Lífið í Derby

Friday, November 25, 2005

Snjór!

Allastaðar annars staðar en hjá okkur.. mikill snjór í Skotlandi og í Wales, þar sem að 450 skólum var lokað vegna snjós. Mig langar líka í snjó. Búið að vera skítkalt undanfarna daga, nenni ekki svona kulda ef ég fæ ekki snjó með.

Við erum búin að fjárfesta í eðalbifreið, stórglæsilegri Corollu, 1997 módel, rauð, með topplúgu og það sem er best, hún er sjálfskipt! Aldrei hefur mig langað til að eiga sjálfskiptan bíl fyrr en núna, einum minni hlutur að hugsa um :þ Ingó er búinn að rúnta grimmt á honum, og fór á honum í vinnuna í morgun, ég ætla að bíða að eins með það.

Fékk bréf frá læknastofunni upp í skóla í dag. Í því er mér boðið í flensusprautu. Ég hugsa að ég fari í hana þar sem að ég er hvort sem er búin að fá tvær sprautur síðustu tvær vikurnar, annars vegar fyrir heilahimnubólgu, hins vegar lifrabólgu B. Þarf svo að fara aftur í lifrabólgusprautuna um miðjan desember, og aftur í maí. Ein sprauta til, hvað er það?

Ingó er að fara á eitthvað strákadjamm í kvöld, ég ætla að vera heima og læra. Mig langar nefninlega að fara á Zanzibar annað kvöld þar sem að goðsögnin Peter André mun trylla lýðinn (stelpurnar). Má eiginlega ekki missa af því. Verður líka gaman að sjá Bretann tapa sér á götum borgarinnar þar sem að skemmtistaðir og pöbbar geta nú sótt um 24 tíma leyfi fyrir opnun.

NEWS FLASH: TAKE THAT hafa tekið saman á ný (án Robbie auðvitað) og eru að fara á tónleikaferðalag á ný!!!! Þvílík endalaus gleði! Ég þarf að fylgjast með þessu og ég ÆTLA sko á tónleika með þeim, það er eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei sjá!

15 Comments:

  • At 8:19 AM, November 26, 2005, Anonymous Anonymous said…

    Í þessum töluðu orðum var að skiptast úr slyddu í snjó hjá mér :) Skrítið að það snjói ekki hjá þér en allstaðar í kring... hmmm.

    Til hamingju með kaggann. Gangi ykkur vel að keyra öfugt. Keyra ekki annars allir í bakkgír í Bretlandi? HEHEHE

    Þú veist að flestir sem fá flensusprautu fá svo flensuna??? Bara vildi láta þig vita af því. Amk flestir sem voru hjá mér í nuddi og sögðust hafa fengið sprautuna (eða þekktu einhvern) fengu flensuna oft illa. En vonandi ertu hraustari en það!

    Góða skemmtun á djamminu. Og vonandi kemstu á Take that tónleika. HAHHAHA.... Fær allavega minn miða!

    Hvernig gengur í skólanum? Ertu ánægð með þetta? Er þetta eitthvað í líkingu við það sem þú ímyndaðir þér? Gangi ykkur annars áfram vel. Bestu kveðjur frá norðaustri (svíþjóð)

     
  • At 2:04 PM, November 26, 2005, Blogger rydeen said…

    já ég er eiginlega farin að kvíða því að fá sprautuna, hef einmitt heyrt að fólk verði veikt af henni, og ég hef engan tíma í veikindi!

    Skólinn gengur þokkalega held ég, gleymdi að segja að ég fékk A fyrir ritgerðina mína um sögu fingrafara :) Þetta er svipað og ég bjóst við, finnst frábært hvað við erum búin að fara mikið á rannsóknarstofurnar og gera tilraunir. Höfum svo fengið að sjá fullt af myndum af vettvangi til að kenna okkur að greina blóðslettur, oft fórnarlömb ennþá á myndunum, þannig að maður veit alveg hvað maður er að fara út í - það er ekkert verið að vernda okkur fyrir ógeðismyndum :)

     
  • At 3:30 PM, November 26, 2005, Blogger kErla said…

    Vá þú heppin að vera í bretlandi þegar Take That taka saman ;)
    (en bara af því að þú ert gamall fan) Robbie Williams er nú meiri snobbhænan að vilja ekki vera með!
    Það er alltaf eitt svona merkikerti í öllum þessum grúbbum óþolandi!!
    Go Peter Andre!! (uuuussssssss ekki segja elvari!!!!) heheh

