Lífið í Derby

Monday, April 24, 2006

Komin heim aftur..

Skrítið að kalla tvo staði sitt heimili. Erum sem sagt komin aftur heim til Derby eftir geggjað páskafrí heima á Íslandi. Ætlaði nú að blogga eitthvað heima en maður var alltaf svo busy.. ;) komum aftur hingað á laugardaginn. Var nú samt ekki alveg á því að fara í flugið þar sem að það snjóaði ansi vel rétt fyrir flug.. en sem betur fer hætti að snjóa áður en við fórum í loftið og vélin var afísuð. Er samt alltaf að skána með flughræðsluna.. fór að hugsa að ég hefði bara átt að skella mér í flugfreyjuna þegar ég var upp á mitt versta, hjálpar greinilega til að fljúga oft :)

Veðrið í Derby er geggjað, orðið mjög hlýtt og rakt, spáð 16 stiga hita í dag, en það var skýjað þannig að það varð ekki svo heitt.. 18 gráðum spáð á morgun og maður vonar bara að sólin nái í gegn ;) Fór út að borða með stelpunum á laugardagskvöldið og kíktum svo á bæjarrölt, sátum úti til að verða miðnætti á stað niðrí bæ, fannst ég bara vera allt annars staðar en í Englandi :)

Skólinn byrjaður á fullu, er að fara á Crime Scene Scenario á miðvikudaginn og ég get ekki beðið! Vona að við fáum að fara í flottu hvítu búningana og bláu sjúkrahús-utan-yfir-skó-sokkana, það væri bara best. Er mjög ánægð með hópinn minn, drullukveið fyrir að þurfa kannski að fara í þetta með fólki sem veit ekkert í sinn haus. Ætla að nýta tímann vel á morgun og fara yfir allt það helsta.

Próftaflan mín er komin, fer í próf 15., 19. og 24. maí. Ekki alveg sátt við að vera að fara í próf 19. þar sem að undankeppni Eurovision er kvöldið áður, ætla að reyna að fá sem flesta af mínum vinum til að kjósa Ísland :) Ætla svo á Sign tónleika í Birmingham 22. maí, sem þýðir að ég verð að vera svooooona dugleg að læra. Ingó heppni fer ekki í nein próf en þarf í staðinn að fara í ferðir.

Ingó var að byrja í nýrri vinnu í dag, á Ladbrokes sem er veðbúlla. Hann verður líka áfram að róta með ABBA tribute bandinu sem hann fór með til London í febrúar, þar sem að hann hitti Barböru Windsor (Peggy í EastEnders) og sá þá sem leikur Dot í EastEnders.. öfundaði hann pínu.

Blogga aftur e. miðvikudaginn, þegar ég er búin á vettvangi :) Takk allir fyrir að gera páskafríið okkar skemmtilegt :)

5 Comments:

  • At 8:21 PM, April 25, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Hæ, gaman að hitta ykkur í páskafríinu :) vona að maður geti kíkt á Ingþór í sumar út :)
    Kv. Agnes

    p.s komin með nýja síðu pappirspesi.blog.is :) ef þið viljið skoða :)

     
  • At 11:16 AM, April 26, 2006, Anonymous Anonymous said…

    Hringdu í mig ef þú hittir leikarann sem lék Harold Bishop í nágrönnum. Kveðja Biggi

     
  • At 1:05 PM, April 26, 2006, Blogger rydeen said…

    Sömuleiðis, Agnes mín, hlakka til að sjá þig aftur í júní :) Endilega reynið að heimsækja Ingó í sumar, ég veit að þið eigið eftir að fíla Derby ;)

    Heyrðu Biggi, vinur okkar þekkir þann sem leikur Joe Mangel, dugar það?

     
  • At 1:42 PM, April 26, 2006, Anonymous Anonymous said…

    hei have fun í vettfangsferð, en ég er komin með nýtt blogg, það er blog.central.is/migordobella. love you and miss you

     
  • At 4:51 PM, April 26, 2006, Blogger rydeen said…

    Hahaha, gæti það verið, migordobella! Djöfull þarf ég að sjá þessa þætti :) love and miss u too, hlakka til að hitta þig aftur, kem líklegast 3. júní :)

     

Post a Comment

<< Home