Lífið í Derby

Sunday, November 20, 2005

Rafmagnsleysi..

Ingó hringdi í mig í gær úr vinnunni (tók aukavakt á laugardegi) og sagði mér að það væri rafmagnslaust hjá þeim. Sendi mér svo sms og sagði rafmagnið farið af flugvellinum líka og í einhverjum nágrannabæjum við flugvöllinn væri rafmagnslaust. Það er víst verið að spara rafmagnið þar sem að þessi vetur á eftir að verða kaldasti veturinn í langan tíma (heppin við!), og beina einungis rafmagni inn á spítalana og heimili.. líður eins og í kreppu, vildi varla kveikja á tölvunni ;) Það er orðið ansi kalt hérna núna, allt frosið á morgnanna þegar maður fer út, svolítið kósý verð ég bara að segja.

Var ótrúlega glöð á miðvikudaginn, þegar það var sýndur Take That þáttur á ITV. Ingó flúði inn í herbergi til að horfa á allt annað en TT, skil ekki af hverju :þ Þeir sýndu brot frá blaðamannafundinum þegar þeir tilkynntu að þeir væru hættir, og ég get svarið fyrir það að ég fékk bara sömu tilfinningu og þegar ég horfði á þetta á MTV forðum daga - fór þó ekki að grenja eins og þá ;)

Við Ingó fórum fyrir viku síðan og keyptum okkur nýja, überhátækniþróaða síma. Svolítið stökk fyrir mig að fara úr gamla símanum mínum yfir í síma með litaskjá, pólýfón tónum og myndavél (ég veit - standard í símum í dag) sem er auk þess mp3 spilari og er með nettengingu - og símanum fylgdu heyrnartól og tengi fyrir prentara, þannig að ég get prentað myndir beint úr símanum mínum.. ótrúlegt.. er þó enn með gamla líka, á eftir að taka ansi langan tíma fyrir mig að venjast þessari græju..

Fórum í Sainsbury's að versla síðasta sunnudag. Stóðum og kjöftuðum í mjólkurdeildinni, þegar við heyrum einhvern spyrja hvort við séum að tala íslensku. Tók okkur smá tíma að fatta að það var verið að tala við okkur - á íslensku. Þá var þetta kærasti stelpu sem ég er búin að vera að spjalla við af barnalandi. Hann er búinn að búa hérna í held ég 1 og hálft ár, og hún var hérna í mánuð með litla strákinn þeirra. Við ætluðum alltaf að hittast en tíminn flaug hjá og hún er núna farin heim, en kemur aftur í janúar. Furðulegt að við skyldum hitta hann í Sainsbury's af öllum stöðum :)

Fórum í fyrsta ökutímann í dag, Ingó stóð sig eins og hetja, ég eins og kjáni. Þetta kemur samt ótrúlega fljótt, bara fjarlægðin frá bílstjórasætinu á kantinn hinum megin er fáranleg, keyrði 2x upp á kant þegar ég var að beygja. Gekk ágætlega í hringtorgunum en ætli það versta sé samt ekki að þurfa að skipta um gír með vinstri.. furðulegt.. ætlaði að skipta um gír fyrstu skiptin með hægri, hefði ekki mikið grætt á því nema kannski marbletti við það að kýla hurðina. En þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig, og við förum í annan tíma næsta sunnudag.

Heiða hringdi í mig á föstudaginn með þær gleðifréttir að þau koma viku fyrr, þannig að þau verða yfir afmælið mitt! Fékk vægt sjokk þegar hún sagði að þau kæmu þá eftir 2 vikur - er ekki að komast yfir það hvað tíminn líður hratt. Við hlökkum alveg endalaust mikið til að sjá þau :)

Jæja, verð að fara að læra, reyni að blogga aftur innan viku.

6 Comments:

  • At 4:35 PM, November 21, 2005, Anonymous Anonymous said…

    ég vona að það verði hiti inná heimilinu hjá ykkur þegar við komum, ég kannski að taka íslenskar sængur með mér:) En flott með ökutímana, shit ég skil þig svo vel, væri sko örugglega með marblett á hægri. En á að fá sér bíl??? Heyrumst fljótt, 10 dagar

     
  • At 5:45 PM, November 21, 2005, Blogger rydeen said…

    já það er sko hiti hjá okkur, þoli ekki kulda inni í húsum.. skítakuldi upp í skóla, bretar eru svo nískir :) við fáum okkur bíl sem fyrst, en hvort það verði innan tíu daga verður að koma í ljós.. vonandi samt.

    10 dagar - vá.. þeir eiga eftir að líða hratt, getum ekki beðið eftir að hitta ykkur :)

     
  • At 5:46 PM, November 22, 2005, Blogger Lena said…

    Ég skil nú bara ekkert í honum Ingó að fara bara þegar TT er í sjónvarpinu!!! "Babe, I´m here again..."

     
  • At 6:19 PM, November 22, 2005, Blogger rydeen said…

    hahaha, vissi að þú myndir kommenta á þetta ;) ógeðslega gaman að horfa á þennan þátt, sé eftir því að hafa ekki tekið hann upp :/

     
  • At 6:14 PM, November 23, 2005, Anonymous Anonymous said…

    bara 8 dagar í komu okkar Hauks :)

     
  • At 1:53 PM, November 24, 2005, Blogger rydeen said…

    Og núna bara vika! :)

     

Post a Comment

<< Home