Þurfum svo næstu 2 vikur að vinna úr sönnunargögnunum á rannsóknarstofunni, hlakka til :)

Fór í bingó í gær með stelpu sem er með mér í skólanum, hún er alveg bingó-óð, og ég skil núna af hverju. Það var frítt í gær og ég ætla sko aftur næst þegar það er frítt. Þetta tók eitthvað um 3 tíma að fara í gegnum öll bingóspjöldin, og svo var alltaf stoppað til að spila annað bingó sem maður þurfti að borga pund fyrir. Spilaði nokkur svoleiðis, og vantaði einungis Blue 47 í eitt skiptið, hefði getað labbað út með 50 pund. Er ennþá bitur.

Mér þykir fátt skemmtilegra að horfa á spjallþætti á morgnanna í anda Jerry Springer. Trisha Goddard á 5 er helvíti fín, með hausinn á réttum stað og er ekki eins og hún sé í bandarískri bíómynd. Jeremy Kyle á ITV1 er aftur á móti algjört fífl. Mér fannst Jeremy alltaf mun skemmtilegri en Trisha, en er búin að fá nóg af Jeremy þar sem að hann er mjög hrokafullur og leiðinlegur gagnvart white trash chavs liðinu sem kemur í þáttinn, með því að segja alltaf sömu asnalegu setningarnar við alla sem koma í þáttinn. Frægar klisjur eru t.d.:
-"and that [með geðveikri áherslu], ladies and gentlemen, is the point of this show!" og allt verður vitlaust!
-"I think you are the bravest person we have had on the show"
-"If you do this I can get you to go to Old Trafford/Anfield etc." við börn/unglinga sem eru erfið (já mútum barninu, það hjálpar því örugglega)
-"I've been on radio/tv for years" ohh.. hann er svo pró...
-"I know someone that this has happened to"
-"I would never treat my wife like this" nei ég vona ekki...

Æ hann er bjáni.. finnst samt gaman að horfa á þættina útaf ógeðslega trailer trashinu og þessari ógeðis chavs menningu sem tröllríður Englandi.. Þættirnir eru langskemmtilegastir þegar Jerry Springer kemur og tekur við af Jeremy þegar hann fer í frí.. Það getur enginn toppað Jerry Springer!

Myndir frá Íslandsför ættu að detta inn í dag.. ekki merkilegar samt, síminn minn varð alltaf fullur og ég gat ekki afhlaðið hann, þannig að ég þurfti að eyða út haug.. ætla að kaupa stærra minniskort.

Að lokum í anda Jerry Springer:
Take care of yourself.. and each other.

Monday, April 24, 2006

Komin heim aftur..

Skrítið að kalla tvo staði sitt heimili. Erum sem sagt komin aftur heim til Derby eftir geggjað páskafrí heima á Íslandi. Ætlaði nú að blogga eitthvað heima en maður var alltaf svo busy.. ;) komum aftur hingað á laugardaginn. Var nú samt ekki alveg á því að fara í flugið þar sem að það snjóaði ansi vel rétt fyrir flug.. en sem betur fer hætti að snjóa áður en við fórum í loftið og vélin var afísuð. Er samt alltaf að skána með flughræðsluna.. fór að hugsa að ég hefði bara átt að skella mér í flugfreyjuna þegar ég var upp á mitt versta, hjálpar greinilega til að fljúga oft :)

Veðrið í Derby er geggjað, orðið mjög hlýtt og rakt, spáð 16 stiga hita í dag, en það var skýjað þannig að það varð ekki svo heitt.. 18 gráðum spáð á morgun og maður vonar bara að sólin nái í gegn ;) Fór út að borða með stelpunum á laugardagskvöldið og kíktum svo á bæjarrölt, sátum úti til að verða miðnætti á stað niðrí bæ, fannst ég bara vera allt annars staðar en í Englandi :)

Skólinn byrjaður á fullu, er að fara á Crime Scene Scenario á miðvikudaginn og ég get ekki beðið! Vona að við fáum að fara í flottu hvítu búningana og bláu sjúkrahús-utan-yfir-skó-sokkana, það væri bara best. Er mjög ánægð með hópinn minn, drullukveið fyrir að þurfa kannski að fara í þetta með fólki sem veit ekkert í sinn haus. Ætla að nýta tímann vel á morgun og fara yfir allt það helsta.

Próftaflan mín er komin, fer í próf 15., 19. og 24. maí. Ekki alveg sátt við að vera að fara í próf 19. þar sem að undankeppni Eurovision er kvöldið áður, ætla að reyna að fá sem flesta af mínum vinum til að kjósa Ísland :) Ætla svo á Sign tónleika í Birmingham 22. maí, sem þýðir að ég verð að vera svooooona dugleg að læra. Ingó heppni fer ekki í nein próf en þarf í staðinn að fara í ferðir.

Ingó var að byrja í nýrri vinnu í dag, á Ladbrokes sem er veðbúlla. Hann verður líka áfram að róta með ABBA tribute bandinu sem hann fór með til London í febrúar, þar sem að hann hitti Barböru Windsor (Peggy í EastEnders) og sá þá sem leikur Dot í EastEnders.. öfundaði hann pínu.

Blogga aftur e. miðvikudaginn, þegar ég er búin á vettvangi :) Takk allir fyrir að gera páskafríið okkar skemmtilegt :)