Síðustu vikur
Afsakið aftur.. jæja.
Heiða og Haukur komu til okkar 1. des, við sóttum þau út á East Midlands flugvöll (voru svo sniðug að fljúga í gegnum Glasgow til EMA) og komum auðvitað við á púbb á leiðinni heim :) Daginn eftir, ammlisdaginn minn, fór ég í skólann og þau 3 sváfu eitthvað fram eftir (3ji aðilinn Ingó, hann tók sér frí í vinnunni á meðan þau voru hérna). Þau fóru auðvitað í bæinn til að versla og hittu svo Tinu til að fara að versla í matinn fyrir afmælið, Tina er snillingur í sjávarréttum og eldaði brjálæðislega góðan rétt og vorum auðvitað með krabba í forrétt... jummý... Það varð þó lítið um djamm hjá mér á afmælisdaginn, þar sem að ég hafði verið með magavesen, örugglega vegna álags, og gat með engu móti farið niðrí bæ. Fór þó með þeim á Lonsdale barinn að hitta alla og þau fóru svo niðrí bæ. H&H, Tina, Hillary, Óðinn og John komu svo öll hingað með Ingó eftir djammið og þau skrölluðu fram á morgun. Ég var mjög ánægð með að þau hafi skemmt sér vel á afmælinu mínu :) Frekar fúlt að vera slappur á 25 ára afmælinu sínu.. hefur kannski bara verið afmæliskvíði ;)
Kvöldið eftir fórum við út að borða á Thai Dusit, besti thailenski matur sem ég hef smakkað. Þar fundu Haukur og Ingó ansi sniðugt "hljóðfæri" sem var brandari kvöldsins hjá þeim tveimur, við Heiða fengum ekki að vita brandarann fyrr en á leiðinni út. Handriðið á staðnum er holt, og Haukur stakk upp á við Ingó að hann blési í handriðið, sem hann gerði. Við heyrðum ekki neitt, en þeir komu til baka í hláturskasti. Þeir fara svo aftur fram seinna og koma til baka aftur skellihlæjandi. Við Heiða alveg að farast úr forvitni, þannig að þegar við fórum út voru þeir voða spenntir. Ingó blés svo vel og kröfuglega í handriðið, og það kom þetta fínasta muuuu hljóð úr því, ég hélt við myndum öll deyja úr hlátri :) Ykkur finnst þetta kannski ekki fyndið, en ég hlæ ennþá að þessu. Kítum svo á Santanda, þar sem Tina vinnur, í nokkra drykki, var búin að lofa Heiðu besta Mojito sem hún hefði smakkað en hann var ógeðslega misheppnaður, og sömuleiðis White Russian-inn sem við fengum okkur eftir. Ég hafði farið þangað helgina áður og bara fengið góða kokteila, týpískt!
Á sunnudeginum fórum við í bæinn að versla meira (alltaf gaman :)) Við fórum svo í bíó eftir verslunarleiðangurinn; Ingó, Haukur (með flottustu kollu ever), Óðinn og John fóru á Doom, og við Heiða á Exorcism of Emily Rose, kom okkur báðum á óvart hvað hún var góð og lítið scary. Vorum að spá í hvort við höfðum hæpað okkur of mikið upp eða hvort við værum orðnar ónæmar :p Við kíktum auðvitað á localpöbbinn eftir það. Ingó og Haukur ákváðu að fara niðrí bæ, hittu þar hávaðasama nágranna okkar, Kraig, og enduðu á að fara til hans eftir bæinn. Ingó skreið hingað yfir um 3, en Haukur ekki fyrr en í morgunsárið. Brá mjög að sjá hann sofandi upp í sófa morguninn eftir - hann var víst það blekaður að hann gat ekki hitt lyklinum í skráargatið. Brá mikið að sjá hann sofandi í sófanum morguninn eftir.
