Lífið í Derby

Saturday, July 21, 2007

Lélegur brandari?

Mér er allavegana ekki skemmt lengur yfir þessu veðri. Þorði varla að hugsa, né segja, á miðvikudag og fimmtudag að sumarið væri kannski komið, þar sem að það var geggjað veður þessa tvo daga. Aftur var skítaveður í gær og í dag er allt á floti fyrir sunnan okkur. Mamma er að fara heim í dag, og maður vonar bara að vegirnir til Heathrow loki ekki, þar sem að hún ætlar með rútu frá East Midlands Airport til Heathrow. Lestarferðir í dag eru ekki garanteraðar þar sem að lestarteinarnir gætu auðveldlega lokast vegna flóða. Rútan tekur þar að auki bara rúma 3 tíma og þarf ekki að skipta neinsstaðar eins og með lestarnar, ég mun bókað mál hafa það í huga næst þegar ég er til Íslands. Hér er ein frétt frá BBC og þar eru linkar á fullt af öðrum fréttum og haug af myndum af flóðunum. Hélt að þessu væri öllu lokið en þetta er náttúrulega bara að verða eins og lélegur brandari.

Ég og Matt erum búin að kaupa ferð til Skotlands í lok ágúst, og búin að bóka miða á bæði Foo Fighters og Red Hot Chili Peppers. Flugið kostaði um 85 pund fram og til baka til Glasgow fyrir okkur bæði sem er ódýrara en lestarferðin til London kostaði um daginn, það þarf að gera eitthvað í því ef að yfirvöldin vilja að fólk verði "grænna" í því hvernig það ferðast. Erum að leita að gistingu sem verður einhver höfuðverkur, rándýrt að gista í Edinborg, þar sem við verðum fyrstu 2 næturnar. Aðeins ódýrara í Glasgow, en maður vill vera frekar picky á hvar maður gistir í Glasgow.. Hlakka endalaust mikið til, verður geggjað :)

Ætla að fara að sinna henni móður minni áður en hún fer, bara 2 tímar þangað til að hún þarf að fara.. :/

Þangað til næst.

8 Comments:

  • At 4:48 PM, July 21, 2007, Blogger Unknown said…

    Hæ elsku frænka, hér er LOKSINS komin rigning. Þetta sumar er búið að vera með eindæmum gott. Oh, ert þú að fara að sjá Red hot Chilli peppers. Þeir eru svo góðir. voru mitt uppáhald fyrir ca. 20 árum og standa ennþá fyrir sínu. Frábært hjá ykkur að fara. - Við tökum vel á móti mömmu þinni. Músi minn er úti að leika og ég er að lesa AURA SOMA :-) Fer til USA 2 ágúst í frekari nám.
    Hafið það gott elsku frænka og fjöldskylda.
    Guffa og Siggi Sverrir :-)

     
  • At 7:17 PM, July 28, 2007, Blogger rydeen said…

    Æ spennandi að fara til USA, æðislegt hvað þér gengur vel og hvað þú hefur gaman að Aura Soma :) Bið að heilsa sigga sverri sæta frænda :)

     
  • At 4:50 PM, July 29, 2007, Blogger Unknown said…

    Ég skal skila kveðju þinni til hans. Núna er hann úti að leika með vini sínum í byssu og bófa - sko!! Hlakkar til að fara út. Vorum í sumarbústaðinum um helgina. Voða nice.........hafið það gott elskurnar. Guffa frænka og Siggi Sverrir ERAGON :-) (búinn ða horfa á hana 5 sinnum)

     
  • At 11:43 AM, August 03, 2007, Anonymous Anonymous said…

    til hamingju með sólina elsku Brynja mín amma Brynja

     
  • At 6:25 PM, August 03, 2007, Anonymous Anonymous said…

    hæ, bara að keep in touch smá ;))) við kellingarnar erum byrjaðar að huga að októbersumóinu okkar... bara smá reminder ef þú skyldir detta á gott tilboð til iceland á þessum tíma híhí smússísmúss SM

     
  • At 6:01 PM, August 04, 2007, Blogger rydeen said…

    Hehe Siggi Sverrir er náttúrulega aðaltöffarinn ;)

    Hæ amma mín, gaman að sjá að þú kíkir við :) Bið að heilsa afa!

    Sigga mín, hvað ég væri ógeðslega til í að fara með ykkur í sumarbústað.. við sjáum til, kannski vinn ég í lottóinu! Allir að leggjast á bæn :)

     
  • At 11:36 PM, August 12, 2007, Anonymous Anonymous said…

    þú þarft bara að skjótast til okkar í október, setja bara söfnun í gang , miss u babe

     
  • At 8:20 PM, August 13, 2007, Blogger rydeen said…

    Oh væri sko meira en til í það! Eruði búnar að prófa barnaland?? ;)

     

Post a Comment

<< Home