Lífið í Derby

Sunday, July 08, 2007

Margt búið að gerast í Englandi...

Er komin með nýjan forsætisráðherra. Finnst hann með eindæmum leiðinlegur. Sakna Tony Blair verð ég eiginlega bara að segja - held samt að ég sé ein um það. Bar ekki traust til Gordons Brown áður en hann gekk í ráðherrastól, og álit mitt hefur ekki breyst. Finnst eins og á fyrsta degi hafi hann verið eins og smástrákur í fullorðinsleik. Eitt af því fyrsta sem hann lærði var á hvaða takka ætti að ýta ef hann þarf að skjóta kjarnorkuflaugum á loft, og svo setti hann vin sinn, sem er by the way rúmlega sextugur, sem fótboltaspecialist til að plana HM í Englandi 2018. Hann hefur svo gert sig að fífli á þingi þegar hann gat ómögulega svarað spurningum David Cameron, ég gat ekki annað en hlegið. Áttaði mig svo á því í gær á hvern hann minnir mig... Mr. Bean.

Hann stóð sig nú samt ágætlega þegar hryðjuverkin komu upp, gef honum plús fyrir það.

Við Matt fórum til London síðustu helgi, akkúrat í miðjum hryðjuverkum. Sömu helgi var Gay Pride á laugardeginum og svo maraþon á sunnudeginum, sem gerði ferðirnar í undergroundinu svolítið erfiðar. Við komum snemma til London á laugardagsmorgninum og skutluðum töskunum upp á hótel og fórum svo að rölta um. Sá Buckingham höll í fyrsta skipti, og fórum að Westminster Abbey og þinghúsinu. Þegar við erum að labba til baka frá þinghúsinu, labbaði ég framhjá Elton John, án gríns, bara öxl við öxl. Hafði hugsað á leiðinni til London að þrátt fyrir að hafa farið þangað alloft hafði ég aldrei séð neinn frægan. Ekki slæmt að fyrsti celeb-inn minn er Elton John :) Náði mynd af hnakkanum á honum þar sem hann var að labba inn í Parliamentið :)

Við fórum svo upp á hótel til að hafa okkur til fyrir leikhúsið sem átti að byrja kl. 4. Herbergið átti ekki að vera tilbúið fyrr en kl. 2.30 þannig að við fórum á barinn á hótelinu. Af því að við gistum á Millenium Mayfair vorum við frekar skeptísk á að fara á barinn þar sem að hann var svolítið posh og við veðurbarin eftir rigninguna. Ákváðum samt að fá okkur einn drykk. Ég pantaði mér hvítvínsglas og Matt fékk sér bjór. Við settumst niður og þegar okkur eru færðir drykkirnir er okkur litið á verðlistann. Við fengum hálfgert hláturskast þegar við sáum að glasið mitt kostaði 8.50 pund. Ég drakk hvern einasta dropa.

Við höfðum 45 mínútur til að gera okkur tilbúin. Við höfðum spurt í lobbýinu hvort þau gætu pantað fyrir okkur leigubíl sem yrði tilbúin fyrir utan kl. 3.15. Hann sagði okkur að það væri bara best fyrir okkur að fara núna, þ.e.a.s. áður en við fengum herbergið meira að segja, möguleikinn á að fá leigubíl og að komast eitthvað í honum væru mjög litlar, þar sem að götum hefðu verið lokað út af Gay Pride og hryðjuverkunum. Við tókum því underground í leikhúsið, og náðum þangað á góðum tíma. Leikritið, Woman in Black, var meiriháttar! Fyrri hluti leikritsins tekur tíma í að byggja upp spennu og við vorum farin að halda að það væri búið að hype-a það svo mikið upp að það yrði bara ekkert ógnvænlegt. Ótrúlegt hvað það er samt hægt að hræða mann. Eftir hlé var ég algjörlega að tapa mér, og sömuleiðis allir aðrir í leikhúsinu. Frábært leikrit og mæli með því! Langar eiginlega bara aftur :)

Nýttum svo sunnudaginn í að fara í söfn, fórum í The Science Museum, Natural History Museum og V&A Museum. Byrðjuðum samt á því að fara í Harrods, sem er þvílík upplifun, sérstaklega matarhlutinn, skoðaði ekkert fötin og skónna (þorði því ekki), en nýtti tímann í matnum í staðinn. Stóð slefandi yfir öllum borðunum.. Ákvað að kaupa mér ólívur í jalapeno og piri piri sósu, og það eru bara bestu ólívur sem ég hef nokkurn tímann smakkað.. mmm...