Þau kíktu í bæinn til að versla meira á mánudeginum meðan ég þurfti að fara í skólann. Ég hitti þau svo á pöbb niðrí bæ eftir skóla, og Tina og Dimitri kíktu á okkur. Fórum svo út að borða á Frankie and Benny's, einn af okkar uppáhaldsveitingastöðum hérna og hann er í 5 mín. labbfæri frá okkur. Fórum svo yfir á pöbbinn. Við þurftum svo að vakna of snemma til að skutla þeim hjúum upp á völl.
Myndir af heimsókninni koma á eftir, og svo á eftir að bætast fleiri myndir. Takk fyrir heimsóknina krúttin mín, hlakka til að hitta ykkur aftur um páskanna :)
Ég var ógeðslega busy vikuna eftir, þurfti að klára ritgerð og halda fyrirlestur með hópnum mínum um ritgerðina. Kíktum á pöbbinn í skólanum eftir fyrirlesturinn á föstudeginum, áttum það svo skilið :) Helgin fór svo í meiri lærdóm fyrir mig, á mánudeginum var klukkutíma tímaritgerð í erfða- og þróunarfræði, þurfti að klára allt sem skila átti með fyrir EffectiveLearingSkills áfangann sem fyrirlesturinn var í, og skrifa 3000 orða ritgerð um líkamlega og sálfræðilega þætti sem gera menn að glæpamönnum fyrir afbrotafræði. Ingó skemmti sér á meðan, var sem minnst heima ;)
Við vorum búin að ákveða að fara út á föstudaginn síðasta, vegna þess að Chris og Martin, vinir okkar frá Þýskalandi, voru að fara aftur heim. Þeir koma ekki aftur, voru bara skiptinemar. Hillary og Joel eru líka farin og við söknum þeirra ógeðslega mikið, hefði aldrei trúað því að maður gæti eignast svona góða vini á jafnstuttum tíma. Við eigum þó heimboð bæði í Bandaríkjunum og Þýskalandi núna. Ingó er að spá í að kíkja til Þýskalands í sumar þegar eitthvað fótboltadót verður í gangi. Við fórum á Friary, og það var djammað.. langt síðan ég hafði djammað svona vel, búið að vera allt of mikið að gera hjá mér í skólanum. Hitti Pam, stelpu af öðru ári sem ég hafði kynnst í fyrsta partýinu, þau voru öll á djamminu með tveimur af kennurunum okkar. Þau tvö eru ferlega hress, ótrúlega gaman að þeim :)
Ég náði ekki að slaka almennilega á fyrr en á mánudaginn, ótrúlegt hvað stress getur verið lengi að fara úr líkamanum. Fann þó alveg fyrir því þegar það gerðist, var búin að vera með brjálaða hnakkastífni allan daginn á laugardeginum, og fékk svo brjálaðan hausverk uppúr þurru um kvöldið. Ég varð bara mjög hrædd og var viss um að ég væri komin með heilahimnubólgu (nb. búin að fara í sprautuna og allt) en við hringdum samt í hjúkrunarfræðing.. og auðvitað var ég bara paranoid - er ógeðslega sjúkdómahrædd. Hún sagði að þetta væri líklegast eftir það að hafa setið fyrir framan tölvuna í marga daga og sagði mér að halda mér frá tölvunni í einhvern tíma og sjónvarpinu sömuleiðis.. ég sagðist gera það en hugsaði með mér að það er greinilegt að hún þekki mig ekki ;) En ég slökkti á tölvunni og kveikti ekki aftur fyrr en seint daginn eftir - mjög ánægð með mig :)
Mamma kemur á morgun, jólin eru plönuð þannig að við ætlum út að borða á aðfangadag og svo á pöbinn.. taka bresk jól á þetta :) Horfði alla síðustu helgi á jólaþætti EastEnders frá byrjun, og það er alltaf málið, borða og fara á pöbbinn og það er alltaf brjálað stuð, ég hlakka eiginlega bara svolítið til - afslappað og þægilegt, ekkert uppvask og svona ;) Lára og Dóri koma svo vikuna eftir og verða yfir áramótin.
