Lífið í Derby

Friday, November 11, 2005

Óskemmtilegt veður..

Það mætti bara halda að hingað væri komið monsoon-tímabil.. neinei, kannski svolítið ýkt.. þurfti að fara niðrí bæ eftir skóla að ná í jakka sem ég keypti með mömmu síðustu helgi, þar sem að afgreiðslustelpan reif hann þegar hún var að taka þjófavörnina úr (mjög sniðug).. það er aðeins byrjað að dropa á leiðinni í búðina og hún var orðin aðeins meiri þegar ég kem úr búðinni. Ég ákveð að taka ekki regnhlífina úr töskunni þar sem að þetta var bara smá rigning.. hefði betur átt að gera það, þar sem að rigningin jókst stöðugt og endaði í vænni dembu, auk þess sem að ágætis rok hafði verið fyrir til staðar. Pilsið mitt er doppótt núna eftir rigninguna, og ég með fáránlega flott wet-look.. not..

Við Ingó fórum í keilu á þriðjudaginn með nokkrum krökkum frá Lonsdale. Þegar við Ingó komum þangað opnaðist fyrir mér nýr heimur, áttaði mig á því hversu lítið ég þekki af Derby; nánasta umhverfi við íbúðina okkar, leiðina niðrí bæ og leiðina upp í skóla. Þar sem keilan er, er einnig bíó (Ingó reyndar búinn að fara nokkrum sinnum þangað með strákunum frá Lonsdale.. ég nenni ekki í bíó hérna frekar en heima ;)), Pizza Hut sem mig er farið að langa á, KFC sem er reyndar líka niðrí bæ, en þó ekki með bbq-kjúklingabita *hneyksl* og eitthvað fleira. Við þurfum greinilega að fara að flakka hérna um.. :S

Fórum á miðvikudaginn aðeins út að hitta krakkana. Byrjuðum á Varsity (2 fyrir 1 á miðvikudögum) og fórum svo á Bespoke (tilboð á barnum á miðvikudögum í samstarfi við Spank - stúdentakvöld). Þau fóru svo öll á Zanzibar sem er eingöngu opinn fyrir stúdenta á miðvikudögum. Ingó kemst því þar af leiðandi ekki inn, þó svo hann hafi smyglað sér með strákunum oft áður, þá með lyklana þeirra að herbergjunum á campusnum. Síðast þegar hann fór tóku dyraverðirnir skýrt fram að næst yrði hann að koma með skírteinið, annars kæmist hann ekki inn. Við fórum heim og ákváðum að kíkja í smástund yfir til Noisyboy, sem endaði með því að við komum hingað yfir aftur um 2 leytið. Til að útskýra, þá er Noisyboy nágranni okkar sem spilar músík hátt, sem pirrar okkur lítið sem ekkert, heldur eru það vinir hans sem fara í taugarnar á okkur, því þau koma öllum stundum - og eru ekkert að spá í hvort að það séu fleiri í kringum þau. Honum finnst þetta líka óþolandi, sagðist hafa búið í bænum og fengið heimsóknir á öllum tímum, hafi flutt hingað til að fá frið, en þau koma bara hingað í staðinn.

Heiða og Haukur eru búin að bóka far út 8. des, hlakka ekkert smá til að sjá þau. Ætla að athuga hvort ég geti ekki fundið einhverja skemmtilega draugagönguleið.. talandi um drauga, þá er Derby draugabær Englands, fyrir ykkur sem ekki vita. Ég er nokkuð viss um að hér sé reimt, í gær opnaðist upp úr þurru diskadrifið á tölvunni minni, og í morgun slokknaði ljósið í herberginu.. hélt kannski að peran væri sprungin en svo var ekki.

Smá update af dýraríkinu hjá okkur, þá er Fiona á bak og burt. Við erum alveg viss um að Ingó hafi eitrað fyrir henni með því að gefa henni flugu sem hann hafði spreyjað til dauða með flugnaeitri eða einhverju þvíumlíku. Ég er samt handviss um að það sé eitthvað samsæri í gangi og hún komi aftur innan tíðar, mun stærri og feitari en hún var svo hún geti hrellt mig meira.. vona samt ekki.

Jæja, föstudagur, búin að skila ritgerðinni, og ætla hlamma mér upp í sófa og horfa á innantómt raunveruleikasjónvarp. Hafið það gott um helgina!

7 Comments:

  • At 11:48 PM, November 11, 2005, Anonymous Anonymous said…

    hlakka geðveikt að koma , já fint að þú verður búin að finna draugaferð fyrir okkur, haukur er samt ekki neitt geðveikt spenntur fyrir því. http://www.derbycity.com/home.htm
    kiktu á þessa síðu. En nú er gelkgjan á heimilinu á tónleikum með sign og fl. ég öfunda hana, hefði kannski átt að smygla mér inn sem 15 ára unglingur not!!!!

     
  • At 10:13 AM, November 12, 2005, Anonymous Anonymous said…

    Fiona kemur til baka sem draugakónguló. Hrellir þig í svefni sem vöku... vissum það!

    Já það tekur alltaf svolítinn tíma að komast inn í allt á nýjum stað og sjá alla hluti. Þekki það vel

    Kv Helga Dröfn í SE

     
  • At 10:45 PM, November 12, 2005, Anonymous Anonymous said…

    ohh ég öfunda ykkur að vera úti í Bretlandi... mig langar
    En það er svo sem ágætt hér á klakanum. Skólinn gengur svona þokkalega, en ekkert nógu vel. Er alltaf að kynnast nýju fólki obboðslega gaman. Ég hef ekkert að segja. Vildi bara sýna að ég er hérna að skoða lífið ykkar hehe.

     
  • At 6:45 PM, November 14, 2005, Blogger rydeen said…

    iss, heiða, við finnum bara einhverja góða draugaleið fyrir hauk, hræðum úr honum líftóruna ;)

    já veistu helga dröfn, það kæmi mér ekkert á óvart ef að fiona færi að ofsækja mig.. held samt að ég hafi læknast aðeins af fóbíunni við að þurfa að labba framhjá henni á hverjum degi.. það á þó eftir að koma betur í ljós - og mig langar ekki að sannreyna það ;)

    hæ rut, alltaf gaman að sjá hverjir fylgjast með :) æ, það tekur oft tíma að átta sig á nýju skólaumhverfi, gaman að kynnast nýju fólki (eiginlega skemmtilegast ;)) gangi þér vel í prófunum!

     
  • At 9:05 AM, November 15, 2005, Blogger rydeen said…

    djö.. hefði alveg verið til í svona allra veðra helgi :/ já bbq málið.. þetta er skelfilegt! þarf bara að innleiða þetta hérna.. en takk fyrir að kaupa einn fyrir mig, veitir ekki af - seriously need my bbq ;)

     
  • At 1:40 PM, November 15, 2005, Anonymous Anonymous said…

    á ég ekki bara að taka einn með mér í töskuna þegar ég kem :)

     
  • At 1:14 AM, November 18, 2005, Blogger rydeen said…

    mmm... júúúuú... bara ef það væri hægt... *andvarp* djöfull langar mig bbq bita..

     

Post a Comment

<< Home