Gamlárskvöld..?
nei.. Guy Fawkes day.. hvað sem það nú er. Mikið búið að vera um flugelda síðustu daga, Guy Fawkes day var í gær og Diwali, nýár hindúa gekk í garð í vikunni með tilheyrandi sprengingum, maður fær bara á tilfinninguna að maður sé heima á gamlárskvöldi, sérstaklega þar sem það er aðeins farið að kólna hérna..
Mamma kom til landsins á miðvikudaginn og fór aftur heim í dag. Ég fór til London að hitta hana beint eftir skóla, og gistum á ekki ómerkari stað en Hilton hótelinu í Kensington. Ætluðum að kíkja út að versla eftir að við tékkuðum okkur inn, en þar sem að móðir mín tók óvart svefntöflu í staðinn fyrir járn, varð hún rosalega þreytt og fékk mikla sjóriðu, þar sem að líkaminn var að sofna á undan henni. Hún sofnaði svo og eftir að það hafði tekið mig 10-15 mín að vekja hana ákváðum við að kíkja út og reyna að finna okkur eitthvað að borða. Við fórum svo snemma að sofa, til að geta farið snemma niðrí bæ að versla :) Við skelltum okkur á Kensington High Street og náðum að versla ansi mikið. FYI þá hef ég engin föt verslað síðan ég flutti út, sem er mjög ótrúlegt, ég veit.. en það sem er enn ótrúlegra er það að ég hef ekki farið í klippingu síðan 26. ágúst! Hélt að þetta myndi aldrei gerast.. Náðum svo að versla meira hérna í Derby, og við 3 enduðum svo í Argos í gær að versla það sem vantaði á heimilið, bókahillur o.þ.h. Erum búin að hafa það mjög gott, fórum út að borða á Nandos í gær, veitingastað með mjög góða PiriPiri kjúklinga og portúgalska bjóra, þannig að manni fannst maður bara vera komin til Portúgal :) Við mæðgur tókum því bara rólega í gærkvöldi meðan Ingó skrapp til noisyboy hérna við hliðina á okkur. Mamma kemur svo aftur e. 6 vikur og Lára og Dóri vikuna eftir.. og ég veit að þetta á eftir að líða allt allt allt of hratt!
Verð að segja að heilbrigðisþjónustan hérna er helvíti góð.. hef aldrei borgað jafn lítið fyrir jafn mikla heilbrigðisþjónustu eins og ég hef þurft að nýta mér hérna. Fékk bronkitis aftur í september, nýbúin að losna við þá sem ég fékk rétt áður en við fluttum út. Ingó hringir fyrir mig í læknaþjónustu og ég fæ tíma hjá lækni, sem ég þurfti ekki að borga fyrir. Ég þurfti að kaupa lyf, sem kostuðu 6.50 pund. Eftir að pensilínið var ekki að virka, fór ég til læknisins upp í skóla og hann lét mig fá lyfseðil fyrir tveimur mismunandi lyfjum, sem ég borgaði 13 pund fyrir, s.s. öll lyfseðilskyld lyf kosta 6.50. Þurfti auk þess ekki að borga fyrir heimsóknina. Er svo búin að vera að drepast í einum jaxli og var það orðið það slæmt að ég gat ekki sofið á nóttunni. Ég fæ númer upp í skóla hjá neyðartannlækni og ég fæ tíma morguninn eftir. Hann skoðar, tekur röntgenmynd, deyfir 2x, borar, lagar og fyllir upp í (reyndar með bráðabirgðafyllingu) og fyrir þetta allt borgaði ég 13.12 pund.. 13.12 pund!! Ég skrifaði ávísun upp á skitin 13.12 pund fyrir tannlæknaþjónustu..
Nýja myndir á leiðinni í albúmið, aðallega af einhverju djammi. Ég ætla svo að vera duglegri við að blogga, er örugglega að gleyma haug af hlutum sem ég ætlaði að segja frá. Er að reyna að láta Ingó líka fá aðgang að blogginu á sínu nafni, veit bara ekki hvernig ég á að fara að því.. þið sem kunnið þetta megið kenna mér þetta :)
Mamma kom til landsins á miðvikudaginn og fór aftur heim í dag. Ég fór til London að hitta hana beint eftir skóla, og gistum á ekki ómerkari stað en Hilton hótelinu í Kensington. Ætluðum að kíkja út að versla eftir að við tékkuðum okkur inn, en þar sem að móðir mín tók óvart svefntöflu í staðinn fyrir járn, varð hún rosalega þreytt og fékk mikla sjóriðu, þar sem að líkaminn var að sofna á undan henni. Hún sofnaði svo og eftir að það hafði tekið mig 10-15 mín að vekja hana ákváðum við að kíkja út og reyna að finna okkur eitthvað að borða. Við fórum svo snemma að sofa, til að geta farið snemma niðrí bæ að versla :) Við skelltum okkur á Kensington High Street og náðum að versla ansi mikið. FYI þá hef ég engin föt verslað síðan ég flutti út, sem er mjög ótrúlegt, ég veit.. en það sem er enn ótrúlegra er það að ég hef ekki farið í klippingu síðan 26. ágúst! Hélt að þetta myndi aldrei gerast.. Náðum svo að versla meira hérna í Derby, og við 3 enduðum svo í Argos í gær að versla það sem vantaði á heimilið, bókahillur o.þ.h. Erum búin að hafa það mjög gott, fórum út að borða á Nandos í gær, veitingastað með mjög góða PiriPiri kjúklinga og portúgalska bjóra, þannig að manni fannst maður bara vera komin til Portúgal :) Við mæðgur tókum því bara rólega í gærkvöldi meðan Ingó skrapp til noisyboy hérna við hliðina á okkur. Mamma kemur svo aftur e. 6 vikur og Lára og Dóri vikuna eftir.. og ég veit að þetta á eftir að líða allt allt allt of hratt!