Ég er svo búin að bóka flug fyrir mig til Portúgal eftir prófin, ætla að heimsækja Tinu vinkonu og við ætlum t.d. að fara til Lissabon - hef aldrei farið þangað þrátt fyrir að hafa farið til Algarve alloft. Það verður enginn hér og Ingó verður að vinna alla daga, nenni ekki að hanga hérna ein. Hann á auk þess enska vini hérna þannig að hann verður ekki einn og hann er að spá í að heimsækja John til Cornwall þegar ég verð farin.
Jæja, síðustu vikur komnar á blað, verð duglegri í framtíðinni.. nennti ekki að lesa þetta yfir þannig að ef það eru stafsetninga- og málfræðivillur í þessu, biðst ég afsökunar :)
Heiða og Haukur komu til okkar 1. des, við sóttum þau út á East Midlands flugvöll (voru svo sniðug að fljúga í gegnum Glasgow til EMA) og komum auðvitað við á púbb á leiðinni heim :) Daginn eftir, ammlisdaginn minn, fór ég í skólann og þau 3 sváfu eitthvað fram eftir (3ji aðilinn Ingó, hann tók sér frí í vinnunni á meðan þau voru hérna). Þau fóru auðvitað í bæinn til að versla og hittu svo Tinu til að fara að versla í matinn fyrir afmælið, Tina er snillingur í sjávarréttum og eldaði brjálæðislega góðan rétt og vorum auðvitað með krabba í forrétt... jummý... Það varð þó lítið um djamm hjá mér á afmælisdaginn, þar sem að ég hafði verið með magavesen, örugglega vegna álags, og gat með engu móti farið niðrí bæ. Fór þó með þeim á Lonsdale barinn að hitta alla og þau fóru svo niðrí bæ. H&H, Tina, Hillary, Óðinn og John komu svo öll hingað með Ingó eftir djammið og þau skrölluðu fram á morgun. Ég var mjög ánægð með að þau hafi skemmt sér vel á afmælinu mínu :) Frekar fúlt að vera slappur á 25 ára afmælinu sínu.. hefur kannski bara verið afmæliskvíði ;)
Kvöldið eftir fórum við út að borða á Thai Dusit, besti thailenski matur sem ég hef smakkað. Þar fundu Haukur og Ingó ansi sniðugt "hljóðfæri" sem var brandari kvöldsins hjá þeim tveimur, við Heiða fengum ekki að vita brandarann fyrr en á leiðinni út. Handriðið á staðnum er holt, og Haukur stakk upp á við Ingó að hann blési í handriðið, sem hann gerði. Við heyrðum ekki neitt, en þeir komu til baka í hláturskasti. Þeir fara svo aftur fram seinna og koma til baka aftur skellihlæjandi. Við Heiða alveg að farast úr forvitni, þannig að þegar við fórum út voru þeir voða spenntir. Ingó blés svo vel og kröfuglega í handriðið, og það kom þetta fínasta muuuu hljóð úr því, ég hélt við myndum öll deyja úr hlátri :) Ykkur finnst þetta kannski ekki fyndið, en ég hlæ ennþá að þessu. Kítum svo á Santanda, þar sem Tina vinnur, í nokkra drykki, var búin að lofa Heiðu besta Mojito sem hún hefði smakkað en hann var ógeðslega misheppnaður, og sömuleiðis White Russian-inn sem við fengum okkur eftir. Ég hafði farið þangað helgina áður og bara fengið góða kokteila, týpískt!
Á sunnudeginum fórum við í bæinn að versla meira (alltaf gaman :)) Við fórum svo í bíó eftir verslunarleiðangurinn; Ingó, Haukur (með flottustu kollu ever), Óðinn og John fóru á Doom, og við Heiða á Exorcism of Emily Rose, kom okkur báðum á óvart hvað hún var góð og lítið scary. Vorum að spá í hvort við höfðum hæpað okkur of mikið upp eða hvort við værum orðnar ónæmar :p Við kíktum auðvitað á localpöbbinn eftir það. Ingó og Haukur ákváðu að fara niðrí bæ, hittu þar hávaðasama nágranna okkar, Kraig, og enduðu á að fara til hans eftir bæinn. Ingó skreið hingað yfir um 3, en Haukur ekki fyrr en í morgunsárið. Brá mjög að sjá hann sofandi upp í sófa morguninn eftir - hann var víst það blekaður að hann gat ekki hitt lyklinum í skráargatið. Brá mikið að sjá hann sofandi í sófanum morguninn eftir.
