Lífið í Derby

Saturday, September 08, 2007

Heppni?

Ég hef saknað Bold and the Beautiful endalaust mikið síðan ég flutti út, þeir voru sýndir hérna áður en ég flutti, en voru teknir af dagskrá - skil það nú ekki alveg, þvílíkir gæðaþættir þar á ferð. En allavegana, þá er komin ný stöð á Sky Boxið sem heitir Zone Romantica. Þeir sýna að vísu ekki Bold en þeir sýna það næst besta við það. Days of our lives. Ég hlakka til að verða húkt. Massimo (heitir Stephano í Days, og hann var í Santa Barbara og hét Carlo) er meira að segja í þessari sápu þannig að þetta er ekki of ólíkt Bold. Ég verð eiginlega að segja að þættirnir eru bara nákvæmlega eins...

Skotland var geggjað. Við flugum út á mánudagsmorgni, mjööög snemma. Flugum til Glasgow og þurftum svo að koma okkur til Edinborgar þar sem við ætluðum að vera fyrstu 2 næturnar. Liz vinkona okkar kom með okkur, og við ákváðum öll að setja pening í púkk til að nota í lestarferðir og matarkaup og þess háttar. Þar með varð the Kitty Committee til, sem að okkur fannst endalaust fyndið og gerum ennþá grín af því.

Við spurðum mann á lestarstöðinni í Edinborg sem vann á hótelsöluskrifstofu hvort hann vissi hvar gistiheimilið okkar væri. Hann sagði að það tæki svona 15 mínútur að labba þetta eða um 5 pund í taxa. Við ákváðum að labba þennan stutta spöl, the Kitty Committee var ekki tilbúin að láta 5 pund fyrir taxan. Við hefðum frekar átt að gera það, þrátt fyrir að það myndi hafa kostað aðeins meira en 5 pund í taxanum. Það tók okkur klukkutíma og 20 mínútur að labba þetta. Við lögðum okkur í nokkra tíma áður en við fórum aftur út.

Edinborgarfestivalið var í fullum gangi þegar við komum. Það stendur yfir í 4 vikur og það er bara geggjað. Mikið af götulistafólki og endalaust mikið úrval af sýningum. Við tókum strætó í bæinn, röltum á milli pöbba og skoðuðum okkur um. Bókuðum miða í draugaferð sem við fórum svo ekki í þar sem að við vorum uppgefin eftir daginn.

Daginn eftir fórum við á tvær sýningar. Við byrjuðum í The National Gallery of Scotland, þar sem að William Blake sýning var í gangi, auk mynda eftir Tizian, Monet og Botticelli (reyndar bara ein mynd). Fórum svo yfir á Andy Warhol sýninguna og hún var gegguð! Mér hefur aldrei fundist verkin hans neitt spes, en að sjá þetta allt á sýningu finnst mér hann bara geggjaður. Fórum svo í draugagöngu í undirgöng Edinborgar þar sem að Most Hunted hafa verið. Fórum svo á Foo Fighters tónleikana um kvöldið og það var baaaara snilld! Þeir eru snillingar og endalaust rólegir á þessu öllu saman.

Fórum daginn eftir á tvær leiksýningar, annars vegar The Importance of Being Earnest, sem var hrikalega skemmtilegt. Eftir að hafa spáð og spekúlerað í hvað við ættum að gera næst ákváðum við að fara á sketch sýningu sem heitir This Sketch Show Belongs to Lionel Richie. Algjör hörumung. Fékk 5 stjörnur og við héldum að þetta yrði fyndið, en svo var ekki. Fórum svo yfir til Glasgow um kvöldið.

Það var ekkert mikið um að vera í Glasgow, þannig að við fundum okkur pub með quiz machine og við vorum þar eiginlega alveg þangað til að við fórum á tónleikana. Red Hot Chili Peppers eru ekki alveg jafn skemmtilegir á sviði og Foo Fighters en samt mjög góðir. Fórum aðeins út á lífið í Glasgow eftir tónleikana en það lokaði allt um 12 þar sem að lögin eru ekki eins og í Englandi með frjálsa opnunartíma. Náðum þó nokkrum drykkjum.

Þar sem að það var ekkert um að vera í Glasgow fórum við snemma upp á flugvöll og ætluðum að bíða þar þangað til við áttum flug um kvöldið. Löbbuðum inn og sáum að það var flug til East Midlands um 5 leytið í staðinn fyrir 10. Við ákváðum að athuga hvort við kæmumst í það og það var ekkert mál. Skemmtum okkur brjálæðislega vel alla vikuna og við ætlum að reyna að komast aftur út á næsta ári þegar Edinborgar festivalið er í gangi og eyða heilli viku þar.

Að öðru..

Skólinn byrjar aftur 24. september og ég hlakka þvílíkt til. Þurfti að taka eitt endurtektarpróf sem ég náði þannig að ég get einbeitt mér að 3. árinu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af einu fagi af 2. ári. Trúi ekki að ég sé að byrja lokaárið, langar eiginlega bara ekkert að hætta í skólanum.. :) Á eina viku eftir í vinnunni og það er svo klikkaðislega mikið að gera að hún á eftir að fljúga hjá.

Hafið það gott - þangað til næst.

2 Comments:

  • At 11:11 PM, September 08, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Gaman að fá að lesa smá blogg hjá þér. Sé að þið hafið skemmt ykkur vel, fáránlegt að allt loki klukkan 12 ég mundi ekki sætta mig við það, hehe. Til hamingju að vera búin með annað árið og að þú sért að fara að byrja á því þriðja. Frábær árangur. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.

    Kærar kveðjur Rutla skutla

     
  • At 2:49 PM, September 13, 2007, Blogger Unknown said…

    vá ertu að byrja á 3ja ári, ég er ekki að trúa þessu!!! hlakka massa til að sjá þig í nóvember, krossum bara putta að það muni gerast - mér allavega sýnist ekki annað
    bjalla á þig sæta
    smúss
    Heiða

     

Post a Comment

<< Home