Er að verða geðveik á allri helvítis djöfulsins (afsakið orðbragðið) rigningunni. Mamma lofaði mér að reyna að koma með sólina með sér og það hefur gengið þokkalega, þurrt í gær og í dag, og ég hélt að loksins væri komið almennilegt sumarveður. Horfði á veðurfréttirnar áðan og er ekki spennt, meiri anskotans rigning á leiðinni. Urr... >:( Mamma er semsagt komin í heimsókn og hún ætlar að vera til 21. júlí. Æðislegt að fá hana í heimsókn :)

Eins og vanalega vantar haug af hlutum í bloggið mitt, reyni að blogga aftur fljótlega..

Until next time :)

6 Comments:

  • At 11:41 PM, July 08, 2007, Blogger Unknown said…

    ohhhhh, hvað það væri nú gaman að sjá "Woman in black" á sviði. Og engin "Woman in black" nema hafa Önnu Maj með.LOL :-)
    Vona að góða veðrið fari að koma til ykkar. Það er gott á Íslandi. Allir hér í portinu á Brávallagötunni eru að væta grasið í görðunum - það er farið að skrælna, ótrúlegt en satt.
    Músi er hress. Verður hjá Önnu í nótt.
    Ástarkveðja til ykkar allra elsku frænka mín og gaman að mamma þín sé komin til ykkar. Stórt knús til hennar.
    Guffa frænka á Brá

     
  • At 11:43 AM, July 15, 2007, Blogger rydeen said…

    Æ það rignir ennþá :( mamma var að segja mér að þið eruð búnar að vera upp í sumarbústað í góða veðrinu, þvílíkt sem mig langar upp í bústað..

    Ég mæli alveg með því að þið skellið ykkur til London á leikritið, leikhúsið er gamalt og krúttlegt og leikritið mjööög scary! Kom mér bara á óvart hvað er hægt að hræða mann í leikhúsi :) Það er búið að vera í gangi í 17 ár, þannig að það má alveg búast við að það verði í nokkur ár í viðbót :)

     
  • At 10:13 PM, July 17, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Hæ elskan.. Ég er nú eitthvað klikkuð. Ég er ekkert búin að skoða bloggið þitt ég þurfti að lesa allar færslunar á þessarri bls. Ég var bara búin að gefast upp á þér.. nei nei.

    Mér finnst æðislegt hvað skólinn gengur vel hjá þér og að þú sért að vinna svona spennandi vinnu. Ég man nú eftir þegar þú varst að reyna að komast inn í versló. hehe.

    Þetta er frábært hjá þér.. dugleg í skólanum, með frábæra vinnu og mjög líklega frábæran mann sem ég vil endilega sjá einhvern tímann. Einhverja hluta vegna er ég ekki búin að finna nákvæmlega hvað ég vil gera við blessaða líf mitt.

    En gaman að geta fylgst með þér aftur ég ætla ekki að missa af næsta bloggi.

    knús og kossar frá Rut og Gabríel Mána

     
  • At 4:12 PM, July 18, 2007, Anonymous Anonymous said…

    þú hefðir þurft að koma með til Portúgals, ferlega næs en skil vel með matinn i Harrods , er bara farin að langa að hitta þig fljótlega , smúss

     
  • At 10:53 PM, July 20, 2007, Anonymous Anonymous said…

    Hæ sæta mín
    Maður heyrir ekkert annað en fréttir í útvarpinu um hellirigningar í Bretlandi, að fólk þurfi að flýja heimili sín og ég veit ekki hvað og hvað. Ert þú nokkuð að rigna út af heimilinu þínu og farin að ferðast um á kajak og svona??
    vonan nú að það sé ekki alveg málið;)
    Hvenær kemuru svo á klakann aftur? Fer ekki að styttast í það?! Maður er nú farinn að sakna þess alveg helling að hafa einhvern til að hlæja af aulabröndurunum mínum;)
    Vertu endilega í bandi þegar þú kemur til Íslands.
    Knús, knús - AJ

     
  • At 11:41 AM, July 21, 2007, Blogger rydeen said…

    Rut - ég er farin að þykjast vera sæmilegur bloggari, bara nokkuð stolt af því að þú þurftir að lesa alla blaðsíðuna, sýnir að ég er nú orðin svolítið öflug hehe :) Þú átt eftir að fatta bara allt í einu hvað þú vilt gera, trúðu mér. Knúsaðu Gabríel sæta frá mér :)

    Heiða - Hugsaði endalaust mikið til ykkar þessar tvær vikur, ímyndaði mér hvert þið voruð að fara og hvað þið voruð að gera.. svolítið sad eh? hehehe :)

    AJ - sæta mín, ég er sko búin að sakna aulabrandaranna þinna svo mikið að ég er búin að reyna að þýða þá fyrir Matt, svo hlæ ég eins og vitleysingur! ;) Kem vondandi fyrir nýja árið, erum að spá í að koma í nóvember eða jafnvel til að vera yfir gamlárskvöld, læt þig vita með fyrirvara, það er að segja ef ég verð ekki drukknuð fyrir það... ;)

     

Post a Comment

<< Home