Þau kíktu í bæinn til að versla meira á mánudeginum meðan ég þurfti að fara í skólann. Ég hitti þau svo á pöbb niðrí bæ eftir skóla, og Tina og Dimitri kíktu á okkur. Fórum svo út að borða á Frankie and Benny's, einn af okkar uppáhaldsveitingastöðum hérna og hann er í 5 mín. labbfæri frá okkur. Fórum svo yfir á pöbbinn. Við þurftum svo að vakna of snemma til að skutla þeim hjúum upp á völl.
Myndir af heimsókninni koma á eftir, og svo á eftir að bætast fleiri myndir. Takk fyrir heimsóknina krúttin mín, hlakka til að hitta ykkur aftur um páskanna :)
Ég var ógeðslega busy vikuna eftir, þurfti að klára ritgerð og halda fyrirlestur með hópnum mínum um ritgerðina. Kíktum á pöbbinn í skólanum eftir fyrirlesturinn á föstudeginum, áttum það svo skilið :) Helgin fór svo í meiri lærdóm fyrir mig, á mánudeginum var klukkutíma tímaritgerð í erfða- og þróunarfræði, þurfti að klára allt sem skila átti með fyrir EffectiveLearingSkills áfangann sem fyrirlesturinn var í, og skrifa 3000 orða ritgerð um líkamlega og sálfræðilega þætti sem gera menn að glæpamönnum fyrir afbrotafræði. Ingó skemmti sér á meðan, var sem minnst heima ;)
Við vorum búin að ákveða að fara út á föstudaginn síðasta, vegna þess að Chris og Martin, vinir okkar frá Þýskalandi, voru að fara aftur heim. Þeir koma ekki aftur, voru bara skiptinemar. Hillary og Joel eru líka farin og við söknum þeirra ógeðslega mikið, hefði aldrei trúað því að maður gæti eignast svona góða vini á jafnstuttum tíma. Við eigum þó heimboð bæði í Bandaríkjunum og Þýskalandi núna. Ingó er að spá í að kíkja til Þýskalands í sumar þegar eitthvað fótboltadót verður í gangi. Við fórum á Friary, og það var djammað.. langt síðan ég hafði djammað svona vel, búið að vera allt of mikið að gera hjá mér í skólanum. Hitti Pam, stelpu af öðru ári sem ég hafði kynnst í fyrsta partýinu, þau voru öll á djamminu með tveimur af kennurunum okkar. Þau tvö eru ferlega hress, ótrúlega gaman að þeim :)
Ég náði ekki að slaka almennilega á fyrr en á mánudaginn, ótrúlegt hvað stress getur verið lengi að fara úr líkamanum. Fann þó alveg fyrir því þegar það gerðist, var búin að vera með brjálaða hnakkastífni allan daginn á laugardeginum, og fékk svo brjálaðan hausverk uppúr þurru um kvöldið. Ég varð bara mjög hrædd og var viss um að ég væri komin með heilahimnubólgu (nb. búin að fara í sprautuna og allt) en við hringdum samt í hjúkrunarfræðing.. og auðvitað var ég bara paranoid - er ógeðslega sjúkdómahrædd. Hún sagði að þetta væri líklegast eftir það að hafa setið fyrir framan tölvuna í marga daga og sagði mér að halda mér frá tölvunni í einhvern tíma og sjónvarpinu sömuleiðis.. ég sagðist gera það en hugsaði með mér að það er greinilegt að hún þekki mig ekki ;) En ég slökkti á tölvunni og kveikti ekki aftur fyrr en seint daginn eftir - mjög ánægð með mig :)
Mamma kemur á morgun, jólin eru plönuð þannig að við ætlum út að borða á aðfangadag og svo á pöbinn.. taka bresk jól á þetta :) Horfði alla síðustu helgi á jólaþætti EastEnders frá byrjun, og það er alltaf málið, borða og fara á pöbbinn og það er alltaf brjálað stuð, ég hlakka eiginlega bara svolítið til - afslappað og þægilegt, ekkert uppvask og svona ;) Lára og Dóri koma svo vikuna eftir og verða yfir áramótin.