Verð að segja að heilbrigðisþjónustan hérna er helvíti góð.. hef aldrei borgað jafn lítið fyrir jafn mikla heilbrigðisþjónustu eins og ég hef þurft að nýta mér hérna. Fékk bronkitis aftur í september, nýbúin að losna við þá sem ég fékk rétt áður en við fluttum út. Ingó hringir fyrir mig í læknaþjónustu og ég fæ tíma hjá lækni, sem ég þurfti ekki að borga fyrir. Ég þurfti að kaupa lyf, sem kostuðu 6.50 pund. Eftir að pensilínið var ekki að virka, fór ég til læknisins upp í skóla og hann lét mig fá lyfseðil fyrir tveimur mismunandi lyfjum, sem ég borgaði 13 pund fyrir, s.s. öll lyfseðilskyld lyf kosta 6.50. Þurfti auk þess ekki að borga fyrir heimsóknina. Er svo búin að vera að drepast í einum jaxli og var það orðið það slæmt að ég gat ekki sofið á nóttunni. Ég fæ númer upp í skóla hjá neyðartannlækni og ég fæ tíma morguninn eftir. Hann skoðar, tekur röntgenmynd, deyfir 2x, borar, lagar og fyllir upp í (reyndar með bráðabirgðafyllingu) og fyrir þetta allt borgaði ég 13.12 pund.. 13.12 pund!! Ég skrifaði ávísun upp á skitin 13.12 pund fyrir tannlæknaþjónustu..
Nýja myndir á leiðinni í albúmið, aðallega af einhverju djammi. Ég ætla svo að vera duglegri við að blogga, er örugglega að gleyma haug af hlutum sem ég ætlaði að segja frá. Er að reyna að láta Ingó líka fá aðgang að blogginu á sínu nafni, veit bara ekki hvernig ég á að fara að því.. þið sem kunnið þetta megið kenna mér þetta :)
4 Comments:
At 11:40 AM, November 07, 2005, Anonymous said…
omg.... ekki búin að fara í klippingu síðan í ágúst. Ég þarf að senda hana Jóu til þín bara, hún hefði gaman að því. já þetta er sko fljótt að líða. Vildi að læknaþjónustan væri svona góð og ódýr hér heima!!!!!! en hei verð að segja þér frá draum sem mig dreymdi í fyrradag. Allavega þá vorum við haukur á leið til ykkar með flugvél til Glasgow, en hún lenti um hádegi þar. Svo ætluðum við að taka lest eða áframhaldandi flug til ykkar en ekkert var á dagskrá á leið til ykkar fyrr en daginn eftir :( Þannig að ég fór bara aftur í velina og ætlaði heim, en þegar vélin var að taka af stað fattaði ég að ég væri ein í velinni, s.s ekki Haukur. Þannig að e´g bað þá um að stoppa vélina og það gerðu þeir , vírd, ha!!!! Jæja þannig að við vorum komin að því að leigja bara bíl og keyra til ykkar, og þá með staðsetningatæki. Á meðan við vorum að panta bílinn þá kyngdi niður snjó, halló!!!!! en vð förum út og mokum af bílnum og sjáum að þetta er jeppi þannig að við leggjum af stað. Jæja Brynja hvað lesum við úr þessu?????? Miss you guys. og er búin að kaupa miða á white stripes!!!!! Jibbý!!!!
At 5:35 PM, November 07, 2005, rydeen said…
hmm... ansi spes draumur, ég leggst í rannsóknarvinnu og sendi þér útkomuna við fyrsta tækifæri ;)við söknum ykkar líka, vona að þið komið í desember! skemmtu þér ógeðslega vel á white stripes, heimta skýrslu eftir tónleikana!
At 3:47 PM, November 08, 2005, Anonymous said…
Vá frábært að vera veikur í Englandi, það er greinilega málið. Mig vantar svona ódýra lækna !!. En já vá ekki í klippingu síðan í ágúst, er þá ekki málið að kíkja hvað er í boði þarna og skella sér ;) ein hugmynd er að sjá einhverja stelpu með gorgius hár og spurja hvar hún klippi sig.
KV Erla Sonja.
At 7:02 PM, November 08, 2005, rydeen said…
hehe er búin að finna stofuna sem mig lagnar að fara á.. hef bara ekki ennþá drifið í því að panta tíma.. maður getur stundum verið svo latur við að drulla sér af stað ;)
Post a Comment
<< Home