Nýtt líf...
Það er svo djöfulli langt síðan ég bloggaði að ég mundi ekki hvernig ég átti að logga mig inn!
Ég er að flytja heim í bili. Kem í kringum 16. febrúar. Kvíði því ógurlega en hlakka samt til. Hlakka til að sjá alla fjölskylduna mína aftur og alla vini mína. Hlakka til að fá mér SS pylsur, American Style og Smörrebröd. Hlakka til að fara í Kolaportið. Hlakka til að upplifa íslenskt sumar á ný, útilegur og grill. Vona bara að rigningin haldi sér áfram hérna í UK eins og síðustu 3 sumur og ég fái að njóta hitans á Íslandi.
Stefni samt á að flytja aftur út í haust til að fara í master. Búin að finna nám í Bournemouth sem er ótrúlega spennandi og skemmir ekki fyrir að Bournemouth (og Poole þar sem að Campusinn er) er við sjóinn, gæti varla verið lengra frá hafi en hérna í Derby. Vona bara að ég komist inn, á eftir að sakna Englands svo mikið, erfitt að flytja frá stað sem að maður hefur kallað heimili sitt í 4 og hálft ár. 100x erfiðara en að flytja frá Íslandi upprunalega. Get lítið annað gert í stöðunni en veit ég mun hafa gott af því að endurhlaða batteríin á ástkæra ylhýra.
Hlakka til að sjá ykkur öll :)
Ég er að flytja heim í bili. Kem í kringum 16. febrúar. Kvíði því ógurlega en hlakka samt til. Hlakka til að sjá alla fjölskylduna mína aftur og alla vini mína. Hlakka til að fá mér SS pylsur, American Style og Smörrebröd. Hlakka til að fara í Kolaportið. Hlakka til að upplifa íslenskt sumar á ný, útilegur og grill. Vona bara að rigningin haldi sér áfram hérna í UK eins og síðustu 3 sumur og ég fái að njóta hitans á Íslandi.
Stefni samt á að flytja aftur út í haust til að fara í master. Búin að finna nám í Bournemouth sem er ótrúlega spennandi og skemmir ekki fyrir að Bournemouth (og Poole þar sem að Campusinn er) er við sjóinn, gæti varla verið lengra frá hafi en hérna í Derby. Vona bara að ég komist inn, á eftir að sakna Englands svo mikið, erfitt að flytja frá stað sem að maður hefur kallað heimili sitt í 4 og hálft ár. 100x erfiðara en að flytja frá Íslandi upprunalega. Get lítið annað gert í stöðunni en veit ég mun hafa gott af því að endurhlaða batteríin á ástkæra ylhýra.
Hlakka til að sjá ykkur öll :)