Ég er svo búin að bóka flug fyrir mig til Portúgal eftir prófin, ætla að heimsækja Tinu vinkonu og við ætlum t.d. að fara til Lissabon - hef aldrei farið þangað þrátt fyrir að hafa farið til Algarve alloft. Það verður enginn hér og Ingó verður að vinna alla daga, nenni ekki að hanga hérna ein. Hann á auk þess enska vini hérna þannig að hann verður ekki einn og hann er að spá í að heimsækja John til Cornwall þegar ég verð farin.
Jæja, síðustu vikur komnar á blað, verð duglegri í framtíðinni.. nennti ekki að lesa þetta yfir þannig að ef það eru stafsetninga- og málfræðivillur í þessu, biðst ég afsökunar :)
9 Comments:
At 10:16 PM, December 21, 2005, Anonymous said…
En hvað það var gaman að fá loksins fréttir af ykkur skötuhjúunum.
En hérna *hóst* hvað er heimilisfangið hjá ykkur? Hér liggur jólakort sem kemst víst ekki hjálparlaust til ykkar ;)
At 10:44 PM, December 21, 2005, rydeen said…
hehehe það gengur víst ekki ;) sendum öll okkar kort í fyrradag og þau verða örugglega ekki komin fyrir jól, auk þess sem maður gleymdi að skrifa allar upplýsingar um okkur hérna úti, maður er ekki í lagi! ég sendi þér emil á hotmailið þitt með addressunni :)
At 10:49 PM, December 21, 2005, rydeen said…
Æ crap, það klikkaði.. set hana bara hérna inn:
11 Bishops Green
St Swithins Close
Derby
DE22 3FX
UK :)
At 11:32 AM, December 23, 2005, Anonymous said…
Maví kristmas. Gleðileg jól elskurnar mínar, og farsælt komandi ár, vonandi sjáumst við hress á næsta ári einhverntíma, en take cear my dears. og knúsið hvort annað frá mér. og við skjáumst. XOXOXOX hugs and kisses
Jóla kveðjur Erla Sonja
At 11:51 AM, December 23, 2005, Anonymous said…
gleðileg jól þarna úti!
leiðinlegt að ég skuli ekki hafa komist til ykkar ennþá :( Reyni að bæta úr því næst þegar ég er sendur til Bracknell, eða geri mér bara sér ferð til ykkar ;)
At 2:17 PM, December 23, 2005, Anonymous said…
Gleðileg jól elsku Brynja og Ingó. Hafiði það nú bara sem allra best þarna í útlandinu og reynið að njóta þess að vera til ;* Kveðja, Helga og Stefán xxx
At 2:30 PM, December 23, 2005, Anonymous said…
Takk fyrir jólakortið, það kom í dag :) vonandi sjáumst við um páskana!!
At 4:39 PM, December 23, 2005, Anonymous said…
Gleðileg jól og hafið það sem allra best á bresku jólunum. Alltaf gaman að breyta til.
Takk fyrir það gamla.
Lalli & Helga Dröfn
At 12:11 AM, December 27, 2005, Anonymous said…
Hæ elskurnar mínar. Gleðileg jól. Takk æðislega fyrir kortið það kom fyrir jól, núna sé ég eiginlega eftir því að hafa ekki sent jólakort því það hefði nú ekkert sakað þótt það kæmi eftir jól. Hafið það sem allra best um jólin og ég hefði ekkert á móti því að koma í heimsókn til ykkar einhvern tíma við tækifæri. Farið vel með ykkur :)
Jólakveðja frá Rut og Gabríel Mána
Post a Comment
<< Home