Jólin..
langar að byrja á því að þakka fyrir allar gjafirnar sem við fengum, öll jólakortin og kveðjurnar hérna á blogginu :) Vonandi hafið þið átt ánægjuleg jól.
Það urðu vaktaskipti hérna á síðustu 2 dögum; mamma fór í fyrradag og Lára og Dóri komu hingað í gærkvöldi. Við Ingó og mamma höfðum það rosalega gott um jólin. Ég og mamma kíktum í bæinn bæði á Þorláksmessu og aðfangadag, á meðan Ingó var að vinna. Ég fékk alveg minn skammt af jólastressi á Þorlák (sakna kannski jólastressins í Kringlunni ekki eins mikið og ég hélt), en aðfangadagur var ótrúlega rólegur í bænum og við slökuðum vel á. Fórum út að borða á Frankie and Benny's á aðfangadag og Thalia vinkona kom með okkur, hún tímdi ekki að borga 500 pund fyrir fjögurra daga ferð heim til sín, skil það vel. Kíktum svo á hverfispöbbinn eftir mat en við vorum öll orðin svo dösuð að við fórum snemma heim. Við urðum eiginlega að kíkja á pöbbastemninguna, þar sem að Englendingar gera það á jólunum. Staðurinn var þétt setinn. Ég horfði nefninlega á EastEnders jólaþættina frá upphafi helgina fyrir jól og þetta er málið hjá Bretanum; pöbbinn á aðfangadagskvöld. Við héldum okkur þó við hefðina að opna pakkana á aðfangadag :)
Jóladagur var mjög kósý. Átum, spiluðum og slöppuðum af með bækur og góða tónlist - fullkominn jóladagur. Fengum að sjálfsögðu nýja Trivial í jólagjöf og það var spilað grimmt. Mamma kom með hangikjöt að heiman, grænar baunir, laufabrauð, malt og ýmislegt annað sem gerði jóladaginn mjög íslenskan, það var æði. Útsölurnar byrjuðu svo annan í jólum og við kíktum aðeins í bæinn þá og daginn eftir. Ætluðum inn í Next en hættum snarlega við það, þar sem að þar var troðið næstum því út úr dyrum og sömuleiðis í HMV, fórum þangað inn en vorum fljótar út aftur, þar sem að raðirnar á kassana voru ótrúlega langar. Það var rosalega gott að hafa mömmu hérna hjá okkur á jólunum, en ég saknaði þess að komast ekki í jólaboðið til pabba, en það er farið að styttast ískyggilega mikið í páskana og ég hitti þau vonandi öll þá :) Og takk mamma fyrir að koma, þetta var æðislega kósý :)
Lára og Dóri komu í gær, og ég ákvað að vakna snemma til að fara að læra, fékk vægt sjokk þegar ég áttaði mig á því að það er bara rétt rúm vika í fyrsta próf - nei afsakið, í dag er vika í fyrsta próf :/ Og ég þarf að gera efnafræðiverkefni sem á að skila mánudaginn eftir fyrsta prófið og svo er seinna prófið á miðvikudeginum eftir það.. ó boy.. Ætlum örugglega að kíkja í bæinn í dag, þannig að það er best að fara að spýta í lófana.
Gleðilegt nýtt ár allir og takk fyrir þau gömlu!! Skemmtið ykkur vel á áramótunum en gangið samt hægt um gleðinnar dyr! :)
Það urðu vaktaskipti hérna á síðustu 2 dögum; mamma fór í fyrradag og Lára og Dóri komu hingað í gærkvöldi. Við Ingó og mamma höfðum það rosalega gott um jólin. Ég og mamma kíktum í bæinn bæði á Þorláksmessu og aðfangadag, á meðan Ingó var að vinna. Ég fékk alveg minn skammt af jólastressi á Þorlák (sakna kannski jólastressins í Kringlunni ekki eins mikið og ég hélt), en aðfangadagur var ótrúlega rólegur í bænum og við slökuðum vel á. Fórum út að borða á Frankie and Benny's á aðfangadag og Thalia vinkona kom með okkur, hún tímdi ekki að borga 500 pund fyrir fjögurra daga ferð heim til sín, skil það vel. Kíktum svo á hverfispöbbinn eftir mat en við vorum öll orðin svo dösuð að við fórum snemma heim. Við urðum eiginlega að kíkja á pöbbastemninguna, þar sem að Englendingar gera það á jólunum. Staðurinn var þétt setinn. Ég horfði nefninlega á EastEnders jólaþættina frá upphafi helgina fyrir jól og þetta er málið hjá Bretanum; pöbbinn á aðfangadagskvöld. Við héldum okkur þó við hefðina að opna pakkana á aðfangadag :)
Jóladagur var mjög kósý. Átum, spiluðum og slöppuðum af með bækur og góða tónlist - fullkominn jóladagur. Fengum að sjálfsögðu nýja Trivial í jólagjöf og það var spilað grimmt. Mamma kom með hangikjöt að heiman, grænar baunir, laufabrauð, malt og ýmislegt annað sem gerði jóladaginn mjög íslenskan, það var æði. Útsölurnar byrjuðu svo annan í jólum og við kíktum aðeins í bæinn þá og daginn eftir. Ætluðum inn í Next en hættum snarlega við það, þar sem að þar var troðið næstum því út úr dyrum og sömuleiðis í HMV, fórum þangað inn en vorum fljótar út aftur, þar sem að raðirnar á kassana voru ótrúlega langar. Það var rosalega gott að hafa mömmu hérna hjá okkur á jólunum, en ég saknaði þess að komast ekki í jólaboðið til pabba, en það er farið að styttast ískyggilega mikið í páskana og ég hitti þau vonandi öll þá :) Og takk mamma fyrir að koma, þetta var æðislega kósý :)
Lára og Dóri komu í gær, og ég ákvað að vakna snemma til að fara að læra, fékk vægt sjokk þegar ég áttaði mig á því að það er bara rétt rúm vika í fyrsta próf - nei afsakið, í dag er vika í fyrsta próf :/ Og ég þarf að gera efnafræðiverkefni sem á að skila mánudaginn eftir fyrsta prófið og svo er seinna prófið á miðvikudeginum eftir það.. ó boy.. Ætlum örugglega að kíkja í bæinn í dag, þannig að það er best að fara að spýta í lófana.
Gleðilegt nýtt ár allir og takk fyrir þau gömlu!! Skemmtið ykkur vel á áramótunum en gangið samt hægt um gleðinnar dyr! :)
6 Comments:
At 10:23 AM, January 01, 2006, Anonymous said…
Gleðilegt nýtt ár elsku Brynja - sjáumst nú vonandi um páskana! Knús knús
Særún
At 5:53 PM, January 02, 2006, rydeen said…
Takk sömuleiðis Særún mín :)
At 12:07 AM, January 05, 2006, rydeen said…
söknum ykkar líka, hringi örugglega í þig um helgina, tek mér smá pásu frá lærdóminum ;)
At 9:33 AM, January 09, 2006, Anonymous said…
Gleðilegt nýtt ár sætu :) vonandi var gaman hjá ykkur um jólin :)
At 9:33 AM, January 09, 2006, Anonymous said…
Kveðja Agnes og Steini ( gleymdi að skrifa það með) hehe
At 6:30 PM, January 10, 2006, rydeen said…
Sömuleiðis, hlökkum til að hitta ykkur í apríl! :)
Post a Comment
<< Home