     
  • At 10:45 AM, November 27, 2005, Blogger rydeen said…

    Jebb, ekkert smá heppin :) held samt að tónleikarnir séu í apríl, sem væri ferlegt, þar sem að ég verð á Íslandinu fagra mest allan apríl :/
    Og ég fór ekki á Peter André í gær, þrátt fyrir að mig langaði, vona að hann fyrirgefi mér það ;)

     
  • At 4:54 PM, November 27, 2005, Anonymous Anonymous said…

    Hey þú og lena getið farið saman á Take That tónleikana. Ég hitti einmitt mömmu þína um daginn í skólanum og hún sagði mér hvað þér gengur vel með námið og alles. Ekkert smá frábært að heyra, hey ef ég dey óvænt þá kemuru heim og hjálpar löggunni hér (ekki veitir af að hjálpa þessum amature löggum hér á landi) þar að segja ef þið flytjið nokkuð heim aftur. vá ég er ekkert að meika sens, rausa út í eitt, hlítur að vera of mikill sunnudagur í mér. þú kíkir nú með mér á kaffihús þegar þú kemur til landsins.
    Kv Erla Sonja (rugldagur!!)

     
  • At 12:06 PM, November 28, 2005, Anonymous Anonymous said…

    hei til lukku með kaggann, verðég þá sótt á flugvellinn, jibbí :)

    æi elsku krúttið mitt, misstiru af Peter darling !!!!

    en ég vona að það verði komin snjór þegar ég kem , því það er enginn hér :(

    hei 3 dagar

     
  • At 10:31 PM, November 28, 2005, Blogger rydeen said…

    hehe erla mín, auðvitað myndi ég mæta á staðinn og redda þessu ;) vonum samt að þess verði ekki þörf!

    já heyrðu, ég missti af peter, sem er líka bara fínt, hann var ekki á sviðinu nema í ca. 20 mín.. mjög fegin að hafa ekki farið! það snjóaði aðeins í dag og vona að það snjói meira næstu daga - þvílíkt sem það gladdi mig að sjá þessi fáu snjókorn falla :)

     
  • At 2:13 PM, December 02, 2005, Anonymous Anonymous said…

    Til lukku með 25 ára afmælið! Mamma þín gaf okkur upp bloggsíðuna svo að nú get ég fylgst með þér :) Hafðu það sem allra best.
    Kveðja Sigrún Ósk

     
  • At 3:40 PM, December 02, 2005, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með afmælið elsku Bryja frænka (snúllan) mín. Skemmtu þér vel í kvöld hvað sem þú gerir. Bið að heilsa Ingó.

    Anna frænka

     
  • At 6:27 PM, December 02, 2005, Blogger kErla said…

    HÚN Á AFMÆLI Í DAG!
    HÚN Á AFMÆLI Í DAG!
    HÚN Á AFMÆLI HÚN BRYNJA!
    HÚN Á AFMÆLI Í DAG!

    Til hamingju með daginn og vona að þú hafir átt góðan dag og fengið marga marga pakka ;)

    Stórt knús frá okkur Elvari.

    *mwaaah* (koss if you did not know!!)

     
  • At 6:55 PM, December 02, 2005, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með afmælið bara loksins orðin jafngömul mér. Þó svo að það endist víst ekki lengi :-( Hafðu það gott kvöld.
    Kveðja Kolla og snúlla litla.

     
  • At 10:31 PM, December 02, 2005, Anonymous Anonymous said…

    Hæ sæta stelpa.
    Hjartanlega til hamingju með 25 ára afmælið :* Kveðja, Helga og Stefán

     
  • At 12:58 PM, December 03, 2005, Blogger rydeen said…

    Takk öll fyrir afmæliskveðjurnar :)

     
  • At 3:37 PM, December 04, 2005, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með daginn á föstudaginn. Vonandi áttirðu góðan dag.

    Kveðja frá okkur hjúum í Eskilstuna

     
  • At 9:21 AM, December 13, 2005, Anonymous Anonymous said…

    hvað er að gerast, á ekkert að skrifa neitt nytt elskan :)

     

Post a Comment

<< Home