Krufning!
Jæja, þetta var nú aldeilis skemmtilegur morgun. Í dag var ég viðstödd mína fyrstu krufningu.
Þurfti að vera mætt á spítalann í Derby kl. 8 í morgun. Við vorum komin inn í líkhús kl. 8.15 þar sem við fengum að bíða í stofu, sem er greinilega ætluð fyrir ættingja sem þurfa að bera kennsl á lík. Við þurftum að bíða þar í ca. 20 mínútur sem gerði okkur öll frekar stressuð og það eina sem við öll hugsuðum var að reyna að gubba ekki eða falla í yfirlið.
Svo kom að því að við vorum sótt, og þurftum að bíða á ganginum þar sem að allir líkkælarnir eru. Konan sem sá um okkar krufningu kom og sagði að við þyrftum að flýta þessu smá þar sem að hún væri að fara á fund. Sagði svo að það væru 3 aðrar krufningar í gangi en bað okkur að reyna að einbeita okkur að hennar. Sem sagt 4 lík. Bjóst bara við einu. Ekki fjórum. *panik*
Við fórum svo inn um aðra hurð en hún, upp á smá pall sem lá jafnhliða krufningarbekkjunum. Fór næstsíðust inn af því að ég var skíthrædd. Sá glitta í eitt líkið, fékk smá svona "ómæ" tilfinningu en sekúndu seinna var þetta bara allt í lagi. Þetta voru eins og brúður, ekkert líkt okkur í raun, sem gerði þetta bara mjög auðvelt. Eitt líkið hafði þegar verið krufið, eitt ennþá óskorið og það þriðja í vinnslu. Að sjá það þriðja í vinnslu lét mig og flesta slaka á.
Krufningin var fljótgerð og mjög svo áhugaverð (ætla ekki að fara út í details, nema þess sé óskað). Meira að segja það áhugaverð að ég væri alveg til í að vinna við krufningar. Við fengum að vísu einungis að sjá klínískar krufningar, þar sem að réttarkrufningar eru framkvæmdar af réttarlæknum með aðstoð þeirra sem sjá um klínísku krufningarnar, þannig að ég gæti - ef að staða losnar - unnið í 4 ár sem nemi, tekið 2 próf á þessu tímabili og eftir það orðið fullhæfur uuu.. krufninatæknir? krufninga.. nei, kryfjari (fínt orð). Hefði aldrei dottið til hugar að ég myndi fíla þetta. Annar hópur fer í fyrramálið og 2 í næstu viku. Langar þvílíkt að fara í 2., 3. og 4. skiptið.
Æ ég er svo morbid eitthvað :/
Until next time :)
Þurfti að vera mætt á spítalann í Derby kl. 8 í morgun. Við vorum komin inn í líkhús kl. 8.15 þar sem við fengum að bíða í stofu, sem er greinilega ætluð fyrir ættingja sem þurfa að bera kennsl á lík. Við þurftum að bíða þar í ca. 20 mínútur sem gerði okkur öll frekar stressuð og það eina sem við öll hugsuðum var að reyna að gubba ekki eða falla í yfirlið.
Svo kom að því að við vorum sótt, og þurftum að bíða á ganginum þar sem að allir líkkælarnir eru. Konan sem sá um okkar krufningu kom og sagði að við þyrftum að flýta þessu smá þar sem að hún væri að fara á fund. Sagði svo að það væru 3 aðrar krufningar í gangi en bað okkur að reyna að einbeita okkur að hennar. Sem sagt 4 lík. Bjóst bara við einu. Ekki fjórum. *panik*
Við fórum svo inn um aðra hurð en hún, upp á smá pall sem lá jafnhliða krufningarbekkjunum. Fór næstsíðust inn af því að ég var skíthrædd. Sá glitta í eitt líkið, fékk smá svona "ómæ" tilfinningu en sekúndu seinna var þetta bara allt í lagi. Þetta voru eins og brúður, ekkert líkt okkur í raun, sem gerði þetta bara mjög auðvelt. Eitt líkið hafði þegar verið krufið, eitt ennþá óskorið og það þriðja í vinnslu. Að sjá það þriðja í vinnslu lét mig og flesta slaka á.
Krufningin var fljótgerð og mjög svo áhugaverð (ætla ekki að fara út í details, nema þess sé óskað). Meira að segja það áhugaverð að ég væri alveg til í að vinna við krufningar. Við fengum að vísu einungis að sjá klínískar krufningar, þar sem að réttarkrufningar eru framkvæmdar af réttarlæknum með aðstoð þeirra sem sjá um klínísku krufningarnar, þannig að ég gæti - ef að staða losnar - unnið í 4 ár sem nemi, tekið 2 próf á þessu tímabili og eftir það orðið fullhæfur uuu.. krufninatæknir? krufninga.. nei, kryfjari (fínt orð). Hefði aldrei dottið til hugar að ég myndi fíla þetta. Annar hópur fer í fyrramálið og 2 í næstu viku. Langar þvílíkt að fara í 2., 3. og 4. skiptið.
Æ ég er svo morbid eitthvað :/
Until next time :)